top of page

Vinafjallið mitt x 52 á árinu 2021

Fri, Dec 31

|

Úlfarsfell

Göngum einu sinni í viku eða oftar á vinafjallið mitt árið 2021 ... og komum okkur í dúndurform í leiðinni ! Hefst fös 1. jan og lýkur fös 31. des 2021.

Registration is Closed
See other events
Vinafjallið mitt x 52 á árinu 2021
Vinafjallið mitt x 52 á árinu 2021

Time & Location

Dec 31, 2021, 11:00 AM – 1:00 PM

Úlfarsfell

About the Event

Hefst fös 1. jan og lýkur fös 31. des 2021.

Þátttökureglur:

1. Velja þarf eitt fjall sem skilgreinist sem #vinafjalliðmitt.

2. Fara má ólíkar leiðir á fjallið.

3. Telja má fleiri en eina ferð upp og niður í sömu gönguferð svo lengi sem hver ganga er frá fjallsrótum og upp á skilgreindan tind eða þekktan áfangastað (eins og Steininn á Esjunni, Hákinn í Úlfarsfelli eða álíka).

4. Melda inn hverja ferð á viðburðinn (með ljósmynd eða skjáskoti af síma (engar sjálfur NB eins og alltaf í okkar áskorunum)) EÐA með því að myllumerkja bara færslu á sínum fb-vegg #vinafjalliðmittx52 EÐA senda reglulega inn lista um allar ferðirnar (t.d. skjáskot af excel-skjali, word-skjali eða handskrifuðum lista).

 Allir þátttakendur þurfa að senda inn lokalista af öllum sínum ferðum í lok árs af excel-skjali eða bara lista á word eða álíka.

5. Hver og einn útfærir þessa áskorun á sinn máta, t. d. með því að ætla að fara einu sinni í viku á árinu, fara alls x52 ferðir á árinu, fara tvöfalt það alls 104 ferðir, ná 100 ferðum á árinu, fara 52 ferðir á vinafjallið og 52 ferðir á önnur nágrannafjöll (alls 104), telja bara ferðirnar sem maður fer einsamall á fjallið, fara rúmlega 52 ferðir á árinu til að ná í heildina 100 fjallgöngum alls á árinu (er þá að telja allar aðrar fjallgöngur með), fara jafnoft og aldurinn segir til um (58 ferðir á 58 ára afmælisári) o.s.frv.

6. Þökkum meðvitað fyrir að hafa heilsu og svigrúm til þess að fara reglulega á fjall allt árið um kring og fá að upplifa mjög ólíkt landslag, veður og færð í landi þar sem slík útivera skuli í alvörunni vera í boði fyrir hvern sem er í túngarðinum á höfuðborginni.

7. Söfnum hjörtum í þessum ferðum og reynum að ná allavega einu hjarta í hverri ferð (valkvætt NB).

8. Eingöngu virkir klúbbmeðlimir Toppfara geta tekið þátt í þessari áskorun.

9. Þjálfari tekur saman þátttökuna og dregur sigurvegara úr öllum gildum þátttakendum. Verðlaun eru árgjald í klúbbnum sem viðkomandi má nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.

Share This Event

bottom of page