Hágöngur og Tungnafellsjökull
Fri, Jul 23
|Hágöngur, Iceland
Mjög spennandi og ævintýraleg 2ja daga ferð á glæsileg og sjaldfarin fjöll á hálendinu. Gisting eina nótt í Nýjadal. Annað hvort farið fös til laug eða laug til sun - veðurspá ræður endanlega ferðadögunum. Jeppar eða jepplingar, langir dagar með akstri og göngu báða daga en sannarlega þess virði !
Time & Location
Jul 23, 2021, 7:00 AM – Jul 24, 2021, 10:00 PM
Hágöngur, Iceland
Guests
About the Event
Þessari ferð er aflýst á fimmtudegi 22. júlí vegna veðurs. Ekki nægur áhugi á göngu á Dyrfjöll i könnun á lokaða fb-hóp Toppfara enda langur akstur og erfitt að fá gistingu. Við förum á þessi fjöll síðar þegar veður gefst og gefum þetta ekki eftir 😊 Endurgreitt eða inneign - sendið Erni skilaboð.
Þátttaka - uppfært 21. júlí:
Skráðir eru 19-22 manns: Arna Hrund, Arna Harðar., Bára, Bjarni, Fanney, Gerður Jens., Guðmundur Jón, (Gunnar), Guðmundur Már, Guðmundur Víðir, (Haukur), Jóhanna Fríða, Jóhanna D., Jón St., Katrín Kj., Kolbrún Ýr, (María E.), Njáll, Sjöfn Kr., Valla, Vilhjálmur, Örn. Hámark 30 manns - laus 8 pláss.
Nýjustu tilkynningar:
*Eingöngu farið í góðri veðurspá. Metum fram á fimmtudag og tilkynnum þá brottför eður ei.
*Þjálfarar fóru könnunarleiðangur í júlí til að kanna aðstæður og gönguleiðir - sjá tilkynningu á fb-hópnum.
*Eingöngu jeppar eða jepplingar upp í Nýja dal - en yfir Jökuldalsá/Nýjadalsá við skálann að fjallsrótum Tungnafellsjökuls fara eingöngu jeppar (jeppar taka þá sem koma á jepplingum í sína bíla = örstuttur kafli).
*Skráning eingöngu með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun eftir 1. júní nema annar komi í staðinn.
Verð:
Kr. 15.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 17.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 19.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum. Innifalið er fararstjórn í tvo daga og leiðsögn á fjöllin.
Hver og einn sér sjálfur um að panta og greiða gistingu í skála Fí Í Nýja dal, þar eru gistipláss fyrir 54 manns.
Eingöngu jeppar eða jepplingar fara í þessa ferð og bensínkostnaður deilist á farþega: viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Við mælum með hámark 4 í hvern jeppa/jeppling þar sem farangur er mikill og akstur er langur og betra að allir hafi nægt pláss í bílnum.
Hver og einn kemur með sinn mat sjálfur en gott ráð er að hver bíll sameinist um kvöldmáltíð. Þjálfarar koma með kol, olíu, álpappír og kveikjara fyrir allan hópinn ef menn ætla að grilla. Borðum kvöldmat í Hrauneyjum á heimleið seinni daginn (þeir sem ekki gista aðra nótt). Sjoppa er í skálanum í Nýjadal (gos, kex, þurrmatur, súkkulaði, snakk ofl.). Heitt kaffi er á könnunni í Nýjadal, kostar 300 kr., hægt að greiða með posa.
Greitt beint inn á reikning Gallerí heilsu: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu sem er óendurkræf við afboðun eftir 1. júní nema annar komi í staðinn.
Veðurspár:
www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál tilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: https://www.yr.no/en/forecast/daily-table/2-2625694/Iceland/Northeast/Tungnafellsj%C3%B6kull
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Tímaramminn (Brottför, heimkoma, aksturslengd):
Föstudagur eða laugardagur: Brottför frá Össur Grjóthálsi 5 kl. 7:00 - akstur 255 km í um 4,5 - 5 klst.með stoppi í Hrauneyjum (síðasta bensínstöðin sjálfsafgreiðsla ÓB-bensín, afgreiðsla sjoppu alltaf opin, wc kostar 150 kr í klinki NB) um Sprengisand veg F26 að skála FÍ í Nýjadal. Lending um kl. 12:00 í skálanum í Nýjadal. http://www.fi.is/skalar/nyidalur/ . Góður nestistími þar í skálanum. Keyrt frá skálanum í 3 mín að fjallsrótum Tungnafellsjökuls (eingöngu jeppar keyra yfir Jökuldalsá/Nýjadalsá). Lagt af stað um kl. 13:00 gangandi á Tungnafellsjökul. Lending í skála eftir göngu um kl. 17-18:00. Grillum og viðrum daginn seinnipartinn fram á kvöld og snemma í háttinn.
