17 ára hátíðar afmælisganga á Laugarvatnsfjall í fánalitunum
Tue, May 28
|Laugarvatn
Fögnum 17 ára afmæli fjallgönguklúbbsins með því að mæta á þriðjudagsæfingu í fánalitunum eins og kostur er (hvítur, rauður og blár) - í tilefni af forsetakosningunum - og skálum með freyðivíni, gosi og kökubita í boði þjálfara fyrir gleðinni og fegurðinni sem fjallgöngurnar gefa okkur.
Time & Location
May 28, 2024, 5:00 PM – 10:00 PM
Laugarvatn, Laugarvatn, Iceland
About the Event
Tökum hátíðlega afmælisgöngu á þetta fallega fjall, Laugarvatnsfjall í tilefni af 17 ára afmæli klúbbsins og skálum fyrir því að hafa eljuna, úthaldið, heilsuna og gleðina til þess að vera ennþá að á fjöllum eftir 17 ár.
Mætum með íslenska fánann og helst í fánalitunum eins og kostur er (hvítur, rauður, blár) og tökum fánamynd og svo svarthvíta mynd eins og vanalega en við eigum orðið ansi fallegt safn af skemmtilegur afmælishópmyndum af þessu tilefni.
Gamlir og nýir klúbbmeðlimir hjartanlega velkomnir með í þessa göngu og klúbbmeðlimir mega endilega taka gesti með sem þeir bera þá ábyrgð á.
Þjálfarar mæta með freyðivín og litlar kökur og best ef allir koma með freyðivínsglasið sitt með og annað hátíðlegt að smekk. Þjálfarar verða með plastglös fyrir þá sem gleymdu glasinu sínu.
Sjá allt um göngu kvöldsins á vefsíðu okkar www.fjallgongur.is og umræður á lokaða fb-hópi Toppfara.
Sjá fb-viðburð hér: