Svelgsárkúla og Jötunsfell Snæfellsnesi
Sat, Oct 21
|Snæfellsnesfjöllin
Mjög spennandi könnunarleiðangur á tvö óþekkt fjöll norðan megin á Snæfellsnesi sem rísa ofan við Drápuhlíðarfjall og eru mjög ólík ásýndar að lit og lögun og ægifögur á að líta með stórkostlegri fjallasýn um norðanvert Snæfellsnesið.
Time & Location
Oct 21, 2023, 8:00 AM – 6:00 PM
Snæfellsnesfjöllin, Jötunsfell, 341, Iceland
About the Event
Uppfært 20/10 kl. 16:00:
Skráðir eru 22 manns: Agnar, Aníta, Bára, Birgir, Fanney, Gerða Fr., Gerður Jens., Guðmundur Jón, Gulla, Inga Guðrún, Jaana, Jóhanna Fríða, Kári, Katrín Kj., Kjartan Rolf, Kolbeinn, (Kristrún gestur), Linda, Siggi, Sighvatur, Steinar R., Örn.
Jeppar - komnir 6 - laus pláss með Guðmundi og Katrínu:
- Örn, Bára, Linda, Jaana, Siggi.
- Jóhanna Fríða + Aníta, Fanney, Kjartan Rolf og Kristrún gestur.
- Kári + Gulla, Birgir, Sighvatur og Steinar R.
- Kolbeinn + Agnar, Gerða, Gerður Jens., og Inga Guðrún - eingöngu jeppaslóðann, Kolbeinn keyrir annað eftir göngu.
- Guðmundur Jón, Katrín + laus 2-3 pláss.
Nýjustu tilkynningar:
*Fólksbílafært en betra að vera á jepplingum og stærri bílum upp jeppaslóðann að fjallsrótum.
*ATH vegalengd göngunnar ræðst af því hversu langt er hægt að keyra upp jeppaslóðann, styttra ef við komumst alla leið að virkjunarhúsinu en styttra ef vegurinn er ófær af einhverjum orsökum, frá þjóðveginum án þess að keyra jeppaslóðann er gönguleiðin um 15-16 km löng með um 900 m hækkun úr 36 m upphafshæð.
*ATH, Svelgsárhraunskúla er nafn af Snæfellsneskortasafni Reynis Ingibjartssonar en á sumum kortum er þessi gígur merktur sem "Rauðakúla" en nokkru sunnar er mun stærri en svipaður gígur sem heitir Rauðakúla á öllum kortum. Bóndinn á Svelgsárkúlu staðfestir að þetta sér rétt nafn, Svelgsárhraunskúla.
*Búin að fá leyfi hjá bóndanum í Svelgsá til að ganga upp eftir.
*Tökum með vaðskó og þurrklút til öryggis en við eigum ekki von á að þurfa að vaða út frá leiðaráætlun, en aldrei að vita fyrr en á staðnum.
*Tökum öll með keðjubrodda og til öryggis ísexi og jöklabrodda og metum á staðnum þörf á þessum búnaði. Miðað við veðurtíð þá eigum við von á sumarfæri en best að meta þetta þar sem við leggjum bílunum á staðnum. Þeir sem ekki eiga jöklabúnaðinn geta mætt með sína keðjubrodda þar sem líkurnar eru hverfandi á þörf á jöklabroddum og ísexi og þeir geta þá í versta falli sleppt Jötunsfellinu.
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef báðir aðilar sem deila æfingagjöldum mæta.
Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 12.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.
Leiðsögn:
Þjálfarar.
Brottför:
Kl. 08:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 18:00.
Aksturslengd:
Um 2,5 klst. Fólksbílafært en eingöngu jepplingar fara svo jeppaslóðann upp að fjallsrótum.
Akstursleiðarlýsing:
Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg F1, gegnum Borgarnes og beygt stuttu síðar til vinstri inn Snæfellsnesið um F54 og það ekið þar til beygt er til hægri inn Vatnaleiðina F56. Þegar niður er komið af henni er beygt til hægri inn Snæfellsnesveg F54 og hann ekinn framhjá Drápuhlíðarfjalli á hægri hönd þar sem mögnuð fjallasýnin blasir við á hægri hönd og sjórinn á þeirri vinstri. Ekið framhjá bænum Svelgsá á vinstri hönd og loks beygt inn afleggjara á hægri hönd sem liggur upp með Svelgsá (eyðibýlið Mosvellir) að virkjunarhúsi ofan við Nátthagafoss EF þessi vegur er fær og opinn NB en annars lagt af stað frá þjóðvegi F54.
Hæð:
Um 780 m á Svelgsárkúlu og 770 m á Jötunsfelli.
Hækkun:
Um 760 m miðað við 160 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 10 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngutími:
Um 5 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Gengið upp aflíðandi hlíðar yfir mosavaxið hraun og um mjúkan vikur upp á hinn ávala gíg, Svelgsárkúlu og svo tilraunakennda leið með ágætis brölti upp á bratt Jötunsfellið þar sem við vitum ekki fyrr en á staðnum hvort er fær leið upp á eður ei. Hægt að bíða af sér Jötunsfellið er mönnum líst ekki á það en við förum ekki upp nema örugga leið og snúum við ef okkur líst ekki á landslagið. Farið mjög líklega niður á sama stað og upp á Jötunsfellið og svo svipaða leið til baka meðfram jaðrinu á Svelgsárhrauni.
Erfiðleikastig:
Um 2 - 3 af 6 eða fært öllum í sæmilegu gönguformi fyrir frekar stutta dagsgöngu en á tilraunakenndri leið um hraun, vikur og kletta.
Búnaður:
Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
FB-viðburður: