Hróarstindar - tignarlegu tindarnir í Hafnardal
Sun, Oct 10
|Hróa
Tignarleg og mjög fjölbreytt og falleg ganga á svipmikil fjöll í dalnum bak við Hafnarfjall sem fáir ganga á en gefa einstakt útsýni og magnað landslag að njóta allt í kring frá fyrsta skrefi til þess síðasta.
Time & Location
Oct 10, 2021, 8:00 AM – 4:00 PM
Hróa
About the Event
Uppfært 9.10 kl. 15:30:
Skráðir eru 13 manns: Ása, Gerður Jens., Gunnar Már, Haukur, Helga Rún, Jaana, Jóhanna D., Linda, Ragnheiður, Siggi, Sigurbjörg, Þórkatla, Örn.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Nýjustu tilkynningar:
*Keðjubroddar nauðsynlegur búnaður allra. Þeir sem eiga taki með sér ísexi og jöklabrodda til að æfa burð og notkun á þeim búnaði.
Verð:
Kr. 3.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 7.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig.
Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: Yr - Hróarstindur - Weather forecast
Leiðsögn:
Örn.
Brottför:
Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 16:00 miðað við 50 mín akstur, 6 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.
Aksturslengd:
Um 50 mín.
Akstursleiðarlýsing:
Ekið um Vesturlandsveg, Hvalfjarðargöng og meðfram Hafnarfjalli að afleggjara merktur Ölveri á hægri hönd við mynni Hafnardals, keyrt afleggjarann þar upp eftir í átt að Ölveri en beygt til vinstri inn ÞRIÐJA afleggjarann og hann ekinn gegnum sumarhúsabyggðina út í enda, þar sem beygt er til vinstri og bílum lagt á malarstæði þar fjær sumarbústöðunum.
Hæð:
Um 790 m.
Hækkun:
Um 1.000 m miðað við m upphafshæð.
Göngulengd:
Um 12 - 13 km.
Göngutími:
Um 6 klst.
Gönguleiðin:
Gengið frá malarstæðinu norðan megin við Ölver og að mynni Hafnardalsins um göngustíga inn dalinn og áfram í grjótskriðunum að fjallsrótum Hróanna þaðan sem gengið er upp þéttar brekkurnar í mosa, grjóti og skriðum og loks upp bratt gil upp á brúnirnar sem þar sem við rekjum okkur eftir breiðum hryggjunum upp á hæsta tind í kyngimögnuðu útsýni og landslagi allt í kring. Einstaklega tignarleg leið frá upphafi til enda. Farið til baka svipaða leið eða niður í dalinn fyrr af hryggnum eftir færi og veðri.
Erfiðleikastig:
Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir miðlungs erfiða dagsgöngu á stíg til að byrja með og svo brölt upp þéttar brekkur í grjóti á góðri leið og magnaðan lokakafla á tindana uppi á breiðum hryggjunum.
Búnaður:
Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, ullar- og belgvettlinga, hlýtt höfuðfat og höfuðljós.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá fb-viðburð hér: