Fagrafell og fossar undir Eyjafjallajökli
Sat, Dec 17
|#ÞvertyfirÍsland #Jólatindferð
Mjög falleg, stuttt og létt ganga á fallega fjallshnúkinn sem rís ofan við Seljalandsfoss og Gljúfrabúa með viðkomu að báðum fossum í bakaleiðinni, vonandi í frosti og fallegri vetrarbirtu á þessum dimmasta tíma ársins. Gullfallegt útsýni og landslag á léttri leið sem hentar öllum.
Dagsetning og tími
Dec 17, 2022, 8:00 AM – 4:00 PM
#ÞvertyfirÍsland #Jólatindferð, Seljalandsfoss, 861, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 15. desember 2022:
Skráðir eru 3 manns: Birgir M., Linda, Siggi, Þórkatla ofl. á fb. + báðir þjálfarar.
Nýjustu tilkynningar:
*Náum gullfallegri, stuttri og léttri göngu á nánast stysta degi ársins ef veður og þátttaka leyfir.
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 10.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 13.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Seljalandsfoss - Long term forecast
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 16:00.
Aksturslengd:
Um1,5 klst. að bílastæðinu við tjaldstæðið við Þórmerkurafleggjara. Fólksbílafært.
Akstursleiðarlýsing:
Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 um Suðurlandsveg með smá stoppi á Hvolsvelli og áfram þjóðveg 1 þar til komið er að bílastæði við tjaldstæðið að afleggjaranum um Þórsmerkurveg (leiðin að Seljalandsfossi en ekki eins langt inn eftir NB).
Hæð:
Um 390 m.
Hækkun:
Um 500 m miðað við 40 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 8 - 10 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .
Göngutími:
Um 4 - 5 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið upp grasi grónar og greiðfærar brekkur Seljalands upp á heiðina og hún rakin að Fagrafelli þar sem aðeins þarf að brölta upp grýttan en vel færan fjallstindinn með miklu útsýni yfir Þórsmerkurleið, Suðurlandið, Vestmannaeyjar og Eyjafjöllin með Eyjafjallajökulinn yfirgnæfandi í austri ofan okkar. Farið ofan af tindinum niður á láglendið og komið við hjá fossinum Gljúfrabúa og Seljalandsfossi þar sem við skulum taka ferðamannahringinn allan og vonandi upplifa þessa fossa í frosti og fallegri vetrarbirtu á þessum dimmasta tíma ársins.
Erfiðleikastig:
Um 1-2 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir mjög stutta en gefandi dagsgöngu um greiðfært fjalllendi með viðkomu um fjölfarnar ferðamannaslóðir í bakaleiðinni.
Búnaður:
Vatns- og vindheldar buxur og jakki, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Höfuðljós og keðjurbroddar nauðsynlegur búnaður allra þar sem frost gæti verið í jarðvegi og dagurinn er orðinn frekar stuttur ef tafir verða á heimleið.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: (19) Fagrafell og fossar undir Eyjafjallajökli | Facebook