top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter
20250308_135127.jpg

Næsta æfing er þriðjudaginn 1. apríl:
kl. 17:00 á slaginu frá Össuri, Grjóthálsi 5:

Glúfurdalur Esju 

um Búahamra, Þverfell, Langahrygg og Stein

Höfuðljós og keðjubroddar alltaf með á veturna
og vararafhlöður í bakpokann​

Gangan:

Um 7 km á um 2,5 - 3 klst. upp í 600 m hæð með um 660 m hækkun upp grýtta, snarpa brekkuna á Búa og svo grýtta leið baksviðsmegin á Þverfell. Langihryggur genginn upp að Steini og þaðan er svo farið niður í Gljúfurdal að Grundará og dalsbotninn þræddur niður eftir þar til farið er aftur um snarpar og grýttar brekkurnar á Búa til baka niður í bílana. 

Aksturinn:

Ekið í samfloti í um 20 mín frá Grjóthálsi að Esjubergi við fjallsrætur Esjunnar að vestan (leiðin á Kerhólakamb). Beygja þarf til hægri á hringtorginu sem vísar á Esjuberg en í stað þess að fara að þeim bæ er keyrt svolítið til baka (í suður) um hliðarveginn þar til komið er að afleggjara á vinstri hönd sem vísar á Grundará og Kerhólakamb og sá afleggjari ekinn að fjallsrótum við ána. 

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði. Viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 0,5 - 1 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér.

​Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Tindferðir framundan 2025:

  1. Ennisfjall, Rjúpnaborgir, Hrói og Tindfell 5/4

  2. Sáta eða Hestur og Knarrarfjall tilraun fjögur 12/4 ?

  3. Skarðsheiðin endilöng 26/4

  4. Þverártindsegg með Asgard Beyond10/5

  5. Eiríksjökull 17/5

  6. Skjannarnípa, Raufarfell og Kaldaklifsárgljúfur 24/5

  7. Botnssúlurnar allar fimm 31/5

  8. Syðstu Jarlhettur 7/6

  9. Prestahnúkur 14/6

  10. Fossar Þjórsár frá Búðarhálsi að Hvanngiljahöll 17/6

  11. Strútsstígur 24. - 27. júní

  12. Monte Rosa með Asgard Beyond 1.- 7. júlí

  13. Matterhorn með Asgard Beyond 7. - 10. júlí

  14. Lónsöræfi með Ásu og Jóni Braga 24. - 27. júlí 

  15. Kambur í Jökulgili 9/8

  16. Kerlingarfjöll 17/8

  17. Hvanngiljahöll í Álftavatn 30/7

  18. Smáfjöll og Smáfjallarani 6/9

  19. Álftavatn að Kistuöldu 20/9

  20. Austari Helgrindur á Kamb og Tröllin 27/9

  21. Kistualda í Nýjadal Sprengisandi 11/10

  22. Herbjarnarfell við Landmannahelli 18/10

  23. Laufafell við Markarfljót 1/11

  24. Kothrauns-, Grá-, Rauða- og Smáahraunskúla 8/11

  25. Baula í desember 13/12

  26. Skarðsfjall Suðurlandi 28/12

Tindferðir að baki 2025:

  1. Kringum Kattartjarnir um Dalafell, Dalaskarðshnúk, Kyllisfell, Ölkelduhnúksgil og Reykjadal 8/2

  2. Melfell og Hafurshofn í Hekluhrauni 22/2

  3. Hafnarfjallsöxl syðri á Gildalshnúk, Suðurhnúk og Vesturhnúk 8/3

  4. Botnaskyrtunna úr Álftafirði 22/3

  5. Sólheimajökull með Asgard Beyond 29/3

Frestað eða aflýst 2025:

  1. ​Hestur og Knarrarfjalli frestað í jan - mars v/veðurs

  2. Sáta Snæfellsnesi frestað í jan - mars v/veðurs

  3. Hekla frá Næfurholti frestað v/veðurs/þjálfunar 22/3 

20210921_183642.jpg

Hvaða tíma áttu ?

