top of page

Vestmannaeyjar, sjö tinda leið um hvítasunnu

Fri, May 26

|

Vestmannaeyjar

Stórkostleg gönguleið á sjö tinda Vestmannaeyja á mögnuðum fjallshryggjum og eldfjöllum kringum byggðina í Eyjum á áhrifamiklum söguslóðum í lygilegu landslagi.

Vestmannaeyjar, sjö tinda leið um hvítasunnu
Vestmannaeyjar, sjö tinda leið um hvítasunnu

Dagsetning og tími

May 26, 2023, 6:00 AM – May 29, 2023, 10:00 PM

Vestmannaeyjar, 900 Vestmannaeyjar, Iceland

Nánari upplýsingar

Uppfært 10. mars 2023:

Skráðir eru x manns:  + báðir þjálfarar. 

Hámark 20 manns, lágmark 15 manns.

Nýjustu tilkynningar:

*Dagsferð til Eyja, borðað eftir göngu og tekin næst síðasta eða síðasta ferð til baka kl. 19:30 / 22:00 eða gist yfir helgina þeir sem vilja.

*Göngudagur valinn eftir veðurspá og koma fjórir dagar til greina, fös laug, sun og mán. 

*Tímasetningar eru settar á fyrstu ferð Herjólfs frá Landeyjahöfn á föstudegi og til baka síðustu ferð á mánudegi, öðrum í hvítasunnu en veðrið ræður þegar nær dregur hvaða göngudagur verður fyrir valinu. Við munum alltaf taka fyrstu Herjólfsferð að morgni göngudags en hver og einn velur hvort hann fer út að borða eftir göngu eða tekur ferjuna fyrr til baka, eða gistir í kringum gönguna. 

Verð:

Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mætt hafa í tvær tindferðir síðustu 2 mánuði NB.

Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.

Kr. 12.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.

Kr. 15.000 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.

ATH: Greiðsla er eingöngu fyrir fararstjórn, hver og einn pantar og greiðir sjálfur í Herjólf, gistingu, mat o.s.frv.

Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:

Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is. 

Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.

Skráning og skilmálar:

Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst. 

Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Veðurspár:

Sjá www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari. Sjá norska veðurspávefinn www.yr.no þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár, en taka þarf með í reikninginn að um fjallllendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng.

Leiðsögn:

Þjálfarar.

Brottför:

Kl. 6:00 á slaginu frá Össur, Grjóthálsi 5, akstur í 2 klst. að Landeyjahöfn, ferjan fer fyrstu ferð kl. 8:15 frá Landeyjahöfn og tekur 35 mín.

Akstur til Þorlákshafnar tekur 45 mín og siglingin 2:45 klst. en við ættum að geta farið frá Landeyjahöfn vandræðalaust á þessum árstíma.

Heimkoma:

Um kl. 22 eða 01:00 miðað við að fara með Herjólfi til baka kl. 19:30 eða kl. 22:00 frá Eyjum (síðasta ferð er 22:00 NB).

Aksturslengd:

Um 2 klst. frá Össuri í Landeyjahöfn. Fólksbílafært.

Akstursleiðarlýsing:

Ekið um Suðurlandsveg gegnum Hellu og Hvolsvöll þar til komið er að vel merktri beygju til hægri að Landeyjahöfn, sá vegur er mjög drjúgur og mikilvægt að hafa nægan tíma og keyra varlega. Næg bílastæði eru við höfnina. 

Hæð:

Um 293 m.

Hækkun:

Um 1.300 m miðað við 12 m upphafshæð en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Göngulengd:

Um 15 - 20  km en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi. 

Göngutími:

Um 6 - 10 klst. en fer endanlega eftir leiðarvali, veðri, færð og hópi.

Gönguleiðin:

Mögnuð hringleið á sjö tinda, Dalsfjall, Blátind, Háin, Stóra og Litla Klif, Heimaklett, Eldfell, Helgafell og Sæfell um lygilegar söguslóðir eldgosa, Tyrkjarána, háhyrninga, Guðlaugs sjómanns ofl... Svipuð leið og farið var fyrir 10 árum síðan þar sem einfalt var að stytta gönguna eins og hentaði á fleiri en einum stað á miðri leið og því er ferðin fær öllum. 

Erfiðleikastig:

Um 2 - 3 af 6 eða fært öllum í góðu gönguformi (eða sæmilegu ef menn stytta gönguna) fyrir langa og mjög fjölbreytta dagsgöngu sem er tafsöm vegna klöngurs og landslags þar sem staldra þarf ótal sinnum við og njóta. Leiðin er talsvert í bratta en á vel grónu landi og oft á góðum slóða og fær öllum þar sem við njótum kraftsins frá hópnum.

Búnaður:

Alltaf skal taka með sér vatns- og vindheldar buxur og jakka,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlinga, ullarföt innst, góða gönguskó með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 1-2 L af vökva eftir vegalengd og tímalengd ferðar. Höfuðljós og keðjurbroddar eru nauðsynlegur búnaður allra að vetri til og aðstæður gætu krafist notkun jöklabúnaðar og ísaxar sem er nauðsynlegur búnaður allra sem vilja almennt ganga á fjöll að vetri til. 

Tryggingar:

Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Deildu hér

bottom of page