Laugardagur eða sunnudagur: Vakna kl. 7:00. Brottför keyrandi frá skálanum kl. 8:00. Akstur í um 1:10 klst. um 25 km á þjóðvegi F26 og svo um 14 km akstur á jeppaslóða að Hágöngum. Vegurinn að Nyrðri Hágöngum er sundurskorinn á kafla þar sem reynir á lagni og hæð jepplinga). Lagt af stað gangandi á Nyðri Hágöngur um kl. 9:30 - um 3,5-4ra klst. ganga.
Metið eftir gönguna hvort við göngum á Mið-Hágöngur (um 7 km á 3 - 4 klst. upp í 980 m og 1.040 m) eða hringleið í kringum Syðri Hágöngur (um 7 km á um 2,5 klst. í um 800 m hæð allan hringinn).
Syðri Hágöngur eru því miður ekki færar í hópi saman vegna grjóthruns en örfáir fótfimir, sterkir, öruggir og þolinmóðir göngumenn geta farið saman í hóp (helst ekki fleiri en 2 samt, Örn og Batman voru í vandræðum bara tveir) og því er það okkar niðurstaða eftir vandlega umhugsun að bjóða ekki upp á göngu á þá Syðri í þessari ferð þar sem við viljum upplifa Hágöngurnar saman sem hópur allan daginn.
Akstur milli Nyrðri Hágangna og þeirrar Syðri er um 10 km leið á jeppaslóða á 15 mín. Þaðan yrði þá lagt af stað um kl. 13:30 hringleið eða upp. Lagt af stað keyrandi frá Hágöngum um kl. 18:00. Kvöldmatur um kl. 20:00 í Hrauneyjum. Keyrt í bæinn um 2 klst. lending í Rvík um kl. 22:00 eða síðar eftir því hvernig deginum vindur fram NB.
Gætum verið fyrr eða seinna að þessu öllu saman. Allar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst eftir akstursskilyrðum, endanlegu gönguleiðarvali, færi, veðri, gönguhópi, stemningu og þeim óvæntu verkefnum sem dagarnir munu bjóða okkur upp á. Njótum og spáum sem minnst í klukkunni og látum hið óvænta ekki slá okkur út af laginu, það er lykilatriði í svona ferð uppi á hálendi.
Veðurspá ræður hvort við förum fös til laug - eða laug til sun. Langir og krefjandi dagar og heilmikið ferðalag en vel þess virði.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið úr Reykjavík um þjóðveg 1 upp í Hrauneyjar og svo Sprengisandsleið að skálanum í Nýjadal - um 255 km á um 4-5 klst. með stoppi í Hrauneyjum (allir fylla á bensíntankinn þar NB): https://www.vegagerdin.is/vegakerfid/vegalengdir/sundurlidun?id=152-140-49-49~-1-1~-39-39~-1-30-32-26-F26-263_04
Göngulengd, göngutími, hækkun og hæð:
Tungnafellsjökull: Um 10 km á 4 - 5 klst. upp í 1.542 m með hækkun um 700 m miðað við 820 m upphafshæð á fremur aflíðandi leið í mosa, möl og snjó við jökulrönd. Gengið á snjósköflum á kafla og nauðsynlegt að taka keðjubrodda með til öryggis NB.
Nyrðri Háganga: Tæplega 6 km á um 3,5-4 klst. upp í 1.271 m með hækkun um 450 m miðað við 838 m upphafshæð. Brattar skriður alla leið upp, stutt og snörp vegalengd en þó meira aflíðandi en sú Syðri. Þekkt leið á þetta fjall.
Mið-Hágöngur: Um 6 - 7 km á 3-4 klst. upp í 980 m og 1.040 m hæð.
Hringleið kringum Syðri Hágöngur: Um 7 - 8 km á 3+ klst. í um 800 m hæð.
Erfiðleikastig:
Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir fremur stuttar göngur en langa ferðadaga í heild með akstri; aflíðandi, stikuð leið á Tungnafellsjökul við jökulrönd þar sem snjóskaflar eru að hluta. Mjög stuttar en brattar leiðir í skriðum og grjóti á Hágöngur. Langur akstur til viðbótar göngunum sjálfum báða dagana, um miserfiðar jeppaslóðir en ævintýralegt landslag hálendisins sem er án efa erfiðisins virði.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. Til viðbótar göngubúnaði þarf að taka með sér svefnpoka, allan mat, snyrtidót, handklæði, hlý kvöldföt, opna kvöldskó, og aðrar nauðsynjar eins og lyf, síma, aukarafhlöður ofl. ALLIR þurfa að hafa meðferðis fyrir sig lágmarksverkjalyf, plástra, hælsærisplástur og álíka. Gott að vera með höfuðljós fyrir kvöldin. Þeir sem gista í tjaldi taki þá tjald með, dýnu og annað sem þarf þar. Athugið að Nýidalur er í tæplega 800 m hæð og veðrið eftir því (hitastig og vindur).
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: https://fb.me/e/8UrDTZMsi