top of page

Dagskrá Toppfara árið 2024


Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, færðar og svigrúms þjálfara.
Dagskráin er sífellt í þróun og breytist með veðri og vindum, betri hugmyndum og óskum.
Þriðjudagsæfingar falla ekki niður nema vegna óviðráðanlegra orsaka
og helst ekki vegna ve
ðurs nema í lengstu lög við tilmæli Almannavarna
og þá tilkynnt samdægurs á fb-síðu hópsins.

Brottför er alla þriðjudaga kl. 17:00 frá Össuri, Grjóthálsi 5

eða frá Ásvallalaug í Hf eftir því hvar æfingafjallið er staðsett, þar sem við sameinumst í bíla,
NEMA þegar fjöllin eru innan borgarmarka, þá er hist við fjallsrætur kl. 17:30 og ekki sameinast í bíla. 

Föstudagur og sunnudagur er til vara um helgar þegar ganga er á sett á laugardag

og ef illa viðrar nokkrar helgar í röð munum við grípa aðra virka daga og þeir komast sem komast hverju sinni.

( Dagskráin 2025 er hér ! )

Janúar

 

Þri 2. jan: Þyrill Hvalfirði - nýársæfing - lokið.

Laug 6. jan:  Kinnarhyrna, Axlarhyrna, Tunguhyrna og Knarrarfjall - nýársganga - lokið. #Snæfellsnesfjöllin  

Þri 9. jan: Úlfarsfell frá Sólbakka - lokið.

Laug 13. jan: Gljúfurdalur Esju á Laugargnípu,Kerhólakamb,Þverfellshorn,Langahrygg,Búa - lokið. #Esjudalirnir

Þri 16. jan: Helgafell í Hafnarfirði - lokið.

Sun 21. jan: Bláhnúkar og Vífilsfell aukaferð - lokið. 

Þri 23. jan: Nípa og Kollafjarðarárgljúfur ef bílfært en annars Geithóll - lokið. #Esjan

Þri 30. jan: Klúbbganga á Mosfell, þjálfarar í fríi - lokið.

Febrúar

Þri 6. feb: Helgfall í Mosó í stað Geirmundartinds Akrafjalli v/veðurs - lokið.

Laug 10. feb: Baula - lokið. 

Þri 13. feb: Selfjall og Sandfjall Lækjarbotnum - lokið.

Laug 17. feb: Leggur 10 Kóngsveg frá Bláskógabyggð að Úthlíð - frestað v/veðurs #ÞvertyfirÍsland

Þri 20. feb: Vatnshlíðarhorn Kleifarvatni - lokið

Laug 24. feb:Leggur 10 Kóngsveg frá Bláskógabyggð að Úthlíð - frestað v/veðurs #ÞvertyfirÍsland 

Þri 27. feb: Sandfell í Miðdal Esju - lokið. 

Mars

 

Laug 2. mars: Varadagur.

Þri 5. mars: Blákollur við Jósepsdal - lokið

Laug 9. mars: Leggur 11 Kóngsveg frá Úthlíð upp á Bjarnarfell í Brúarhlöð - lokið#ÞvertyfirÍsland

Þri 12. mars: Bæjarfell og Arnarfell Reykjanesi - lokið

Laug16. mars: Miðdalur Esju um Kerlingargil, Dýjadalshnúk, Tindstaðafjall, Kistufell og Þórnýjartind - lokið #Esjudalirnir

Þri 19. mars: (Drottning og Stóra Kóngsfell Bláfjöllum) breytt í Ásfjall v/veðurs - lokið

Laug 23. mars: Kálfstindar aukaferð á Þverfell, Kleif, Norðra og Flosatind - lokið.

Þri 26. mars: Drottning og Stóra Kóngsfell - lokið

Páskar fim 28. mars - mán 1. apríl: Eilífsdalur Esju eða  Tinhyrna og Þorgeirshyrna um Þorgeirsfell Snæfellsnesi - frestað v/dræmrar mætingar. #Snæfellsnesfjöllin #Esjudalirnir #MontBlanc
 

 

Apríl

 

Þri 2. apríl: Staki hnúkur og Stóri Meitill Þrengslum - lokið.

Fös 5. apríl: Eilífsdalur Esju á Þórnýjartind, Eilífstind, Hábungu, Skálatind og Nónbungu - lokið. #Esjudalirnir

Laug 6. apríl: Sólheimajökull; broddatækni og ísklifur með Asgard Beyond - lokið. #MontBlanc

Þri 9. apríl: Hjálmur um Katlagil í Grímmannsfelli - lokið.