​Ásfjall í janúar
Mosfell í febrúar

Reykjaborg í mars

Helgafell í Hf í apríl

Esjan í maí

Háihnúkur í júní

Móskarðahnúkar í júlí
Vífilsfell í ágúst

Helgafell í Mosó í september

Stórhöfði við Hvaleyrarvatn í október

Búrfellsgjá í nóvember

Úlfarsfell í desember

Jebb... þetta er hin áskorunin á árinu 2025...

Mælum tímann upp og niður og alls og skráum hann niður... 

Til að bæta þolið...

Taka púlsinn á forminu okkar milli mánaða eða ára...

Gerum þetta á hverju ári...

Til að sjá hver staðan á fjallgönguforminu okkar er...

Þorum... að taka tímann... og bera okkur saman við aðra...

Það gefur okkur aðhald og hvatningu... 

en keppum fyrst og fremst við okkur sjálf... 

Taka má öll fjöllin tólf eða bara sum þeirra eins og hentar...

... þess vegna bara Úlfarsfell, Esjuna eða Helgafell nokkrum sinnum yfir árið...

... og það má fara á hvaða fjall sem er í hvaða mánuði sem er...

... þessi listi er til viðmiðunar og hvatningar fyrir hvern mánuð í senn...

Þorum... æfum... svitnum... mælum... skráum... bætum okkur... !

20231007_163250.jpg
20240210_162429.jpg

Baula

Janúar: 2008 

Febrúar: 2024

Mars: 2017 

Apríl:

Maí: 2009 

Júní: 2012 og 2020 

Júlí: 2023 

Ágúst:

September:

Október:

Nóvember:

Desember:

hekla_080907.jpg

Janúar:

Febrúar:

Mars:

Apríl: 2011 og 2014 

Maí:

Júní:

Júlí:

Ágúst: 2009 og 2023 

September: 2007 og 2017 

Október: 2011 

Nóvember: 2024 

Desember:

Hekla

Söfnum öllum tólf mánuðum ársins á okkar uppáhaldsfjöllum... 

20210911_150604.jpg

Helgrindur

Janúar: 

Febrúar: 2009 

Mars: 

Apríl:

Maí:

Júní:

Júlí:

Ágúst: 2011 

September: 2021 

Október: 2024

Nóvember:

Desember:

heidarhorn_skardsh_250221.jpg

Janúar:

Febrúar: 2021 

Mars:

Apríl:

Maí: 2009 

Júní: 2011 og 2013 

Júlí:

Ágúst:

September:

Október:

Nóvember: 2007 

Desember:

Heiðarhorn

#ÞvertyfirÍsland

Frá Reykjanesvita

að Fonti á Langanesi

 

Alls komnir 315 km...

á 4 dögum og 9:14 klst...

með 11.151 m hækkun...

 

upp í 804 m hæð hæst og 113 m lægst...


í 14 mjög ólíkum göngum...

 

Við lentum við Búðarhálsvirkjun þann 5. október 2024... og stefnum næst um fossa Þjórsár í júní 2025 og alla leið í Nýjadal í lok árs 2025...

thvert_yfir_island_14_051024.jpg
20241005_110004.jpg
20240708_162305.jpg

Ofurgöngurnar...

Næsta ofurganga verður Strútsstígur 45 km
í lok júní 2025...

 

Æfum allt árið...

og njótum þess að fara 3ja daga gönguleiðir
á einni töfranóttu... í gleði og hlátri... staðfestu og elju... og látum engan segja okkur að við getum þetta ekki... 
komdu frekar með...

t222_ymir_080521 (89).jpg

F j a l l a s a f n i ð   o k k a r
 Á   B     D     F   G   H   I   Í   J   K   L   M     O  Ó    R   S   T   U   Ú   V   Y   Ý   Þ   Æ   Ö

... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:

Botnssúlurnar   Esjan   Fjallabakið   Hafnarfjallið   Jarlhetturnar   Langjökulsfjöllin   Laugavegsfjöllin   Reykjanesið   Skaftárfjöllin   Skarðsheiðin   Snæfellsnesið   Sveifluhálsinn   Vatnajökull   Þingvallafjöllin   Þórsmörk

Utanlandsferðir Toppfara

200aef_raudh_111011 (4).jpg

#Vinafjalliðmitt

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju flæða yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið... að heimsækja vin sinn... 

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring... og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið...

