Æfing nr. 773 þriðjudaginn 3. október 2023.
Ármannsfellið var gengið óhefðbundna leið frá Sandkluftavatni á þriðjudegi í byrjun október í logni og fallegum haustlitum... ljósaskiptum og dásamlegu veðri...
Dagsbirtu naut upp á tind en þaðan gengum við svo niður í ljósaskiptum og myrkri og fengum þetta fína gil til að brölta um í myrkrinu þegar stutt var í bílana... og eins og þjálfari sagði... ef þetta gil vefst fyrir manni... þá á maður ekki erindi á hæstu fjöll Evrópulanda... svo klöngrumst sem oftast og mest... þannig styrkjumst við og verðum örugg og óhikandi í alls kyns fjallabrölti...
Alls 5,1 km á 3:01 klst. upp í 781 m hæð með alls 489 m hækkun úr 289 m upphafshæð.
Yndislegt og mjög gaman að ná þessari leið fyrir veturinn :-)
Hér koma myndir af göngunni:
Mættir voru 28 manns:
Efri: Þorleifur, Kári, Ása, Leiknir, Sighvatur, Örn, Magga Páls, Kolbeinn, Jaana, Björg, Ingunn, Eva, Fanney, Sjöfn Kr., Siggi, Linda, Johan, Agnar.
Neðri: Gustav, Karen Rut með Hetju, Dina, Inga, Þórkatla, Sigurbjörg, Sigríður Páls., Gerður Jens og Tinna með Tuma en Bára tók mynd og Batman og Myrra voru þarna líka.
Comentarios