Allar þriðjudagsgöngur frá janúar út mars 2021
í öfugri tímaröð:

Búrfellsgjá og Húsfell 23. febrúar.
Lambafellshnúkur og Lambafell Þrengslum 16. febrúar.
Arnarfell og Bæjarfell Krýsuvík 9. febrúar.
Æsustaðafjall og Reykjafell 2. febrúar.
Hafrahlíð, Lali og Reykjaborg 26. janúar.
Arnarhamar og Smáþúfur (snúið við v/veðurs) 19. janúar.
Valahnúkar 12. janúar.
Rauðuhnúkar í Bláfjöllum 5. janúar.

Búrfellsgjá og Húsfell
í umsjá Kolbeins
þar sem þjálfarar töfðust í sveitinni

Þriðjudaginn 23. febrúar komust þjálfarar ekki á réttum tíma í bæinn úr vetrarfríi í sveitinni og létu hópinn vita
en sem betur fer mættu þó nokkrir á æfingu og það endaði með því að Kolbeinn stýrði göngunni þar sem hann var sá eini sem rataði þessa nýjun leið sem þjálfarar ætluðu að fara eftir að hafa gert tilraun til að fara beint upp Húsfellið frá Búrfellsgjá í löngu "sjö tinda göngunni til Hafnarfjarðar" sem var farin í fyrra til að æfa langa vegalengd í erfiðu veðri...

http://www.fjallgongur.is/tindur195_sjo_tindar_til_hafnarfjardar_180420.htm

Sjá hér texta frá Kolbeini af fb:

Búrfellsgjá og Húsfell. Fórum 9 saman af stað í röska göngu inn Búrfellsgjá og upp bröttu brekkuna á Húsfelli og þegar við vorum að komast niður kom einn Toppfari hlaupandi á eftir okkur þannig að við enduðum 10.

Mættir voru: Kolbeinn, Tinna, Sigrún Bjarna, Elísa, Svavar, Þórkatla, Jórunn Ósk, Gulla, Ragneiður og Ólafur Vignir.

Jóhann Ísfeld og Steinunn Snorra
fóru þessa sömu leið líklega aðeins á undan hópnum - hér er þeirra texti:

Búrfellsgjá og Húsfell. Fórum saman, ég og Steinunn, Moli og Bónó. Gengum 10,5 km á tæpum 3 klst. Það var stinningskaldi með slyddu þangað til við komum niður Húsfellið, þá stytti upp og vindurinn gekk aðeins niður. Hittum 9 manna hópinn og þennan 10nda aðeins seinna. Fínasta ganga og sluppum við við að setja upp ljósin upp en allt fór í þvottinn eftir göngu vegna aurbleytu.

Frábær frammistaða !

Takk kærlega Kolbeinn fyrir vasklega leiðsögn á þessari flottu leið sem er hér með komin í Toppfarasafnið !
 

 

Blóðrautt sólarlaug
á Lambafellshnúk og Lambafelli
í Þrengslum

Sprengidags-þriðjudaginn 16. febrúar mættu 35 manns á æfingu í blíðskaparveðri
með vor í lofti... lygnu og hlýju veðri... á svipmikil fjöll sem varða Þrengslin að sunnan...

Þetta var fjórða æfing klúbbsins á þessi fjöll og nú var farin þriðja útgáfan af leið á þau...

... fyrst upp á Lambafellshnúkinn og aftur niður í skarðið... og svo upp á Lambafellið sjálft um bröttu brekkuna sem alltaf hefur tekið vel í á niðurleið... og loks með Lambafellshrauninu til baka milli hrauns og hlíðar...

Sólin að setjast með svo miklum glæsibrag bak við Bláfjöllin að engin orð fá því lýst...

Litirnir dásamlegir allt í kring... þetta kvöld var gætt töfrum...
hjartalaga tjörnin þarna niðri með öfugu hjarta innan í því... hjartalaga krapkenndri íshellu...

Komið hér upp á Lambafellshnúkinn með Lambafellið sjálft í baksýn... en sex manns náðu í skottið á okkur á uppleið
þar sem þau biðu á öðrum afleggjara innar en við hin gengum frá... en það var vel gert af ykkur að ná okkur kæru Gunnar Már, Oddný, Jóhanna og Vilhjálmur og Arnór og Kristín !

