14 fjöll á 14 dögum afmælisáskorun
Fri, May 28
|Reykjavík, Iceland
Göngum á 14 fjöll á 14 dögum í tilefni af 14 ára afmælisári fjallgönguklúbbsins sem var stofnaður þann 15. maí 2007 á Esjunni ... hefst laug 15. maí og lýkur fös 28. maí.
Time & Location
May 28, 2021, 1:00 AM – 11:55 PM
Reykjavík, Iceland
About the Event
Fjórtán ára fjalla afmælis áskorun ! Göngum á 14 fjöll á 14 dögum í tilefni af 14 ára afmælisári fjallgönguklúbbsins sem var stofnaður þann 15. maí 2007 á Esjunni
... hefst laug 15. maí og lýkur fös 28. maí.
Þátttökuskilyrði:
1. Melda þarf fjallalistann sinn inn á viðburðinn eða í tölvupósti til þjálfara í lok áskorunarinnar. Nauðsynlegt er að þar komi fram nafn á hverju fjalli og dagsetningar. Aðrar tölfræðiupplýsingar eru valkvæðar en vel þegnar. Ein mynd skal fylgja með og ekki verra ef smá pistill fylgir með um hvernig upplifunin var að gera þetta:-)
2. Leyfilegt að fara á sama fjallið oftar en einu sinni og fleiri fjöll í sömu ferð og á sama fjallið oftar en einu sinni í sömu ferð ef farið er niður að fjallsrótum aftur (vanalegur upphafsstaður). Engin ákveðin skilgreining er á hvað telst fjall, heldur gilda öll fjöll, fell og hlíðar sem við höfum hingað til talið í okkar göngum sem "tind".
3. Allir núverandi og fyrrverandi Toppfarar velkomnir að taka þátt í þessari áskorun.
Í verðlaun er árgjald í klúbbnum sem viðkomandi má nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.
Þjálfari dregur út sigurvegara úr öllum gildum þátttakendum og samantekt verður hér með öðrum áskorunum í gegnum árin: