top of page

Vestari Hnappur í Öræfajökli

Fri, Apr 30

|

Öræfajökull, Iceland

Jöklaferð ársins 2021 er laugardaginn 1. maí: Mjög spennandi jöklaferð á sjaldfarinn tind í Öræfajökli... eingöngu á færi þeirra sem eru í mjög góðu formi fyrir mjög langan göngudag í jöklabúnaði og línum... loksins á síðasta tindinn af þeim sjö sem varða öskjubarminn í Öræfajökli. en hinir tinda

Vestari Hnappur í Öræfajökli
Vestari Hnappur í Öræfajökli

Dagsetning og tími

Apr 30, 2021, 2:00 PM – May 02, 2021, 4:00 PM

Öræfajökull, Iceland

Nánari upplýsingar

-Eingöngu þeir sem æfa mjög vel fyrir þessa ferð geta komið með. Ef menn mæta ekki í okkar göngur þá verða þeir að hafa æft vel sjálfir og verða að mæta líka í göngur með okkur svo þjálfarar geti metið formið á þeim í apríl fyrir ferð NB. -Skráning er hafin með staðfestingargjaldi kr. 8.000 á mann sem er óendurkræft við afboðun nema annar komi í staðinn. Eingöngu klúbbmeðlimir komast í þessar ferð vegna mikils áhuga. -Fullgreiða þarf ferðina í allra síðasta lagi mánudaginn 19. apríl. -Takið frá fimmtudagskvöldið 29. apríl, föstudaginn 30 maí og sunnudaginn 2. maí sem varadaga til göngu eftir veðurspá NB ! -Allir þessir dagar gilda sem mögulegir göngudagar þegar nær dregur (fimmtudagskveldið þá til að keyra austur).

-Pantið sem allra fyrst svefnpokagistingu í Svínafelli: svinafell(hjá)svinafell.com og taka fram "Toppfarar".   -Pálína í Svínafelli vill allt fyrir okkur gera... virðum sveigjanleika þeirra og liðlegheit.   - annars er það tjald þeir sem vilja og það þarf ekki að panta tjaldstæði :-)   - sturtuaðstaða á staðnum (lítið vatn samt en alltaf vel þegið að skola af sér).   - þjálfarar koma með kol og olíu og hver og einn kemur með sitt á grillið eftir göngu.   - mjög góður matsalurinn sem við höfum aðgang að - sjá www.svinafell.com   - ef menn vilja betri gistingu en svefnpokapláss þá er Kartöflugeymslan, Hótel Skaftafell, Hof o. fl. gististaðir í nágrenninu.

-ATH að það þarf jeppa í þessa ferð til að komast upp Hnappadalsleið, röðum í jeppa þegar nær dregur ferð og NB allir greiða bensínkostnað jeppanna frá Rvík og til baka hvort sem þeir fá far með þeim austur í Skaftafell eður ei, þar sem jeppamenn þurfa að koma þeim austur.

-Allar jöklaferðir Toppfara á Vatnajökul hér í tímaröð: http://fjallgongur.is/vatnajokulsferdir_fra_upphafi.htm

-Undirbúningur fyrir jöklaferðir - allir lesa alltaf fyrir árlegu jöklaferðirnar í maí NB: http://fjallgongur.is/jokla_gongu_thjalfun_almennt.htm

Veðurspár:

www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. NB Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari.

Sjá norska veðurspáveginn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:https://www.yr.no/place/Iceland/Austurland/R%C3%B3tarfjallshn%C3%BAkur/

Verð:

Kr. 28.000 fyrir klúbbmeðlimi - allur jöklabúnaður innifalinn (broddar, ísexi, belti, hjálmur, karabína). Kr. 33.000 fyrir gesti - allur jökla búnaður innifalinn (broddar, ísexi, belti, hjálmur, karabína).

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. kt. 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti: Örn er í síma 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is og baraket(hjá)simnet.is.

Skráning og skilmálar:Skráning í ferðina fer fram með greiðslu staðfestingargjalds kr. 8.000 inn á reikning Toppfara: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210. Staðfestingargjald er óendurkræft nema annar komi í staðinn. Fullnaðargreiðsla kr. (20.000 / 25.000) skal berast í síðasta lagi mánudaginn 19. apríl.