Mættir voru:

Arna Harðar, Arna Jóns, Arnór, Ása, Bára, Bjarni, Björgólfur, Elísa, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Gunnar Már, Gylfi, Haukur, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Diðriks., Jón St., Katrín Kj., Kolbeinn, Kristín H., Lilja Sesselja, Linda, Margrét B., Magga Páls., Njáll, Oddný, Ólafur Vignir, Ragnheiður, Rakel, Silla, Steinunn Sn., Svavar, Valla, Vilhjálmur, Þorleifur og Örn.

Hundar kvöldsins voru; Batman, Bónó, Moli, Myrra, Nói, Skuggi og Snót.

Sjá tölfræðina í fyrri göngum á Lambafellið.. árgerðin 2009 var fjölmenn og sterk og litaðist mætingin næstu árin af því eins og sést þarna árið 2010... svo smám saman minnkaði mætingin frá árinu 2012... og árið 2020 jókst hún aftur og er að ná fyrri hæstu hæðum nú árið 2021 eins og sést með einu færri mættum á Lambafellið þetta kvöld... gaman að sjá þetta :-)

Nafn Hæð
m.
Hækkun
m.
Upphafshæð
m.
Vegalengd
km.
Dagsetning Tímalengd
göngu
klst.
Fjöldi
manns
Ganga
Lambafell Þrengslum 561 287 274 6,1
með Lambafellshnúk
20. apríl 2010 2:48 36 Æfing 134
2. 552 604 270 9
með Lambafellshnúk
22. maí 2012 3:20 25 Æfing 228
3. 561 455 291 5,9
með Lambafellshnúk
13. mars 2018 2:34 13 Æfing 500
4. 559 462 290 5,9
með Lambafellshnúk
16. febrúar 2021 2:44 35 Æfing 641


20. apríl 2010...36 manns... átta ennþá með okkur.


22. maí 2012.. 25 manns... 11 manns ennþá með okkur.


13. mars 2018... 13 manns... 11 manns ennþá með okkur.

Gaman að rifja þetta upp. og ekki annað hægt en dást að þeim sem ennþá láta sig hafa það að mæta og ganga á fjöll allt árið um kring í alls kyns veðrum og alls kyns krefjandi aðstæðum...

EN... takið eftir að Gerður Jensdóttir er í öllum þessum ferðummmeð okkur...
hvílík afrekskona... magnað alveg !

Þegar upp á Lambafellshnúkinn var komið blöstu við kvöldsólarroðaslegin fjöllin allt í kring sem náðust því miður ekki nægilega vel hér á mynd... en þeirra áhrifaríkust var sýn til Botnssúlna þar sem Syðsta súla var öll bleik að sjá...

Logn og friður... hlýtt og milt... þetta var dásamlegt með meiru...

Stóra Reykjafellið hér ofan við Hellisheiðina... sú ganga frestaðist vegna veðurs... eins og svo margar göngur á þessu ári fram að þessu.. og er nú febrúar bara hálfnaður...

Himininn varð bleikur og blár... rauður og gulur... og skipti stöðugt litum meðan sólin lækkaði sig...

Hjartalaga tjörnin við bílana... sjá öfuga hjartalaga íshelluna í miðju hjartanu vinstra megin...

Litirnir voru svo sterkir að myndavélarnar áttu fullt í fangi með að melta þessa dýrð...

Niður svipaða leið af Lambafellshnúk og svo fram á nösina þarna á góðri klöngurleið... niður í skarðið... og upp dökku brekkuna hér framan við okkur...

Já... þetta var blóðrautt sólarlag...

Hjartað sneri rétt hér...

Klöngrið var svolítið seinfarið... og kvenþjálfari taldi betra að menn færu á keðjubroddum upp þessa brekku hér framundan þó færið væri mjúkt þar sem von mætti vera á frosnum jarðvegi undir þegar ofar kæmi...

... og þó færið var mjúkt alla leið og jú smá frost ofar var vel hægt að komast upp án brodda... en þeir ollu því samt án efa að hópurinn var mun fljótar þarna upp en ella... því allir gátu stigið öruggir niður án þess að spá í hvað var undir og haldið þannig áfram öruggir og í rólegheitunum... þessir broddar koma sér nefnilega oft líka vel í hörðum, bröttum jarðvegi...

