top of page

Ásfjall mjög fallega áttuhringleið með vor í lofti, éljagangi og grænum lautum

Æfing nr. 796 þriðjudaginn 29. mars 2024.



Næst síðasta vikan í mars var ansi illviðrasöm og þegar ætlunin var að ganga á Drottningu og Stóra Kóngsfell í Bláfjöllum var spáin 16 m/sek og snjókoma svo við breyttum æfingunni yfir á Ásfjallið þar sem mun skárra veður átti að vera á höfuðborgarsvæðinu en í fjöllunum... og það varð aldeilis úr...


Skínandi góð æfing sem var auðvitað allt of stutt og létt fyrir hóp sem vill flottar fjallgöngur á þriðjudögum svo Örn lengdi ferðina og endaði í áttulaga hring þar sem farið var beint niður brekkurnar á fjallinu og tekin notaleg nestispása við skóginn í hlýrri kvöldsól...


Alls 6,5 km á 1:48 klst. upp í 140 m hæð með alls 244 m hækkun úr 34 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr göngunni hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:










Alls mættu 14 manns:


Katrín Kj., Örn, Þorleifur, Írunn, Inga, Karen, Batman, Hetja, Guðmundur Jón, Magga Páls., Kolbeinn, Elsa, Aníta, Sjöfn Kr., Jaana og Bára tók mynd...









Frábær æfing... tökum konungshjónin í næstu viku og færum Þyrilsnesið fram á haustið ef færi gefst... takk fyrir flotta göngu :-)

24 views0 comments

ความคิดเห็น


bottom of page