Leiðsögumenn:

Jón Heiðar Andrésson og leiðsögumenn hjá Asgard Beyond: www.asgardbeyond.is og  https://www.facebook.com/asgardbeyond

Göngulengd, hæð, hækkun og tímalengd:

Um 14 - 16 km á 8 - 10 klst. upp í 1.740 m hæð og hækkun er alls um 1.200 m miðað við 700 m upphafshæð. Keyrt upp Hnappavöllum á eingöngu jeppum NB upp í um 700 m hæð að snjólínu eftir því hvað færi leyfir (fórum upp í 700 m í 3ja tinda ferðinni árið 2014 NB) - og farið helst sömu leið til baka ef mögulegt (verum með varabíl við Sandfellið til öryggis ef eitthvað hindrar för?). Ath akstur frá Skaftafelli upp Hnappavallaleið tekur 60 - 90 mín alls ofan á göngutímann - svo gerum ráð fyrir að leggja af stað gangandi 1-1,5 klst. eftir brottför frá Svínafelli. Akstur til baka tekur minni tíma en best að gera ráð fyrir 1 klst. eða svo eftir gönguna.  Tímasetningar göngudags gætu endað svona en veður ræður endanlega: 04:00 - vakna. 05:00 - brottför keyrandi frá Svínafelli upp Hnappavallaleið á jeppaslóða upp í 700+m hæð. 06:30 - lagt af stað gangandi. 16:30 - komin til baka úr göngu í síðasta lagi, vonandi fyrr ! 17:30 - lent í Skaftafelli e/akstur úr fjallinu - fordrykkur, sturta, grill, viðrun á deginum, kvöldvaka  -> ómetanlegur dagur að baki ! Gengið yfir þekkt sprungusvæði sem getur tafið för og krefst varkárni allra, samvinnu og færni leiðsögumanna. Tindurinn sjálfur, Vestari Hnappur er brattur og þar þarf að tryggja leið upp með öryggislínu. Valkvætt verður að fara á hann, hægt að bíða niðri á meðan.

Brottför og heimkoma:

Brottför frá Reykjavík í Skaftafell kl. 14:00 á föstudegi. Gengið af stað kl. 5:00 á laugardagsmorgni en ákveðið endanlega á fimmtudag eða föstudag. Grillveisla í á tjaldstæðinu í Skaftafelli eftir göngu - gaman saman - og brottför heim kl. 10:00 á sunnudegi eða eftir smekk hvers og eins og heimkoma um kl. 15:00.Aksturslengd/-lýsing:Um 326 km á 4 - 5 klst. um Suðurlandsveg alla leið í Skaftafell með viðkomu í Systrakaffi eftir smekk (þá 5 klst alls).Gisting:

Sem fyrr í tjaldi eða svefnpokaplássi að Svínafelli - sjá www.svinafell.com. Hver sér um sína gistingu sjálfur og pantar hana - hafið samband við Svínfell sem fyrst og tiltakið Toppfarar og hvernig þið viljið gista (í 4ra manna smáhýsi eða 2ja manna herbergi). Mjög góð aðstaða að Svínafelli fyrir gönguhópa til að elda og borða saman eftir göngu. Stórt grill á staðnum,eldhús, matsalur og  tvær sturtur til að borga í. Þjálfarar koma með kol, olíu og álpappír fyrir allan hópinn. Við höldum góðu orðspori Toppfara um sérlega góða umgengni hvar sem við höfum gist eða komið :-)

Erfiðleikastig:

Um 6 af 6 eða mjög krefjandi dagsganga eingöngu á færi þeirra sem farið hafa í krefjandi dagsferðir vikurnar á undan. Reynsla í göngu á broddum með ísexi og í línum nauðsynleg. Tindferðir í mars og apríl miða að því að undirbúa þessa jöklaferð þar sem farið er í fremur langar dagsferðir á há fjöll á ísbroddum með ísexi.

Búnaður:

Í grunninn sami búnaður og í vetrartindferðunum og því kemur sér vel að hafa gengið reglulega í vetur og vor. Jöklabroddar, ísexi og göngubelti með læstri karabínu nauðsynlegur búnaður allra - innifalið í verði en þarf að panta við fullnaðargreiðslu. Sjá yfirlit undir búnaður.

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Deildu hér

bottom of page