... og uppgangan gekk því mun betur en við áttum von á...
því þarna niður eigum við minningar af erfiðleikum við að fóta sig niður í bratta og lausagrjóti á fyrri æfingum...
en slóðin sem er komin í hlíðina var án efa líka að hjálpa til og auðvelda uppgöngu sem var undarlega létt og kom okkur öllum sem höfum farið hér áður á óvart...

Yndi kvöldsins hélt áfram þó rökkrið skriði yfir...

Litið til baka með Lambafellshnúkinn að baki... sjá hvernig Lambafellshraunið hefur lekið meðfram hlíðunum...

Hæsti tindur Lambafells er í 559 m hæð og því er útsýnið mikið og frekar sjaldséð frá þessum stað... meðal annars "niður á" bílana keyrandi yfir Hellisheiðina og um Þrengslin þarna lengst niðri í fjarska... og svo um Suðurlandsveg til norðurs...
sérkennilegt og skemmtilegt að upplifa...

Frá hæsta tindi gengum við suður eftir Lambafellinu á smá lækkandi leið...

... en á miðri leið er einn aukatindur sem var gaman að sporast um í blautgóðum skafli...

Tunglið var eitt af mörgu ægifögru skrautinu sem náttúran bauð okkur upp á þetta kvöld...

Ennþá roði á himni... ennþá skyggni... þessi birta var sannarlega kærkomin...

Niður af Lambafelli fórum við eina langa snjóbrekku niður að hraunbreiðunni niðri...

... mjög fallega leið sem við þurfum að fara næst í dagsbirtu...

Þokan skreið yfir allt síðasta kaflann í myrkrinu... svo þykk að það var erfitt að sjá til með höfuðljósinu fyrir fremsta mann... en Örn er öllu vanur og var með gps-slóðina úr fyrri göngu í tækinu sínu... Bára myndi ekki leika þessa rötun hans eftir í öllum veðrum, engu skyggni og alls kyns landslagi... margra ára reynsla af göngum við allar aðstæður í myrkri gerir okkur þetta kleift... verum þakklát... segir ritari þessarar ferðasögu...

Komin að hjartatjörninni okkar... eftir 5,9 km göngu á 2:44 klst. upp í 455 m á Lambafellshnúk og 559 m á Lambafelli með alls 462 m hækkun úr 290 m upphafshæð...

Botna-skyrtunna og Ljósufjöll á dagskrá næstu helgi ef veður leyfir... en veðurspá mjög rysjótt og óstöðug og erfitt að sjá hvort af verður... þegar þetta er skrifað á miðvikuegi þá er vindur og úyrkoma í kortunum og engin smuga að vera með göngu... enn eina helgina frá áramótum... en okkur hefur eingöngu tekist að vera með tvær göngur það sem af er ári... allar hinar helgarnar hafa verið slæmar hvað veður varðar...

... og því hefur öllum tindferðum á árinu 2021 verið frestað um 1 viku (Hádegishyrna og Þvert yfir ísland) eða um óákveðinn tíma (Heiðarhorn og Skarðshyrna) eða aflýst vegna engrar smugu (Litli Keilir of félagar) og meira að segja þegar Örn ætlaði að vera með aukagöngu meðan bára var á bakvakt síðustu helgi þegar ekkert var s vo sem á dagskránni þá var ekki veður til að bjóða upp á göngu...

... svo árið 2021 stimplar sig inn sem illviðrasamt það sem af er ári... en það styttir vonandi upp um síðir... og okkar bíða án efa margar flottar helgar næstu vikurnar... galdurinn felst í því að grípa veðrið þegar það gefst...

Frábær frammistaða í kvöld... þetta kvöld gaf okkur langtum meira en hægt er að biðja um á febrúarlvöldi... hópurinn er sterkur og þéttur og stendur sig með eindæmum vel í öllum göngum... takk fyrir okkur og #TakkÍsland fyrir dásamlega náttúru og öll veður og alls kyns birtu... við myndum ekki vilja hafa þetta öðruvísi en svona... okkar er bara að grípa og njóta þegar veðurgluggarnir koma og vera þakklát nr. eitt :-)
 

 

Arnarfell og Bæjarfell
við nýju Krýsuvíkurkirkjuna

Minnsta snjókoma í Reykjavík í 100 ár frá upphafi mælinga... veturinn 2020 - 2021 er með eindæmum þurr og því var enn ein þriðjudagsgangan farin í snjóleysi og þurru færi... með alla óteljandi lækjarsprænurnar og tjarnirnar sem og mýrina sem umlykja Arnarfell og Bæjarfell við Krýsuvík frosna í kuldanum...