Laug 13. apríl: Blikdalur Esju um Arnarhamar, Smáþúfur, Kambshorn, Kerhólakamb, Kistufell nyrðra, Tindstaðafjall, Dýjadalshnúk og Melahnúk - lokið. #Esjudalirnir

Þri 16. apríl: Miðfell og Dagmálafell Þingvöllum - lokið.

Laug 20. apríl: Bárðarkista, Hreggnasi, Miðfell, Blákolla og Heiðarkolla í Geldingafelli vestra og Svörtutindar við Snæfellsjökul - frestað v/veðurs. #Snæfellsnesfjöllin

Sun: Hvirfill í Lönguhlíðarfjalli og allir Bollarnir - aukaferð í stað Bárðarkistu - lokið.

Þri 23. apríl: Geithöfði, Gullbringa, Kleifarhöfði og Lambatangi við Kleifarvatn - lokið.

Fim 25. apríl sumardagurinn fyrsti:  Varadagur eða aukaferð. 

Laug 27. apríl: Eyjafjallajökull skerjaleið upp og niður Seljavelli með Asgard Beyond - lokið #MontBlanc

Þri 30. apríl:  Ketilstindur og Kleifartindur að Arnarvatni Reykjanesi - lokið.

 

Maí

Mið 1. maí: Heggstaðamúli, Hrossaköst, Klifsborg, Hróbjargastaðafjall,(Sóleyjartindur) og Hrútaborg - lokið. #Snæfellsnesfjöllin

Laug 4. maí: Flekkudalur Esju um Nónbungu, Skálartind, Paradísarhnúk, Eilífsklett, Hátind, Laufskörð, Seltind, Esjuhorn og Sandsfjall - frestað. #Esjudalirnir

Þri 7. maí: Búrfellsgjá í stað Húsatorfuhnúks ofl v/þjálfara - lokið. 

Fim 9. maí uppstigningardagur: Hafnarfjallið allir 9 tindarnir.    

Laug 11. maí: Bárðarkista, Þorgeirshyrna eða Flekkudalur Esju um Nónbungu, Skálartind, Paradísarhnúk, Eilífsklett, Hátind, Laufskörð, Seltind, Esjuhorn og Sandsfjall - frestað. #Esjudalirnir

Þri 14. maí: Sandfellsklofi, Hellutindar og Vigdísartindur Sveifluhálsi - lokið.

Laug 18. maí: Hornfellsnípa og Drangshlíðarfjall um Fimmvörðuhálsleið - lokið.

Þri 21. maí: Lönguhlíðarfjall, Mígandagróf og Fagradalsmúli - lokið.

Laug 25. maí: Skarðsheiðin endilöng sjö tinda þverunarleið - aflýst v/veðurs. #MontBlanc

Þri 28. maí: Laugarvatnsfjall - lokið.17 ára afmælisganga.

Júní

 

Laug 1. júní:  Tindfjöll við Langadal í Þórsmörk - frestað fram á sumarið. #Þórsmerkurfjöllin

þri 4. - þri 11. júní: Mont Blanc tindurinn 4.808 m - vikuferð í Chamonix með Asgard Beyond. #MontBlanc

Þri 4. júní: Vífilsfell með Sigga - klúbbganga, Toppfaraferð á Mont Blanc - lokið.

Þri 11. júní: Esjan upp að Steini - klúbbganga, Toppfaraferð á Mont Blanc - aflýst v/gosmengunar.

Þri 18. júní: Kjalarnesið með Birgi - klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi - lokið.

Þri 25. júní: Vörðuskeggi með Þorleifi - klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi - lokið.

Júlí

 

Þri 2. júlí: Stardalshnúkar með Ásu - klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi - lokið.

Laug 6. júlí: Háasúla með Erni - lokið.

Mán 8. - fös 12. júlí: Drangaskörð frá Dröngum í Norðurfjörð á einni nóttur - lokið. #Ofurganga

Þri 9. júlí: Helgafell í Hafnarfirði - klúbbganga - varð ekki - Toppfaraferð í Drangaskörðum um Strandir.

Þri 16. júlí: Stangarháls, Svartihryggur, Hvannárgil og Ölfusvatnsskyggnir Nesjavöllum - lokið

Fös 19. júlí: Kristínartindar frá Skaftafelli - fim til vara og hugsanlega laug/sun - aflýst v/dræmrar þátttöku.

Þri 23. - mið 24. júlí: Laugavegurinn á 2 dögum, gist í Hvanngili - lokið.

Þri 23. júlí: Ingólfsfjall frá Alviðru með Birgi - klúbbganga - aflýst v7veðurs - Toppfaraferð á Laugaveginum. 

Þri 30. júlí: Vífilsfell með Þorleifi - klúbbganga - lokið - þjálfarar í sumarfríi.

