Dagskrá Toppfara árið 2025
Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, færðar og svigrúms þjálfara.
Dagskráin er sífellt í þróun og breytist með veðri og vindum, betri hugmyndum og óskum.
Þriðjudagsæfingar falla ekki niður nema vegna óviðráðanlegra orsaka
og helst ekki vegna veðurs nema í lengstu lög við tilmæli Almannavarna
og þá tilkynnt samdægurs á fb-síðu hópsins.
Brottför er alla þriðjudaga kl. 17:00 frá Össuri, Grjóthálsi 5 eða frá Ásvallalaug í Hf
eftir því hvar æfingafjallið er staðsett, þar sem við sameinumst í bíla,
NEMA þegar fjöllin eru innan borgarmarka, þá er hist við fjallsrætur kl. 17:30.
Janúar
Þri 7. jan: Litli Meitill í Þrengslum
Laug 11. jan: Hestur og Knarrarfjall #Snæfellsnesfjöllin
Þri 14. jan: Helgafell í Mosó
Laug 18. jan: Sjö tindar í Mosó
Þri 21. jan: Valahnúkar
Þri 28. jan: Þverfell og Langihryggur Esju
Febrúar
Laug 1. feb: Melfell og Hafurshorn við Heklu
Þri 4. feb: Geirmundartindur Akrafjalli
Þri 11. feb: Stóra Reykjafell eða höfðarnir við Kleifarvatn
Þri 18. feb: Brodda- ísaxar og sprungubjörgunarnámskeið með Asgard Beyond
Laug 22. feb: Hafnarfjallsöxl syðri og nyrðri baksviðsmegin á Vesturhnúk
Þri 26. feb: Meðalfell við Meðalfellsvatn
Mars
Laug 1. mars: Botnaskyrtunna úr Álftafirði #Snæfellsnesfjöllin
Þri 4. mars: Búrfell og Hulduhóll frá Hafravatni
Þri 11. mars: Skarðsmýrarfjall Hengli
Þri 18. mars: Miðfellsmúli í Hvalfirði
Laug 22. mars: Hekla frá Næfurholti - ef snjóalög leyfa
Þri 25. mars: Gígarnir bak við Stóra Kóngsfell
Apríl
Laug 5. apríl: Ennisfjall, Rjúpnaborgir, Hrói og Tindfell frá Ólafsvík #Snæfellsnesfjöllin
Þri 1. apríl: Bláfjallahnúkar
Þri 8. aprí: Þyrilsnes Hvalfirði
Þri 15. aprí: Skálafell á Hellisheiði
Þri 22. apríl: Latur frá upphafi til enda um Latsfjall, tögl og hagldir :-)
Laug 26. apríl: Skarðsheiðin endilöng
Þri 29. apríl: Rauðihnúkur við Skarðsheiði
Maí
Laug 3. maí: Eiríksjökull
Þri 6. maí: Nyrðri og Syðri Eldborg í Lambafellshrauni
Laug 10. maí: Þverártindsegg með Asgard Beyond
Þri 13. maí: Bolaklettur Borgarfirði
Laug 17. maí: Skjannanípa, Raufarfell og Kaldaklifsárgljúfur undir Eyjafjallajökli #Eyjafjöllin
Þri 20. maí: Svartagjá og Glymur
Laug 24. maí: Botnssúlurnar allar fimm
Þri 27. maí: Ölfusvatnsfjöll, Lambhagi, Gildruklettar og Einbúi Þingvallavatni
Júní
Þri 3. júní: Hattur, Hetta og Hverafjall Reykjanesi
Laug 7. júní: Syðstu Jarlhettur að Stóru Jarlhettu og um jökulinn og Hagavatn til baka
Þri 10. júní: Seltindur í Eyjadal Esju
Laug 14. júní: Prestahnúkur í Kaldadal
Þri 17. júní: Fossar Þjórsár frá Búðarhálsi að Hvanngiljahöll - legg 15 #ÞvertyfirÍsland
Þri 24. - fös 27. júní: Strútsstígur Ofurganga 44 km á einni nóttu með rútu - hámark 14 manns NB
(ath ofurgangan gæti flust yfir á helgina 27.-29/6, sjáum betur í janúar).
