top of page

Ljónstindur, Gjátindur og Hörðubreið og Eldgjá endilöng til baka í töfraheimi Skaftár

Sun, Sep 04

|

#Skaftárfjöllin

Mögnuð könnunarleið á þrjá formfagra fjallstinda við Eldgjá sem stela senunni þegar ekið er að Langasjó þar sem gengið verður um ótroðnar slóðir á Hörðubreið, yfir á Ljónstind og endað á Gjátindi sem er þekktur á svæðinu og farin töfrandi leið til baka um Eldgjá alla um Ófærufoss og fleiri perlur.

Registration is Closed
See other events
Ljónstindur, Gjátindur og Hörðubreið og Eldgjá endilöng til baka í töfraheimi Skaftár
Ljónstindur, Gjátindur og Hörðubreið og Eldgjá endilöng til baka í töfraheimi Skaftár

Time & Location

Sep 04, 2022, 6:00 AM – 9:00 PM

#Skaftárfjöllin, Eldgjá, Iceland

About the Event

Uppfært 2. september 2022 kl. 15:00: 

Skráðir eru 13 - 14 manns;  Birgir, Bjarni, Edwin, Fanney, Guðmundur Jón, Jaana, Inga Guðrún, Katrín Kj., Kristín Leifs., Maggi, Njóla, (Sigga Lár), Sjöfn Kr., Þórkatla + þjálfarar.

Jeppar - nokkur laus pláss frá Hólaskjóli: 

1. Örn, Bára + Fanney + Sjöfn Kr. frá Hólaskjóli - laust 1 pláss frá Hólaskjóli.

2. Njóla, Bjarni, Jaana og Maggi frá Hvolsvelli.

3. Guðmundur Jón og Katrín Kj. + laus 2-3 pláss frá Hólaskjóli.

4. Inga Guðrún og Edwin frá Hólaskjóli.

5. Birgir + laus 3 - 4 pláss frá Hólaskjóli.

6. Kristín Leifs. - frá Hólaskjóli.

7. (Sigga Lár) ?

Hámark 20 manns, lágmark 12 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Ath þessi ganga færist á sunnudag 4. september þar sem þjálfarar komast ekki á laugardeginum.

*Frekar langur akstur og því mælum við með að gista nóttina á undan/eftir í Hólaskjóli, Vík í Mýrdal eða álíka en þjálfarar keyra fram og til baka og einhverjir hafa alltaf kosið það í fyrri ferðum um Skaftárfjöllin. Hægt að mæta á fólksbíl upp í Hólaskjól og fá far með jeppa / jepplingi þaðan ef einhver vill ekki gista en aðrir í hans jeppa gera það eða öfugt. 

*Fólksbílafært upp í Hólaskjól en þaðan þarf að fara á jeppum eða jepplingu mveg F208 inn á Langasjávarveg þar sem við leggjum bílum. Rafmagnsjepplingar komast ekki þar sem farið er yfir vatnsföll. 

*Brottför kl. 9:15 frá Hólaskjóli, eða kl. 7:15 frá Hvolsvelli en kl. 06:00 úr bænum hjá þeim sem gista ekki nóttina fyrir göngu.

*Athugið að þetta er tilraunakennd leið um ótroðnar slóðir eins og í fyrra á Gretti og Uxatinda, þar sem við förum okkar leið á Hörðubreið og Ljónstind og loks yfir á Gjátind en þaðan er þekkti leið niður í Eldgjána alla og við metum leiðarval endanlega á staðnum eftir aðstæðum eins og vanalega. Vonandi verðum við jafn heppin og í fyrra með stórkoslegt landslag, útsýni og ævintýralega leið. 

*Takið vaðskó og þurrklút meðferðis og gerum ráð fyrir að þurfa að vaða ef Skuggafjallakvísl eða aðrar kvíslir verða á leið okkar sem eru vatnsmiklar, en hugsanlega sleppur að stikla yfir.

