top of page

Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli á einstakan fjallstind

Sat, Jul 08

|

#Snæfellsnesfjöllin

Frekar stutt en mjög flott leið á eitt af svipmestu fjöllum Snæfellsness þar sem gengið er fallega leið um Hrútagil og Hrafnatinda og klöngrast í klettum bratta en vel færa leið upp á efsta tind sem er einn sá sérstakasti sem maður upplifir í fjallamennskunni.

Registration is Closed
See other events
Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli á einstakan fjallstind
Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli á einstakan fjallstind

Time & Location

Jul 08, 2023, 8:00 AM – 5:00 PM

#Snæfellsnesfjöllin, Snæfellsnes, 342, Iceland

Guests

About the Event

Uppfært 7. júlí 2023 - staðfest brottför út frá veðurspá og þátttöku:

Skráðir eru 10 manns: Agnar, Jaana, Linda, Maggi, Oddný G. Guðmundsdóttir gestur, Sigrún Anna Ólafsdóttir gestur, Silla, Þorleifur, Þórkatla og Örn.

Nýjustu tilkynningar:

*Eingöngu farið ef sæmileg þátttaka næst en erfitt að nýta ekki þetta frábæra veður á laugardaginn. 

*Mynd viðburðar: Tröllakirkja vinstra megin og Hrútaborg hægra megin, tekin á göngu á Smjörhnúk og Tröllakirkju í Hítardal 6. ágúst 2011. 

*Ferðasagan af Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli þann 5. október 2013 - mögnuð ferð í vetrarfæri þar sem allir komust upp á efsta tind, ógleymanlegt með öllu ! 

Verð:

Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 10.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 13.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn www.yr.no þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.

Leiðsögn:

Örn.

Brottför:

Kl. 8:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5.

Heimkoma:

Um kl. 17:00 miðað við 1,5 klst. akstur, 6 klst. göngu og græjun við bíla fyrir og eftir göngu.

Aksturslengd:

Um 1,5 klst.  

Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Vesturlandsveg, Hvalfjarðargöng, gegnum Borgarnes og út á Snæfellsnesið þangað til komið er að Kolbeinsstaðafjalli þar sem beygt er inn veg nr. 55 (um Heydal) og sá vegur ekinn framhjá bæjunum Hrauntúni og Mýrdal og upp á heiðina þar sem bílar eru skildir eftir við vegakantinn. 

Hæð:

Um 876 m.

Hækkun:

Um 888 m miðað við  82m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 10 - 11  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. .

Göngutími:

Um 6 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Gengið upp grasi grónar brekkurnar meðfram Hrútagili og upp þéttar grýttar brekkur Hrafnatinda áleiðis á tindana ofar þar sem endað er með klöngri í klettum efst á Tröllakirkjunni. 

Erfiðleikastig:

Um 2 af 6 eða fært öllum í ágætis gönguformi fyrir frekar stutta dagsgöngu á nokkuð einfaldi leið lengstum en þó með brölti í klettum efst alla leið á tindinn þar sem kraftur hópsins kemur öllum upp á efsta tind en tindinn þann vilja allir sem ganga á fjöll einhvern tíma upplifa !

Búnaður:

Sjá upptalningu undir búnaður - farið vel yfir listann og passið að hafa allan tindferðabúnað meðferðis, góða skó, hlý föt, góðan hlífðarfatnað, vettlinga og höfuðfat.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Sjá fb-viðburð hér: 

Share This Event

bottom of page