#Vinafjalliðmitt

#vinafjalliðmittx52

Úlfarsfell

2019:
Kolbeinn 160 ferðir.

2021:
Bára 100 ferðir.

Fanney 52 ferðir.

Gerður Jens 52 ferðir.

Gréta 53 ferðir.

Halldóra Þ. 53 ferðir.

Katrín Kj. 76 ferðir.

Kolbeinn 100 ferðir.

Linda 63 ferðir.

Ragnheiður 55 ferðir.

Siggi 60 ferðir.

Þórkatla 58 ferðir. 

2022:

Katrín Kj 52 ferðir.
Kolbeinn 160 ferðir.
Ragnheiður 121 ferð.

Þórkatla 59 ferðir.

 

2023: 

Bára 53 ferðir

Katrín Kj 54 ferðir

Linda 63 ferðir

Sjöfn Kr 66 ferðir

2024:

Aníta 110 ferðir

Bára 60 ferðir

Halldóra Þ. 55 ferðir

Inga 57 ferðir

Kolbeinn 62 ferðir

Sjöfn Kr. 120 ferðir

Helgafell Hf

2020:
Sigríður Lísabet 57 ferðir.

2021:
Sigríður Lísabet 54 ferðir.

Stefán Bragi 52 ferðir.

2022:

Njóla 83 ferðir.
Sigríður Lísabet 56 ferðir.

Sjöfn Kr. 62 ferðir.

2023:

Njóla 66 ferðir

Sigríður Lísabet 52 ferðir

Esjan

2021:

Beta 52 ferðir.

Jaana 56 ferðir.

 

Móskarðahnúkar

2022:

Jaana 90 ferðir. 

Háihnúkur Akrafjalli

2014:
Ingi: 55 ferðir 

20210828_135645.jpg

Riddari fjallanna í peysu fer
saman þeir geysa eins og her

Toppfarar þeir heita alla ver

að nýjum leiðum leita ber

Vöndum okkur... 

Við viljum eindregið halda því góða orðspori
sem þessi fjallgönguklúbbur hefur skapað sér varðandi góða umgengni:

 

  • Skiljum við allar slóðir sem við förum um án verksummerkja eins og hægt er.
     

  • Göngum vel um sjaldfarna bílslóða í akstri og á malarstæðum.
     

  • Ef bílarnir skilja eftir verksummerki á stæðum eða vegum, t. d. þegar þeir festast í aurbleytu og spóla upp jarðveginum, þá lögum við það eftir á og skiljum ekki eftir ný hjólför.
     

  • Skiljum aldrei eftir rusl þar sem við förum um, hvorki á bílastæðum né á göngu.
     

  • Venjum okkur á að vera alltaf með ruslapoka í vasa eða bakpokanum og tína upp það sem við sjáum, þó við eigum ekkert í ruslinu... til að fegra umhverfið... margar hendur vinna létt verk... og allir njóta góðs af hreinu landi.
     

  • Bananahýðin og annar lífrænn úrgangur verður líklega alltaf umdeilanlegt „rusl“ – þeir sem vilja skilja það eftir, komi því fyrir undir steini eða langt frá gönguslóðanum (ef þeir vita til að fuglar eða önnur dýr nýti úrganginn), en ekki skilja úrganginn eftir á berangri við gönguslóðann, því þegar þetta eru orðin nokkur bananahýði á nokkrum vinsælum gönguslóðum frá nokkrum gönguhópum nokkrum sinnum á ári, þá fer lífræni ljóminn af öllu saman.
     

  • Göngum mjúklega um mosann og annan gróður, veltum ekki hugsunarlaust upp heilu mosabreiðunum og gróðurlendunum með skónum eða stöfunum, heldur göngum mjúklega yfir eða sneiðum framhjá eins og hægt er og verum meðvituð um hvað situr eftir okkur sem gönguhópur.
     

  • Það er hagur okkar allra að geta farið um óbyggðirnar að ganga án þess að finna fyrir því að stórir hópar hafi gengið þar um áður. Það felast forréttindi og verðmæti í óspjölluðu umhverfi :-) Áfram við og óbyggðirnar okkar. 

20220827_135215.jpg

Nýjustu ferðasögurnar hér:

t142_dyrhamar_060517 (269).jpg
bottom of page