*Höfum föstudag, laugardag og sunnudag sem mögulegan göngudag og nauðsynlegt að melda inn við skráningu ef menn komast ekki alla þessa daga til þess að fá endurgreitt ef þeir komast ekki þann dag sem verður valinn.

Verð:

Kr. 12.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 15.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 18.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 9:15 frá Hólaskjóli  á slaginu NB ! - eða kl. 6:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5 þeir sem koma úr bænum. 

Heimkoma:

Um kl. 21:00 miðað við alls 3:15 klst. akstur að Hólaskjóli, 15 mín akstur að Hörðubreið, 7 klst. göngu, græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 3:15 klst. upp í Hólaskjól og um 15 mín að Hörðubreið.

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið austur þjóðveg 1 þar til beygt er inn Skaftártunguveg F208 alla leið upp í Hólaskjól og áfram norður þar til beygt er til hægri jeppaslóða merktur inn að Langasjó þar sem bílum er lagt.

Hæð:

Um 820 á Hörðubreið, 760 m á Ljónstind og 920 m. hæst á Gjátindi.

Hækkun:

Um 1.000 m miðað við 610  m upphafshæð og um 450 m lægsta hæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 16 - 18  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 7 - 8 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið ótroðnar slóðir til að byrja með á tilraunakenndri leið upp snarpar, grasi grónar suðurbrekkurnar á Hörðubreið sem rís við slóðann til Langasjávar og aftur niður grónar brekkur þessa fallega fjalls norðan megin. Gengið að Ljónstindi í sandi, möl, mosa og grasi um ása, gil og lækjarsprænur þar til komið er að fjallsrótum Ljónsins þar sem hugsanlega þarf að vaða Skuggafjallakvísl (sem er auðvitað heiður sakir fegurðar nafnsins). 

Upp á Ljónstind er farið grónar þéttar brekkur á fjallsbrúnum sem eru brattar vestan megin en virðast aflíðandi austan megin og gefa ágætis pláss til uppgöngu. Þjálfarar meta leiðarval þegar á staðinn er komið. Í Ljónstindi er stórt skarð um hann miðjan svo líklega þurfum við að fara niður með því og upp aftur norðan megin en metum það á staðnum landslagi og áhuga. 

Frá Ljónstindi er haldið til Gjátinds þar sem aftur er farið um sanda, möl og gróin svæði og tekin aflíðandi góða leið upp á hann norðan megin með smávegis krækju að honum. Ofan af Gjátindi er stórkostlegt útsýni yfir Skaftá og fjallsgarðinn hennar allt í kring sem og til Lakagíga og Sveinstinds við Langasjó og upp hinum megin sést yfir á Fjallabak nyrðra norðan við Mýrdalsjökul. Líklega besti útsýnistindurinn á svæðinu á eftir Sveinstindi við Langasjó. 

Ofan af Gjátindi erum við komin á troðnar slóðir það sem eftir er að mestu og þræðum okkur niður í fræga náttúrufyrirbærið Eldgjá sem er gengin frá upphafi til enda með perlum á leiðinni eins og hinum vinsæla Ófærufossi. Við enda Eldgjár erum við komin á merkta upphafsleið að Eldgjá og ófærufossi (við komum bakdyramegin) þaðan sem þrætt er yfir Hörðubreiðarása (eða Herðubreiðarása) baka megin að Hörðubreið og yfir suðurrætur hennar að bílunum. Mjög spennandi könnunarleið á þrjá ólíka, mjög formfagra og áberandi fjallstinda sem varða akstursleiðina inn að Langasjó með töfrandi fagurri perlu í bakaleiðinni um Eldgjá. 

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir frekar langa dagsgöngu um tilraunakennt landslag upp á þrjá fjallstinda í söndum, möl, mosa og grasi, yfir lækjarsprænur ása og gil þar sem taka þarf með vaðskó til öryggis (eða taka sjensinn á að geta stiklað eða vaða bara á táslunum). 

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:  (3) Ljónstindur, Gjátindur, Hörðubreið og Eldgjá endilöng til baka #Skaftárfjöllin | Facebook

Share This Event

bottom of page