Elliðatindar - fjallskórónan fagra á Snæfellsnesi
Sat, Nov 20
|Snæfellsnes, Iceland
Mögnuð ganga á færi allra í ágætis formi á glæsilega og svipmikla fjallstinda sem fanga alltaf augað þegar ekið er inn eftir Snæfellsnesi að sunnanverðu og eru með þeim svipmestu sem gefast.
Time & Location
Nov 20, 2021, 7:00 AM – 6:00 PM EST
Snæfellsnes, Iceland
About the Event
Uppfært 19/11 - skráðir eru 25 manns: Ása, Bára, Bjarni, Björgólfur, Davíð, Elísa, Fanney, Gerður Jens., Gulla, Haukur, Jaana, Jóhanna D., Kolbeinn, Ragnheiður, Siggi, Sigga Lár., Sigrún E., Sigurjón, Silla, Steinar R., Svandís, Sveinbjörn, Vilhjálmur, Þórkatla, Örn.
Verð:
Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 9.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig. Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Elliðatindar eru með svipmestu og fegurstu fjallstindum sem gefast á landinu. Fjallið rís eina og risavaxin kóróna með fjallstinda allan hringinn nánast og fangar alltaf augað þegar ekið er um sunnanvert Snæfellsnesið. Þangað verða allir fjallamenn að koma og upplifa eintakar fjallsbrúnir og magnað útsýni.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Elliðatindar - Weather forecast
Leiðsögn:
Örn (Bára að vinna).
Brottför:
Kl. 7:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 18:00 miðað við 1,5+ klst. akstur og 6 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Rúmlega 1,5 klst.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið vestur Snæfellsnes að bæjunum Syðra og Ytra lágafelli og með slóða áleiðis að eyðibýlinu Elliða þar sem bílum er lagt.
Hæð:
Um 868 m.
Hækkun:
Um 900 m miðað við 67 m upphafshæð.
Göngulengd:
Um 12 km.
Göngutími:
Um 6 klst.
Gönguleiðin:
Upp með grasi grónum og greiðfærum Folhömrum og eftir kyngimögnuðum brúnunum við Elliðahamra og um Hamarsdal að Elliðatindi sem er hæstur og gengið upp á báða tindana og um glæsilegar brúnirnar með með ægifögru útsýni til Hóls- og Tröllatinda og annarra fjalla á Snæfellsnesi og strandanna beggja vegna áður en snúið er til baka um dalinn greiðfæra leið. Farið um þéttar grónar brekkur, um grýttar slóðir og og brölt upp á grýttar brúnir á öruggri leið. Ekki farið um hrygginn til baka eins og 2011 vegna vetrarfæris og stuttrar dagsbirtu og því er leiðin örugg og fær öllum.
Erfiðleikastig:
Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir frekar einfalda en miðlungslanga dagsgöngu á eitt svipmesta fjallið á Snæfellsnesi sem allir verða að kynnast í návígi.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: (20+) Elliðatindar - fjallskórónan fagra á Snæfellsnesi | Facebook