Sólgleraugnagangan þetta árið var þriðjudaginn 9. febrúar...  mættir alls 37 manns hvorki meira né minna... magnaður hópur á ferð þetta misserið og dásamlegt að vera í félagsskap þessa fólks...

Nú fórum við öfuga leið miðað við áður... upp austurtaglið á Arnarfellinu... en þarna var kominn merkjanlegur slóði sem var ekki þegar við fórum hér upp fyrst...

Geitahlíðin hér í smá snjóföl til austurs... en það er varla að fjöllin séu hvít á suðvesturhorni landsins...

Hryggur Arnarfells er mjög skemmtilegur uppgöngu og gaman að fara þetta í hina áttina...

Suðurhluti Sveifluhálssins með Drumb og Krýsuvíkurmælifell og fleiri tinda í fjarska í vestri...

Niður hér í smá klöngri sem allir tóku létt í þurru og goðu færi... Bæjrafellið þarna hinum megin... sjá svarta Krýsuvíkurkirkjuna á bblettinum þarna við veginn... sjá tjarnirnar og lækina um allt á þessu svæði þarna niðri...

Bakaleiðin okkar í myrkrinu var yfir túnin hérna niðri... sjá skurðina, tjarnirnar, lækina, mýrina...

Meðan gengið var yfir á Bæjarfellið skall myrkrið á...

... og meðan við þvældumst þar uppi var komið myrkur...

Þjálfarar reyndu að hafa gönguna eins langa og þessi tvö lágu en fallegu fjöll bjóða upp á og Örn freistaði þess að finna klöngurleið niður vestan megin af Bæjarfellinu...

Mjög skemmtileg leið hér niður á öxlina í norðvestri.. en svo snerum við gegnum skarðið til baka í austri...

... og komum við í Krýsuvíkurkirkju sem var endurreist í fyrra af nemendum í smíði og komið fyrir á tóftunum sem voru alltaf hér þegar við gengum á þessi tvö fjöll áður fyrr... mjög vel gert og gaman að sjá...

https://www.thjodminjasafn.is/stofnunin/um-safnid/frettir/2020/10/10/ny-og-endurbyggd-krysuvikurkirkja-komin-i-krysuvik

Bakaleiðin í bílana á nýja bílastæðinu milli fellanna var svo farin í myrkrinu gegn snjókomunni sem dundi á okkur og eins og alltaf á þessu svæði þá var aðalverkefnið að koma sér yfir blautustu kaflana... nema nú voru þeir helfrosnir af kulda og svo sleipir að menn skriðu hér yfir þar sem halli var í klakanum...

Snjódrífan beint í fangið... þetta var yndislegt eftir nánast algert snjóleysi á þessum landshluta í vetur...
en hálka var mikil á Kleifarvatsnveginum svo Kolbeinn rann á svellinu og þurfti að koma sér út í kant á mölina til fá tak upp eina brekkuna... þjálfarar ekkert að kveikja og ætluðu bara að draga hann upp og stilltu sér beint fyrir... en þetta bjargaðist :-)

Alls 4,4 km á 1:53 klst. upp í 211 m hæð á Arnarfelli og 228 m á Bæjarfelli með alls 325 m hækkun úr 116 m upphafshæð.

Örninn að spá í aukagöngu á sunnudaginn þar sem Bára er á bakvakt þessa helgi...
sjá síðar í vikunni !
 

 

Ennþá rok...
á Reykjafelli og Æsustaðfjalli

Fyrsta þriðjudag í febrúar... nr. 2 ríkti enn þessi hvassa norðaustan átt sem leikiið hefur við landið að mestu allan janúar... en gaf okkur þó smá logn síðasta laugardag þegar við hófum Íslandsgönguna miklu frá Reykjanesvita að Langanesi... en það koma samt ekki í veg fyrir flesta sem þar voru að mæta á æfingu þremur dögum síðar...

hefðbundin hring á Reykjafellið og Æsustaðafjallið um Skammadal og gilið upp eftir og mýrlendið til bakasem var gaddfreðið í þessum kulda og því ekkert til trafala...

