top of page

Níu tinda leið kringum Eyjadal Esju #EsjanÖll2022

Sat, May 21

|

#EsjanÖll2022

Mjög spennandi hringleið um norðaustasta dalinn í Esjunni þar sem komið er baksviðs að Móskarðahnúkum: Möðruvallaháls, Trana, Heimrahögg, Fremrahögg, Móskarðahnúkar, Laufskörð, Seltindur, Esjuhorn, Sandsfjall #EsjanÖll2022

Registration is Closed
See other events
Níu tinda leið kringum Eyjadal Esju #EsjanÖll2022
Níu tinda leið kringum Eyjadal Esju #EsjanÖll2022

Time & Location

May 21, 2022, 8:00 AM – 6:00 PM

#EsjanÖll2022, Reykjavík, Iceland

About the Event

Uppfært: 20. maí kl. 11:00:

Skráðir eru 12 manns:  Bára,  Bjarni, Fanney, Inga Guðrún, Jaana, Jóhanna Fríða, Linda, Njóla, Sigrún Bjarna., Silla, Þórkatla, Örn. 

Hámark 30 manns, lágmark 15 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Tökum keðjubroddana með og metum þegar nær dregur þörf á jöklabroddum og ísexi til að komast í gegnum Laufskörðin (vonandi ekki þörf á þeim). 

Verð:

Kr. 5.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 9.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng: 

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 18:00 miðað við 45 mín akstur, 8 - 9 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 45 mín 

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Akstursleiðarlýsing:

Keyrt frá Össur Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg framhjá Esjunni og stuttu áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum er beygt til hægri inn Hvalfjörð um veg 47 og hann ekinn þar til beygt er aftur til hægri inn veg 146 inn með Meðalfellsvatni og sá vegur ekinn þar til beygt er í þriðja sinn til hægri inn afleggjara að sumarhúsabyggð og hann ekinn til enda við mynni Eyjadals að góðum stað fyrir bílana. 

Hæð:

Um 814 m.

Hækkun:

Um 1.000 m miðað við 74  m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 18 - 20  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 8 - 9 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið nokkuð aflíðandi grasigrónar brekkur Möðruvallahálss sem brattna smám saman og grýtast þegar ofar dregur um breiðan fjallshrygginn að Trönu með mögnuðu og glænýju útsýni um norðurhluta Esjunnar og baksviðs á Móskarðahnúka. Gengið áfram að mjög flottum hryggjum Heimrahöggs og Fremrahöggs með smávegis brölti og komið þaðan baksviðs að Móskarðahnúkum með þó nokkurri lækkun og svo hækkun á hnúka Móskarða. Móskarðahnúkarnir gengnir allir fimm í grýttu landslagi og heilmiklu brölti upp og niður en þetta er mest krefjandi kafli leiðarinnar. Komið að Laufskörðum sem eru eini tæpi kafli leiðarinnar á tæpistigum í gegnum skörðin þar sem hugsanlegu eru leifar af snjósköflum sem eru vonandi mjúkir. Leiðin mjög greið þegar komið er í gegnum Laufskörðin niður á Seltind, Esjuhorn og Sandsfjall sem er síðasti tindur dagsins af níu en við þurfum að finna góða leið niður í Eyjadal af honum en til vara er að ganga niður í Grjóteyri og ganga þaðan á láglendi að bílunum við Eyjadal sem lengir leiðina. 

Erfiðleikastig:

Um 3 af 6 eða fært öllum í góðu gönguformi fyrir langa göngu með heilmiklu brölti upp og niður innst um Móskörðin og Laufskörðin en annars á greiðfærri leið að mestu þennan dag um fjallsásana beggja vegna dalsins.

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat og höfuðljós. Tökum keðjubroddana með til öryggis fyrir Laufskörðin. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér:  (13) Níu tinda leið kringum Eyjadal Esju #EsjanÖll2022 | Facebook

Share This Event

bottom of page