top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Ármannsfell í ljósaskiptum

Updated: Oct 29, 2023

Æfing nr. 773 þriðjudaginn 3. október 2023.


Ármannsfellið var gengið óhefðbundna leið frá Sandkluftavatni á þriðjudegi í byrjun október í logni og fallegum haustlitum... ljósaskiptum og dásamlegu veðri...


Dagsbirtu naut upp á tind en þaðan gengum við svo niður í ljósaskiptum og myrkri og fengum þetta fína gil til að brölta um í myrkrinu þegar stutt var í bílana... og eins og þjálfari sagði... ef þetta gil vefst fyrir manni... þá á maður ekki erindi á hæstu fjöll Evrópulanda... svo klöngrumst sem oftast og mest... þannig styrkjumst við og verðum örugg og óhikandi í alls kyns fjallabrölti...


Alls 5,1 km á 3:01 klst. upp í 781 m hæð með alls 489 m hækkun úr 289 m upphafshæð.


Yndislegt og mjög gaman að ná þessari leið fyrir veturinn :-)



Hér koma myndir af göngunni:



























Mættir voru 28 manns:


Efri: Þorleifur, Kári, Ása, Leiknir, Sighvatur, Örn, Magga Páls, Kolbeinn, Jaana, Björg, Ingunn, Eva, Fanney, Sjöfn Kr., Siggi, Linda, Johan, Agnar.


Neðri: Gustav, Karen Rut með Hetju, Dina, Inga, Þórkatla, Sigurbjörg, Sigríður Páls., Gerður Jens og Tinna með Tuma en Bára tók mynd og Batman og Myrra voru þarna líka.










37 views0 comments

Comentarios


bottom of page