Mættir voru 35 manns:

Anna H., Arnór, Bára, Bjarni, Björgólfur, Elísa, Gerður Jens, Haukur, Inga Guðrún, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Fríða, Jón Steingríms., Jórunn Ósk, Kolbeinn, Kristján, Linda, Margrét Birgis., Magga Páls, Oddný, Ólafur Vignir, Ragnheiður, Rakel, Siggi, Sigríður Lísabet, Sigurjón, Silja, Sjöfn, Steinunn Sn., Svandís, Svavar, Valla, Þorleifur, Þórey, Þórkatla og Örn og svo mættu Batman, Bónó, Moli, Nói, Skúggi og Snót svo hundalífið var fjörugt með meiru í vindinum :-)

Dagsbirta meiri hluta göngunnar en svo kom rökkrið og myrkrið í lokin...

Sjá ljósin í Skálafelli... ætli það hafi verið opið skíðasvæðið í þessu roki ? ... kannski er þetta hagstæð vindátt í Skálafelli... allavega man maður að oft var brjálað veður í Bláfjöllum en fínt í Skálafelli og svo öfugt hér í gamla daga svo vindar blása misjafnt á þessum ólíku skíðasvæðum enda ólíkir fjallgarðar...

Sólsetrið blasti við í suðvestri yfir borginni vindsorfið og fokið eins og við og kallaðist á við borgarljósin...
svo fallegt og gefur alltaf mikið í myrkurgöngunum á veturna...

5,3 km á 1:31 klst. upp í 277 m á Reykjafelli og 221 á Æsustaðafjalli með alls 266 m hækkun úr 109 m upphafshæð

Nafn Hæð
m.
Hækkun
m.
Upphafshæð
m.
Vegalengd
km.
Dagsetning Tímalengd
göngu
klst.
Fjöldi
manns
Ganga
Reykjafell
Mos
273 150 11,4
með Æsustaða-
fjalli og Reykjaborg
21. ágúst 2007 3:10 10 Æfing 9
2. 287 150 7
Með Æsustaðafjalli
4. mars 2008 1:45 17 Æfing 38
3. 291 180 5,1
Með Æsustaðafjalli
28. október 2008 1:42 19 Æfing 65
4. 277 167 5,2
með Æsustaðafjalli
3. nóvember 2009 1:43 58 Æfing 114
5. 285 303 107 5,6
með Æsustaðafjalli
19. október 2010 1:42 37 Æfing 157
6. 279 292 108 4,9
með Æsustaðafjalli
15. nóvember 2011 1:39 42 Æfing 205
7. 272 292 101 6,4
með Æsustaðafjalli
17. nóvember 2015 2:06 14 Æfing 386
8. 274 287 107 5,7
með Æsustaðafjalli
25. október 2016 1:49 11 Æfing 433
9. 282 390 110 4,9
með Æsustaðafjalli
6. mars 2018 1:36 18 Æfing 499
10. 273 269 108 5,4
með Æsustaðafjalli
30. mars 2020 1:35 8 Æfing 596
11. 221 266 109 5,3
með Æsustaðafjallli
2. febrúar 2021 1:31 35 Æfing 639

Sjá tölfræðina frá upphafi... við erum fljótari þegar veðrið er erfitt því þá er minna staldrað við.

Æfingin 2009 er fjölmennust til þessa... 58 manns takk fyrir.. en árið 2009 bættust mjög margir við klúbbinn sem mættu svo mjög vel árin á eftir og það sama virðist vera að gerast árið 2020 að fjölgun er veruleg í klúbbnum og mætingin með einstaklega góðu móti þrátt fyrir erfið veður. Aðdáunarvert að sjá að 35 manns mæta í enn eitt rokið á þriðjudagskvöldi og njóta vel !

Það verður erfitt að spá um hvað gerist þegar kófið er búið, lífið flækist og menn verða uppteknari í öðru, en það þarf ekkert að vera að það hafi áhrif þar sem árgangur 2009 var mjög öflugur árum saman þó veður og gönguleiðir væru oft krefjandi og sem dæmi voru rúmlega 20 manns búnir að staðfesta þátttöku á "Laugaveginn á einum degi" árið 2013 sem svo varð að aflýsa vegna veðurs... þar voru meðal voru Gunnar Viðar og Lilja Sesselja skráð... sem mættu svo árið 2020 og létu loksins þennan gamla draum rætast... talandi um staðfestu árum saman takk fyrir ! :-)
 

 

 

Hafrahlíð og Reykjaborg
í enn einu rokinu... en frískandi útiveru... og mjög gefandi samveru

Þriðja þriðjudaginn í röð... þann 26. jánúar...  gengum við enn og aftur í hávaðaroki á fjall
en náðum þó að halda áætlun og fara allan hringinn um Hafrahlíð, Lala og Reykjaborg í þurru og frosnu færi...