Júlí
Þri 1. júlí - þri 8. júlí: Monte Rosa frá Zermatt með Asgard Beyond - hámark 8 manns
Þri 8. - fim 10. júlí: Matterhorn frá Zermatt með Asgard Beyond - hámark 4 manns
Þri 1. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Þri 8. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Þri 15. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Þri 22. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Fim 24. - sun 27. júlí: Lónsöræfi með Jóni Braga og Ásu
Þri 29. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Ágúst
Þri 5. ágúst: Laufskörð og Móskarðahnúkar endilangir
Laug 9. ágúst: Kambur í Jökulgili frá Landmannalaugum #FjöllinaðFjallabaki
Þri 12. ágúst: Nesjaskyggnir Nesjavöllum
Laug 16. ágúst: Kerlingarfjöll á Fannborg, Vesturgnýpu, Snækollur, Snót og Loðmund.
Þri 19. ágúst: Geilin í Hafnarfjalli á Klausturstunguhól, Katlaþúfu, Þverhnúk og Þverfell
Þri 26. ágúst: Mófell og Ok norðan í Skarðsheiði
Laug 30. ágúst: Hvanngiljahöll í Álftavatn legg 16 #ÞvertyfirÍsland
September
Þri 2. sept: Hátindur og Jórutindur Þingvöllum
Laug 6. sept: Smáfjöll og Smáfjallarani við upptök Innri Emstruár. #Laugavegsfjöllin
Þri 9. sept: Nyrðri og Syðri Eldborg austan Meitla
Þri 16. sept: Ólafsskarðshnúkar Við Bláfjöll
Laug 20. sept: Álftavatn að Kistuöldu legg 17 #ÞvertyfirÍsland
Þri 23. sept: Mávahlíðar og Mávahlíðarhnúkur Reykjanesi
Laug 27. september: Austari Helgrindur á Kamb, Rauða gíginn og Tröllaafjölskylduna #Snæfellsnesfjöllin
Þri 30. sept: Vífilsfell öðruvísi
Október
Þri 7. okt: Litla Sandfell við Jórugil Þingvöllum
Laug 11. okt: Kistualda í Nýjadal legg 18 #ÞvertyfirÍsland
Þri 14. okt: Rauðuhnúkar við Bláfjöll
Laug 18. okt: Herbjarnarfell við Landmannahelli #FjöllinaðFjallabaki
Þri 21. okt: Torfdalshryggur og Þverfell kringum Bjarnarvatn og Borgarvatn
Þri 28. okt: Undirhlíðarhorn nyrðra og syðra frá Kaldárseli
Nóvember
Laug 1. nóv: Laufafell við Markarfljót #FjöllinaðFjallabaki
Þri 4. nóv: Melahnúkur og Hnefi í Lokufjalli
Laug 8. nóv: Kothraunskúla, Gráakúla, Rauðakúla og Smáahraunskúla #Snæfellsnesfjöllin
Þri 11. nóv: Hafrahlíð og Reykjaborg
Þri 18. nóv: Mosfell
Þri 25. nóv: Aðventuganga á Háihnúk Akrafjalli
Desember
Þri 2. des: Æsustaðafjall og Reykjafell
Þri 9. des: Helgafell í Hafnarfirði
Laug 13. des: Baula í desember
Þri 16. des: Jólaganga á Úlfarsfell
Þri 23. des: Jólafrí
Sun 28. des: Skarðsfjall Suðurlandi
Þri 30. des: Lágafell og Lágafellshamrar frá Lágafellskirkju
Gamlársdagur 31. des: Úlfarsfell a la Kolbeinn og Siggi með stjörnuljósum og freyðivíni !
Aukaferðir ef veður og áhugi leyfir:
-
Búlandstindur
-
Geirhnúkur
-
Hvalfell kringum Hvalvatn
-
Kristínartindar
-
Ljósufjöll
-
Lómagnúpur
-
Mælifellshnúkur Skagafirði
-
Smjörhnúkur og Tröllakirkja í Hítardal
-
Stóra Björnsfell
-
Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjall
-
O.m.fl. - komi með óskir !
Áskorun ársins 2024 krossþjálfun x4 íþróttir á viku (kross) eða:
Ástundum fjórar mismunandi hreyfingar í hverri viku (eða fleiri)
með því að ganga á fjöll og t.d. skokka, synda, ganga, hjóla, skíða, dansa, lyfta, fara í jóga, zumba... o.s.frv...
og temjum okkur þannig fjölbreytta hreyfingu allt árið um kring með því að festa í sessi ástundun allra fjögurra í hverri viku.