 

 

Ágúst

 

Þri 6. ágúst: Blákollur Hafnarfjalli - lokið

Laug 10. ágúst: Bleikagil og Tröllhöfði um Bláhnúk, Brennisteinsöldu og Vondugil frá Landmannalaugum - lokið. #FjöllinaðFjallabaki

Þri 13. ágúst: Tröllafoss, Þríhnúkar og Haukafjöll lokið.

Laug 17. ágúst: Varadagur eða aukaferð.

Þri 20. ágúst: Geitafell Þrengslum - lokið  

Sun 25. ágúst: Eyjadalur Esju - aflýst v/ónógrar þátttöku.

Þri 27. ágúst: Sköflungur við Nesjavelli - lokið.

Fös 30. ágúst: Leggur 13 um Laxárgljúfur, Brúarhlöð í Heiðarárdrög - lokið. #ÞvertyfirÍsland

September

Þri 3. sept: Stóra Eldborg og Geitahlíð Reykjanesi - lokið. 

Laug 6. sept: Miðsúla og Syðsta súla - aukaferð - lokið.

Þri 10. sept: Geitabak og Geithóll - lokið.

Laug 14. sept: Sauðleysur - lokið. #FjöllinaðFjallabaki 
Torfatindar, Torfahlaup, Bratthálskrókur, Brattháls kringum Álftavatn aflýst v/jeppaskorts. #Laugavegsfjöllin

Þri 17. sept: Skyrhlíðarhorn og Skyrhlíð Hvalfirði - lokið.

Laug 21. sept: Leggur 14 frá Heiðarárdrögum að Sultartanga - lokið. #ÞvertyfirÍsland

Þri 24. sept: Vífilsfell óhefðbundið - lokið.

Laug 28. sept: Hrafnabjörg, Tröllatindar og Þjófahnúkur - aflýst v/mætingar. 

Þverárdalur Esju um Gráhnúk, Móskarðahnúka, Laufskörð, Hátind og Þverárkotsháls - frestað. #Esjudalirnir

Október

 

Þri 1. okt: Gunnlaugsskarð Esju - lokið. 

Laug 5. okt: Sultartangi að Búðarhálsstöð við Þjórsá legg 14 - lokið. #ÞvertyfirÍsland.

Þri 8. okt: Marardalur í Hengli - lokið.

Laug 12. okt: Helgrindur - lokið#Snæfellsnesfjöllin 

Þri 15. okt: Leirvogsárgljúfur upp á Mosfell baksviðs - lokið.

Laug 19. okt: Þverárdalur Esju um Móskarðahnúka, Laufskörð og Hátind - lokið. #Esjudalirnir

Þri 22. okt: Lokufjall endilangt norðan megin yfir Hnefa og Sandhólana til baka - lokið. #Esjan 

Laug 26. okt: Laufafell - aflýst v/. #FjöllinaðFjallabaki 

Þri 29. okt:  Bæjarfell, Þverfell og Reykjaborg kringum Borgarvatn - lokið.

Nóvember

 

Laug 2. nóv: Hekla - breytt í fös 1. nóv v/veðurs - lokið.

Þri 5. nóv: Úlfarsfelll í stað Stóra Reykjafells v/veðurs - lokið. 

Laug 9. nóv: Grafardalur Esju um Kistufell, Hátind og Kattarhryggi - frestað v/veðurs+aflýst 16/11 v/áhuga.

Þri 12. nóv: Búrfellsgjá - lokið.

Þri 19. nóv: Smáþúfur í Blikdal

Laug 23. nóv: Grímsfjall, Kerlingartindar og Hafrafell. #Snæfellsnesfjöllin 

Þri 26. nóv: Háihnúkur Akrafjalli aðventuganga.

Desember:

 

Þri 3. des: Geldinganes hringleið, jólaljósaganga.

Laug 7. des: Kjölur og Dagmálafell um Krúnudal í Kjós.

Þri 10. des: Lágafell og Lágafellshamrar frá Lágafellskirkju.

Laug 14. des: Varadagur.

Þri 17. des: Úlfarsfell jólatrésganga, 3ja tinda leið frá skógræktinni.

Sun 29. des: Sáta á Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin 

Gamlársdagur 31. des: Úlfarsfell með stjörnuljós og freyðivín !

Áskorun ársins 2024...
er að hreyfa sig lágmark 30 mín á hverjum degi allt árið og stefna á 365 skipti
ef mögulegt er eða eins oft og maður getur. Mikilvægt er að láta það ekki stöðva sig né slá sig út af laginu ef maður nær ekki öllum dögum ársins, en það verður lúmskt gaman að reyna það !