Tiltölulega lygnt í bænum... eins og svo sem alla þessa rokkenndu daga í janúar... en um leið og maður er kominn út úr borginni og smávegis upp í fjöllin... tekur vindurinn við... og hann er ekki lengi að auka við sig um leið og ofar er komið í fjöllin eða fellin...

Við gengum á Hafrahlíðina og svo um Lala í áttina að Reykjaborg sem sést hér í rökkrinu... tunglið með í för... og fallegt skyggni til að byrja með... en svo tók myrkrið við... ótrúlega gefandi samvera og mikið spjallað þó erfitt væri í rokinu... og vá hvað það var gaman að sjá framan í alla í byrjun göngunnar...

Mögnuð mæting eða alls 36 manns... sem er ansi aðdáunarvert í ljósi þess að rokið var á fyrirsjáanlegt þetta kvöld...

Mættir voru 36 manns:
Arna Harðar, Arnór, Bára, Beta, Björgólfur, Elísa, Gerður Jens., Gunnar Már, Inga Guðrún, Jóhann Ísfeld, Jórunn Ósk, Kolbeinn, Kristín H., Laufey, Linda, Margrét Birgis., Magga Páls., Oddný, Ólafur Vignir, Ragnheiður, Rakel, Sandra, Sigga Lár., Siggi, Sigríður Lísabet, Silja, Silla, Stefán Bragi, Steinunn Sn., Valla, Þorleifur, Þórey, Þórkatla og Örn.

Þar af voru Arnór og Krisín að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum en Arnór er bróðir Steinunnar Snorra Toppfara til marga ára...

Hundar kvöldsins voru margir: Batman, Nói, Snót og Skuggi
og voru Nói og Snót að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum og virtust falla vel í kramið hjá hinum hundunum :-)

Guðmundur Jón og Katrín Kjartans heilsuðu upp á hópinn í byrjun göngunnar en þá voru þau að enda sína göngu í dagsbirtu og gátu gefið okkur smá skýrslu... það voru svellbunkar á uppleiðinni á stígnum í gegnum skóginn og hávaðarok uppi sem reyndist aldeilis vera rétt... flott hjá þeim að taka sína æfingu eins og hópurinn og ná að hitta okkur :-)

Alls 4,9 km á 1:28 klst. upp í 316 m hæð með alls 359 m hækkun úr 81 m upphafshæð.

Fyrsta hluti Íslandsgöngunnar okkar þvert yfir landið á laugardaginn ef veður leyfir...
frá Reykjanesvita í Leirdal um 31 - 33 km langa leið... það verður eitthvað !
 

 

Fokið ofan af
Arnarhamri og Smáþúfum

Ennþá ríkti mikið rok á landinu þriðjudaginn 19. janúar... og það runnu á okkur tvær grímur þegar við keyrðum í gegnum Kjalarnesið á leið inn að mynni Blikdals... en þar var mun skárra veður og við börðum í okkur kjark til að fara í hressilega göngu upp vestari fjallsásinn sem varðar Blikdal hinn djúpa í vestanverðri Esjunni...

Aðdáunarvert margir mættir þrátt fyrir erfitt veður... það er magnaður kraftur í hópnum núna !
... alls 31 manns... en allavega tvö sneru við frá fjallsrótum og tóku skjólsælli göngu nær borginni...

Mættir voru 30 manns:
Bára, Beta, Bjarni, Elísa, Gerður Jens., Gylfi, Jóhanna Diðriks., Jórunn Ósk, Kolbeinn, Kristján, Linda, Margrét Birgis., Marta, Oddný, Ólafur Vignir, Ragnheiður, Rakel, Sandra, Sigga Lár., Siggi, Sigríður Lísabet, Sigurjón, Silja, Silla, Sjöfn, Stefán Bragi, Svandís, Sævar, Vilhjálmur, Þórey og Örn

Þetta byrjaði vel... og var nokkuð skaplegt til að byrja með... en svo versnaði vindurinn þegar á leið og var komið hávaðarok þegar komið var upp á ásinn sjálfan... við lömdumst áfram rúman kílómetra en þá tóku menn að snúa við einn eða tveir í einu og endaði með að sjö voru búnir að snúa við þegar hópurinn bar saman bækur sínar undir Arnarhamri og ákvað að láta þar við sitja og snúa við... rokið þá lemjandi svoleiðis á hópnum að allt fauk sem missti taks... einhverjir í vandræðum með búnaðinn sinn... búnir að missa húfuna eða vettlinginn út í buskann... og sumir sátu af sér vindinn til að halda jafnvægi...