Áskorunin felst í að ná öllum fjórum hreyfingunum/íþróttunum í hverri viku
og ef manni er það tamt nú þegar, þá bætum við fimmtu, sjöttu eða sjöundi hreyfingunni við til að þetta verði okkur áskorun
... en það er meira en það... segja það að ná fjórum mismunandi íþróttum í hverri viku allt árið um kring...
Í þessari krossþjálfun... nú eða ef okkur hugnast ekki að vera með í henni... þá skulum við halda áfam að fara...
*hálftíma á dag alls í hreyfingu alla daga ársins
*á vinafjallið x52 eða oftar á árinu
...af því heilsan... ekki síður sú andlega en líkamlega...
nýtur góðs af reglulegri hreyfingu... aga í ástundun og metnaði í útfærslu...
Hin áskorun ársins 2025 er "njótum þess að þjóta á 12 æfingafjöll"
... þar sem við æfum þolið á æfingafjöllunum tólf
með því að fara eins rösklega og við mögulega getum á eitt þeirra í hverjum mánuði
og skráum tímann upp - og niður - og alls...
og einsetjum okkur að gera þetta á hverju ári...
... okkur til aðhalds í gegnum árin og hvatningar til að halda okkur áfram í góðu formi
og ekki síður til að fá orku frá öðrum til að halda okkur við og bæta okkur...
Miðað er við ákveðið fjall í hverjum mánuði til að hvetja okkur og peppa
en taka má hvaða fjall sem er í hvaða mánuði sem er ef maður missir úr einhvern mánuð.
Fjall mánaðarins er til viðmiðunar og til að halda okkur við efnið allt árið og best að fylgja því eins og hægt er.
Gerum þetta á hverju ári og berum saman milli ára.
Frábær leið til að taka púlsinn á fjallgönguforminu sínu í gegnum árin og fá hvatningu til að halda sér við.
Fjöllin eru:
Ásfjall í janúar
Mosfell í febrúar
Reykjaborg í mars
Helgafell í Hf í apríl
Esjan í maí
Háihnúkur í júní
Móskarðahnúkar í júlí
Vífilsfell í ágúst
Helgafell í Mosó í september
Stórhöfði við Hvaleyrarvatn í október
Búrfellsgjá í nóvember
Úlfarsfell í desember
Ofurganga ársins 2025...
er Strútsstígur frá Hólaskjóli í Hvanngil þar sem við tökum 3ja daga gönguleið á einni nóttu
eins og í fyrri fjórum ofurgöngum (Laugavegurinn, Vatnaleiðin, Langisjór, Drangaskörð um Strandir)
og upplifum dagsbirtuna, sólsetrið, næturtöfrana og loks sólarupprásina
í einni lygilegri og ólýsanlegri upplifun...
og skálum í freyðivíni í morgunpartýi og viðrun eftir ævintýrið sem á sér engan líka !
Vatnajökulsferðin...
er á Þverártindsegg með Asgard Beyond í maí - sjá síðar staðfestingu á dagsetningu.
Gönguferðin erlendis...
er úr smiðju Asgard Beyond á Monte Rosa og Matterhorn í júlí
þar sem gengið verður á ellefu tinda yfir 4.000 m háa og fyrir lengra komna gengið á Matterhorn.
Sjá viðburð og vefsíðu og upplýsingar hjá Asgard Beyond
Bætum áfram við kyngimögnuðum fjöllum í safnið
#FjöllinaðFjallabaki #Laugavegsfjöllin #Snæfellsnesfjöllin #Eyjafjöllin
sem flest eru fáfarin og lítt þekkt en sérlega spennandi og fögur
#ÞvertyfirÍsland
Höldum áfram göngunni yfir landið og förum leggi þrjá leggi
meðfram Þjórsá og endum í Vonarskarði sem er lygileg von í eyðimörk hálendisins.
Göngum á 18 fjöll á 18 dögum á 18 ára afmælinu í maí.
#18fjöllá18dögum
... og förum á páskafjöllin fimm yfir páskana.
#páskafjöllin5
Prjónum áfram riddarapeysur og aukahluti riddarans... vettlinga, húfur, pils...
og bætum öðrum mynstrum við eins og okkur lystir...
til að auðga lífið, skapa, njóta fegurðar, læra hvort af öðru og bara hafa gaman :-)