Melda þarf inn samantekt fyrir hvern mánuð fyrir sig með skjáskoti af strava eða álíka forriti eða ljósmynd af listanum sínum sem má vera af excel eða einfaldlega handskrifaður,

þar sem við sjáum hvernig gengur hvert hjá öðru í lok hvers mánaðar. Mjög áhugavert verður að sjá hvernig hreyfingin er að dreifast og ekki síður munu þessar meldingar allra hvetja okkur áfram og gefa innblástur.

Þetta má vera hvaða hreyfing sem er, inni eða úti en hún þarf að vera samfelld í lágmark 30 mín

(ekki t.d. 3 x 10 mín yfir daginn né t.d. 25 mín + 10 mín seinna um daginn, heldur samfelldar 30 mín).

Hins vegar má þetta vera ólík hreyfing í samfellu þar sem alls er náð 30 mínútna hreyfingu.

  

Þá verður mjög áhugavert að sjá hversu mikið þetta er fjallgöngur, skokk, hjól, ganga, sund, lyftingar, zumba, skíði... og hvað við náðum að hreyfa okkur mikið alls í tíma, kílómetrum eða skiptum yfir árið.

Yfirleitt kemur manni á óvart hversu mikið þetta safnast upp í og eins gefar meldingar annarra manni orku og hvatningu til að halda sér við og vera með, ótrúlega gaman !

Hver og einn setur sér undirmarkmið í þessari áskorun ef hann vill, t. d. um heildarmagn (50 km í mánuði) eða ákveðin skipti í hverri hreyfingu (fjallganga 52svar á árinu) eða álíka, má vera hvernig undirmarkmið sem er og helst deila þeim frá byrjun, svo við fáum innblástur hvert frá öðru og eins til að gefa okkur aðhald, þannig að maður vilji frekar ná þessum undirmarkmiðum af því maður er búinn að leggja þau fram. 

Hin áskorun ársins 2024 er Esjan

kringum alla hennar átta dali í átta tindferðum og minni tindar hennar á fimm þriðjudagsæfingum
þar sem við náum öllum tindum Esjunnar í 13 eða hugsanlega fleiri ferðum.
Söfnum ljóðum um Esjuna í tengslum við þessar ferðir og setjum þau saman í ört vaxandi ljóðasafn klúbbsins... 

 

Ofurganga ársins 2024...

 er Strandirnar um Drangaskörð í Norðurfjörð um Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð á einum degi

þar sem við höldum áfram að fara leið á tæpum sólarhring, sem yfirleitt er gengin í 3 daga með allt á bakinu, þar sem lagt er af stað um miðjan dag, gengið yfir nóttina í sólarlagi, yfir miðnæturhúmið og inn í sólarupprásina sem er ólýsanleg upplifun og endað að morgni eða undir hádegi

eftir um 50 km á 16 - 20 klst.

Fyrri ofurgöngur um Laugaveg, Vatnaleið og kringum Langasjó voru allar stórkostleg og einstök upplifun
og því höldum við þessu áfram einu sinni á hve
rju sumri. 
#Ofurganga #Strandiráeinumdegi 

Bætum áfram við kyngimögnuðum fjöllum í safnið
#FjöllinaðFjallabaki og #Laugavegsfjöllin og #Skaftárfjöllin og #Þórsmerkurfjöllin 
sem öll eru uppi á hálendi og mörg hver fáfarin og jafnvel lítt þekkt en sérlega spennandi og fögur.

#ÞvertyfirÍsland 
Höldum áfram göngunni yfir landið og förum leggi 10, 11, 12, 13 og 14
þar sem farið verður m.a. um Úthlíð, Geysi, Laxárgljúfur, Háafoss ofl.

um blómlega Bláskógabyggðina upp á hrjóstrugt hálendið yfir nokkrar ár og heiðar og endað í Sultartanga þar sem gljúfur og fossaröð Þjórsár bíður okkar á þar næsta ári upp á Sprendisand

en þar hefjast svo nokkurra nótta dagleiðir yfir hálendið. 


Göngum á 17 fjöll á 17 dögum á 17 ára afmælinu í maí.
#17fjölláxdögum

... og förum á páskafjöllin fimm yfir páskana.
#páskafjöllin5


Höldum áfram að fara 52 ferðir á vinafjallið okkar á árinu 2024 enda besta leiðin til að halda sér í góðu fjallgönguformi að heimsækja uppáhaldsfjallið sitt vikulegaog skrásetjum hér með alla þá sem ná þessu á hverju ári eða rúmlega það.

#vinafjalliðmittx52

​Prjónum áfram riddarapeysur og aukahluti riddarans... vettlinga, húfur, pils...
og bætum öðrum mynstrum við eins og okkur lystir...

til að auðga lífið, skapa, njóta fegurðar, læra af hvort öðru og bara hafa gaman :-)

 

bottom of page