Vel gekk að snúa til baka og fórum við rösklega niður...
en það kom á óvart hversu langt við samt náðum... eða rúmlega hálfa leið upp...

Alls 4,4 km á 1:12 klst. upp í 413 m hæð með alls 449 m hækkun úr 49 m upphafshæð.

... og áfram hélt rokið þriðja þriðjudaginn í röð í vikunni á eftir...
 

 

Valahnúkar
í síðustu hópaskipingunni í bili
... í mun betra veðri en áhorfðist...

Loksins var hertum samkomutakmörkunum létt af okkur miðvikudaginn 13. janúar...
en kvöldið áður gengum við á Valahnúka og hópaskiptum okkur í síðasta sinn í bili...
þrír x 10 manna hópar og bókstaflega allir mættu sem höfðu meldað sig þetta kvöld...

Hávaðarok var þennan dag... og þeir sem fóru fyrr um daginn til að ná dagsbirtunni
lentu í verra veðri en hópurinn eftir að myrkrið skall... en við náðum samt að ganga alla leiðina til enda á Valahnúkunum
með smá sniðgöngu framhjá versta klöngurkaflanum sem er ansi tafsamur og ekki æskilegur í myrkri og vetrarfæri með stóran hóp...

Vinkonurnar og Toppfararnir til margra árar... Súsanna og Svala fóru á eigin vegum fyrr um daginn og mættu hópnum
en þær hafa verið mjög duglegar að ganga í vetur og Svala koma aftur inn í klúbbinn um daginn
en þær hafa farið í ótal margar göngur með okkur og alls kyns svaðilfarir í gegnum tíðina :-)

Mættir voru 30 manns:

Arna H., Beta, Björgólfur, Elísabet Stefáns., Fanney, Gerður Jens., Haukur, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Diðriks., Jón Steingríms., Jórunn Ósk, Kristján, Laufey, Margrét Birgis., Marta, Njáll, Oddný, Ólafur Vignir, Ragnheiður, Rakel, Sandra, Sigurjón, Silla, Sjöfn, Starri, Steinunn Sn., Svandís, Tinna, Valla, Vilhjálmur og Örn en Bára var lasin heima og hundar kvöldsins voru Batman, Bónó, Moli og Skuggi. 

Súsanna og Svala og svo Guðmundur Jón og Katrín fóru á undan svipaða leið sem er frábært að gera
ef menn vilja dagsbirtuna eða vilja halda sig til hlés á kóftímum :-)

Alls 6,7 km á 2:14 klst. upp í 215 m hæð með alls 329 m hækkun úr 90 m upphafshæð.

Engin hópaskipting í næstu viku... vá hvað það verður vel þegið !
 

 

Nýársæfingin árið 2021
Rauðuhnúkar í Bláfjöllum
í logni og snjó

Fyrsta þriðjudaginn árið 2021... þann 5. janúar... var enn eitt lognið á ferðinni... og fullskipað var í þrjá 10 manna hópa á æfingu þar  sem því miður ekki allir komust í göngu sem vildu... en þeir hafa þá forgang á næstu æfingu á Valahnúka þriðjudaginn 12. janúar...

Þetta var hörkuæfing upp og niður endalausar brekkur með heilmiklu klöngri í klettum allan tímann út eftir hnúkunum rauðu til enda...

Birtu stafaði frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum og stöðug umferð var upp og niður Bláfjallaafleggjarann framhjá hnúkunum... líklega gönguskíðamenn eingöngu þar á ferð þar sem skíðalyfturnar eru ekki opnar ennþá vegna samkomutakmarkana C19... en það rætist úr því eftir viku þann 13. janúar... og þá rýmkast líka um fjöldatakmarkanir úr 10 manns í 20 manns... Jei !!!

Drottningin sem rís við Stóra Kóngsfell baðaði sig í birtunni frá Bláfjöllunum og skreytti kvöldið mjög fallega...

