Botnaskyrtunna Snæfellsnesi norðan megin.
Sat, Apr 15
|#Snæfellsnesfjöllin
ALÝST ! V/ÞJÁLFARA NB ! Mjög spennandi og frekar greiðfær leið á glæsilegan tind sem rís í skugga Ljósufjalla en gefur einmitt þess vegna stórkostlega sýn á fjallstindana allt í kring. Heilunarganga þar sem við viðrum ferðina og slysið í mars 2021 aðra leið en síðast í góðu veðri.
Dagsetning og tími
Apr 15, 2023, 7:30 AM – 7:00 PM
#Snæfellsnesfjöllin, Botna-Skyrtunna, 342, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 14. apríl 2023 kl. 19:00:
Skráðir eru 10 manns: Agnar, Aníta, Gulla, Jaana, Kolbeinn, Linda, Steinar R., Þórkatla + báðir þjálfarar.
Nýjustu tilkynningar:
*Staðfest brottför út frá þátttökufjölda og veðurspá, mjög góð veðurspá.
*Könnun á fb-hópi Toppfara: fleiri velja Botna-Skyrtunnu en Þverunarlegg svo það stefnir í þessa ferð, viljum helst ná 12 manns, metum á fimmtudagskvöld.
*Fólksbílafært.
*Heilunarganga þar sem við rifjum upp og viðrum gönguna á Botnaskyrtunnu þann 6. mars 2021 þar sem Linda og Sigga Lár runnu niður efstu brekkuna og slösuðust á ökkla og þurftu aðstoð björgunarsveita og þyrlu til að komast af fjalli og heim, en þjálfari reyndi að skrásetja þessa ferð sem best og allan lærdóminn sem af svona slysum má draga til að við verðum öll betri, reynsluríkari og sterkari á fjöllum: Tindferð 217 Botnaskyrtunna og L (toppfarar.is)
*Jöklabroddar og ísexi nauðsynlegur búnaður þar sem farið er í yfir 900 m hæð og NB þjálfarar fara vel yfir notkun þessa búnaðar þegar við setjum hann á okkur eins og alltaf í okkar ferðum. Notum þessa brodda og ísexi sem oftast til að þessi búnaður séu okkur sem tamastur. Tökum keðjubroddana líka með þar sem þeir koma oft að góðum notum í aflíðandi en svelluðu landslagi.
*Gott að rifja alltaf upp þessi atriði hér fyrir göngu með brodda og ísexi: Vetrarfjallamennska | Toppfarar (fjallgongur.is)
*ATH við veljum ávalari leið upp á Botns-skyrtunnu en árið 2021 og förum eingöngu í góðu veðri til að geta tekið þetta fallega fjall í sátt.
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 10.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 13.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn www.yr.no þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 7:30 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 19:00.
Aksturslengd:
Um 2 klst. Fólksbílafært.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Vesturlandsveg um Hvalfjarðargöng, gegnum Borgarnes og út á Snæfellsnes og um Vatnaleið yfir á norðanvert nesið þar sem beygt er svo til hægri veg F54 og hann ekinn inn Álftafjörð þar sem bílum er lagt við malarstæði við Úlfarsfell í Álftafirði.
Hæð:
Um 994 m.
Hækkun:
Um 1.000 m miðað við 66 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 15 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngutími:
Um 7 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið upp ávalar, grasi grónar og svo grýttari fjallsbungur alla leið að Ljósufjöllum en stuttu áður tekur rauðslegni gígurinn Botnaskyrtunna á móti okkur, þar sem farið er upp þétta, grýtta brekku upp á sjálfa tunnuna með stórkostlegu útsýni yfir norðanvert Snæfellsnesið og sjaldgæfa sýn á bakhlið Skyrtunnu, Ljósufjalla, Kattareyra og fleiri tinda sem rísa við hliðina á okkur. Farin svipuð leið til baka enda örugg og greiðfær.
Erfiðleikastig:
Um 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir miðlungslanga og frekar einfalda leið á greiðfærum fjallsbungum upp á fagurmótaðan gíg við hin mun þekktari Ljósufjöll.
Búnaður:
Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.