Páskafimman - fimm fjallgöngur eða önnur hreyfing um páskadagana fimm 2023
Mon, Apr 10
|Páskaáskorun
Páskaáskorun Toppfara árið 2023: Göngum á fimm fjöll... eða förum út að hreyfa okkur alla fimm páskadagana gangandi, skokkandi, hjólandi, skíðandi, syndandi...
Time & Location
Apr 10, 2023, 11:50 PM
Páskaáskorun, Iceland
About the Event
Páskafimman 2023 !
Fimm fjallgöngur, skokk, hjól eða önnur hreyfing úti við um páskana að lágmarki 30 mín í hvert sinn.
Hefst skírdag fim 6. apríl og lýkur mán annan í páskum 10. apríl.
Þjálfarar skora á alla Toppfara og aðra áhugasama að ganga á fimm fjöll eða fimm tinda eða fara fimm sinnum í fjallgöngu (t.d. 5 x #vinafjalliðmitt eða #vinafjöllinokkarx52) ... eða út að hreyfa sig fimm sinnum yfir páskana skokkandi, hjólandi, gangandi, skautandi, skíðandi... eina skilyrðið er fimm aðskilin skipti og að hreyfingin sé úti við (ekki inniæfingar).
Þátttökureglur:
1. Áskorun tekur fimm daga, hefst fim 6. apríl og lýkur mán 10. apríl.
2. Ganga má á hvaða fjall, fell sem er eða hvaða hreyfing sem er svo lengi sem hún er úti við.
3. Hver og einn meldar inn á lokaðan hóp Toppfara á fb samantektina á fimmunni sinni þegar þeim er lokið, en mjög gaman væri ef menn melda hverja og eina inn með einni ljósmynd. Einnig er hægt að melda inn á sinn fb-vegg með myllumerkinu #PáskafimmaToppfara2023 sem kemur þá upp við leit undir þessu myllumerki.
4. Útfæra má þessa fimmu enn meira með því að melda inn fimm fugla, fimm hjörtu, fimm ský, fimm vötn eða hvað eina fimm eitthvað þessa fimm daga og hafa alls kyns útfærslur komið í gegnum tíðina eins og jafnvel fimm kirkjur ofl. skemmtilegt.
5. Dregið verður úr öllum þátttakendum og vinningurinn er 3.000 kr. inneign upp í tindferð.
6. Engar sjálfmyndir í þessari áskorun takk... eins og alltaf í okkar áskorunum... tökum eftir umhverfinu og tökum frekar myndir af því en okkur sjálfum.
Enginn fb-viðburður, menn melda sínar páskafimmur á lokaðan hóp Toppfara á fb og/eða á sinn fb-vegg með myllumerkinu #páskafimmaToppfara2023
Ljósmynd þessa viðburðar er tekin af Toppförum í Sikileyjarferðinni á fimm eldfjöll og eyjar sem var mögnuð ferð árið 2019.