Spáð var frekar leiðinlegu veðri framan dagana fyrir þetta kvöld... og kvenþjálfarinn var sérlega áhyggjufullur þar sem reynslan er búin að kenna okkur að í erfiðum veðrum er þetta svæði mjög slæmt... en þegar að þriðjudeginum kom þá batnaði veðurspáin mikið... og úrkomubeltið átti ekki að koma yfir svæðið fyrr en um áttaleytið... og það rættist nánast upp á mínútu... því þegar við komum í bílana og keyrðum heim á leið... dundi snjókoman á bílunum... eftir úrkomulausa göngu þar sem dulúðug ísþoka var það eina sem lagðist yfir svæðið... reyndar svo þykk á tímabili að hún tók birtuna frá Bláfjallasvæðinu alveg af okkur...

Margir mættir sem lítið hafa komið í vetur og var kærkomið að hitta þessa félaga aftur...

Ísþokan mætt hér og gaf sérstaka birtu sem bætti enn meiri töfrum við kvöldið...

Höfuðljósin eru orðin mjög sterk og lýsa margfalt meira en þau sem við vorum með fyrstu ár Toppfara... þökk sé ekki síst Gylfa sem útvegað hefur okkur höfuðljós sem eru í miklum gæðum...

Þetta var krefjandi klöngur sem var óskaplega hollt og gott... en samt sniðgekk Örn verstu brekkuna... sem var ágætt þar sem myrkrið og hópaskiptingin hentaði ekki fyrir það klöngur...

Við töldum alls 10 brekkur... en hnúkarnir eru í raun fimm stórirog ólíkir hver og einn...

Millihópurinn... Haukur, Linda, Margrét B., Magga Páls., María Björg, Rakel, Sigrún Bj., Siggi, Silla, Þorleifur.

Hópur eitt: Elísa, Guðný Ester, Gylfi, Inga Guðrún, Jóhann Ísfeld, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Ragnheiður, Steinunn Sn. og Örn.

Hópur tvö: Anna Sigga, Bára, Bjarni, Georg, Gerður Jens., Sigríður Lísabet, Silja, Sævar og Þórey og þórkatla.

Í bakaleiðinni var gengið meðfram hnúkunum sunnan megin sem er skemmtilegri leið en norðan megin þar sem maður er í friði frá veginum og umferðinni þar...

Smá gjörningur hér í gangi... hóparnir að lýsa með höfuðljósunum upp í bergið á Rauðuhnúkum...
sem segir allt um hvers lags ljós menn eru með !

Við strunsuðum rösklega í bílana... það er góð leið til að bæta formið að ganga hratt til baka... en það er líka góð leið að ná sér í heilun og frið með því að ganga rólega og njóta... menn gerðu bæði eftir smekk... en héldu sig hver og einn innan síns hóps samviskusamlega eins og menn hefðu ekki gert annað árum saman... og náðu sér í gefandi samræðum sem er ekki síst það sem þessar fjallgöngur gefa okkur... samveru í hæsta gæðaflokki... með fólki úr öllum áttum... öllum atvinnugreinum... með alls kyns viðhorf og sjónarhorn sem er sérstaklega mikilvægt að þróa með sér þessa dagana að skoða alltaf vel en ekki bara vera í sínum beljandi bergmálshelli með skoðanabræðrum sínum úr sama geira í samfélaginu...

Takk allir fyrir að gera þetta sérlega vel... kvenþjálfarinn ætlar að róa sig og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af þessari hópaskiptingu og C19... við getum þetta vel og það er allt að ganga vel núna... mjög fá smit eftir jólin sem kemur er langtum framar vonum... vonandi verðum við ekki aftur í sömu stöðu og eins og gæinn í áramótaskaupinu sem vaknaði og sofnaði með sífellt slæmar eða góðar smittölur í fréttunum eins og jójó... eins og árið 2020 var svolítið... æj, þetta skaup var svo gott... mikið verður þetta fyndinn tími þegar þetta er búið... þó hann hafi líka verið sorglegur og erfiður...

Alls 5,0 km á 2:06 - 2:18 klst. upp í 459 m hæð með alls 290 m hækkun úr 397 m upphafshæð.

Mögnuð byrjun á árinu 2021... megi það vera allavega jafn flott og árið 2020...
þá eigum við sannarlega von á geggjuðu fjallaári !

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: baraket(hjá)simnet.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir