Tindfjallajökull á Ými og Ýmu
Sat, May 18
|Tindfjallajökull, 846, Iceland
Uppáhaldsjökullinn okkar á glæsilega báða tindana í stórkostlegum fjallasal þar sem hvert skref er veisla og útsýnið engu öðru líkt yfir Fjallabakið, Suðurlandið og til sjávar.
Dagsetning og tími
May 18, 2024, 6:00 AM – 8:00 PM
Tindfjallajökull, 846, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 3. apríl 2024:
Skráðir eru x manns: + Bára og Örn.
Nýjustu tilkynningar:
*Jöklabroddar, ísexi og keðjubroddar nauðsynlegur búnaður allra.
*Eingöngu farið á jeppum (ekki jepplingum) þar sem keyra þarf upp Fljótsdalsheiðina með leyfi bóndans í Fljótsdal.
*Eingöngu farið í góðri veðurspá og leiðarval endurmetið út frá skyggni á staðnum.
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef báðir aðilar sem deila æfingagjöldum mæta.
Kr. 10.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 13.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Veðurspár:
Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.
Leiðsögn:
Bára og Örn.
Brottför:
Kl. 06:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.
Heimkoma:
Um kl. 20 :00.
Aksturslengd:
Um 2,5+ klst. með stoppi á Hvolsvelli og jeppaslóðanum að neðsta skála. Eingöngu jeppar (ekki jepplingar).
Akstursleiðarlýsing:
Keyrt frá Össuri Grjóthálsi 5 um Suðurlandsveg á Hvolsvöll og þaðan farið inn Fljótshlíðina að innsta bænum, Fljótsdal þar sem keyrt er gegnum hlið upp á Fljótsdalsheiðina á seinfærum jeppaslóða eins langt og við komumst, vonandi að neðsta skála (aldrei lengra NB).
Hæð:
Um 1.460 m.
Hækkun:
Um 960 m miðað við 612 m upphafshæð við neðsta skála eða neðar ef bílfæri leyfir ekki að komast þangað, en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngulengd:
Um 21 km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Göngutími:
Um 9 - 10 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.
Gönguleiðin:
Greiðfæra leið á snjó frá neðsta skálanum milli tinda þar sem hækkunin er aflíðandi lengstum alla leið að Ými en upp á hann er brölt frekar bratta en góða leið í snjó alla leið á tindinn vestan megin. Niður af Ými er farið austan megin góða snjóbrekku og brölt upp með brúnum Ýmu sem er brattari en Ýmir og eingöngu fær ef snjórinn er mjúkur efst þar sem lítið pláss er á tindinum og bratt allan hringinn (fært árið 2014 en ekki fært árið 2021). Ýma er á mynd viðburðarins, tekin úr snjóbrekkunni af Ými.
Erfiðleikastig:
Um 3 - 4 af 6 eða fært öllum í góðu gönguformi fyrir langa göngu í snjó og á jökli, greiðfæra leið að mestu en þó með góðu brölti upp og niður báða tindana.
Búnaður:
Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.