top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Ásfjall og Vatnshlíð... eitt af vinafjöllunum tólf árið 2023.

Æfing nr. 737 þriðjudaginn 10. janúar 2023.


Ásfjallið er eitt af tólf vinafjöllunum árið 2023... en hér er um nýja áskorun að ræða þar sem við höfum alltaf og munum alltaf keppast við að fara 52 ferðir á vinafjallið okkar #vinafjalliðmittx52 á hverju ári hvert og eitt okkar sem hugnast þetta á annað borð... en árið 2023 ákváðum við samt að hafa 12 fjöll í pottinum og við munum því ganga alls 52svar á þau eins og hentar... með þeirri undantekningu að hvert fjall á sinn mánuð... og í janúar er það Mosfell... en það þýddi bara að þeir sem gengu á Ásfjallið þennan þriðjudag nr. 2 á árinu náðu sér í eina ferð á #vinafjöllinokkarx52


Þessi vetur er sérstakur hvað varðar einsleitni í veðri... nóvember var fádæma hlýr og snjólaus... desember frosinn og svo snjóbylur frá miðjum mánuði með tilheyrandi snjófargani fram í janúar... og áfram þessi heiðskíra og mikla frost dögum og í raun vikum saman...


Því fór svo að fyrstu þrír þriðjudagar ársins 2023 voru allir farnir í lygnu, ísköldu og friðsælu veðri...


Leiðin á Ásfjallið hefur yfirleitt verið farin með viðbót á Vatnshlíðina og oftast líka á Vatnshlíðarhornið þar sem hlíðin er í raun tvíhnúka... en í þessu snjóþynga færi varð gangan sem vanalega er frekar saklaus... að heilmikilli þrekraun... sérstaklega fyrir fremstu menn sem þurftu að troða snjóinn...


Helga Edwald mætti í sína fyrstu göngu eftir 6 ára hlé... og hlátrasköllin glumdum um fjallasali Hafnarfjarðar þökk sé henni... hvílíkur gleðigjafi sem hún er og fleiri Toppfarar til margra ára... Lilja Sesselja hér... einn af gömlu Toppförunum sem ennþá eru á fjöllum með okkur... hvílík gæfa að eiga þessa göngufélaga að !


Eftir strembna báða hnúka Vatnshlíðarinnar... enduðum við á Ásfjalli sem gefur mjög fallegt útsýni yfir Hafnarfjörðinn og Reykjanesið...


Hér á árum áður... buðu Hafnfirðingar upp á alls kyns veitingar, kyndla og ljósadýrð... á einum af fjallstindunum sínum... við veltum því fyrir okkur hvers vegna við værum hætt svona uppákomum... síminn ! ... segir þjálfarinn... hann er að steikja og smám saman lama í okkur þankaganginn... frumkvæðið... áræðnina... nennuna...

Frábær mæting þetta kvöld eins og alla þriðjudaga meira og minna síðustu tvö til þrjú árin... alls 29 manns !


Agnar, Andrea, Arnór, Bára, Birgir M., Bjarnþóra, Dagbjört, Dina, Edwin, Halldóra Þ., Helga Edwald, Inga Guðrún, Johan, Jóhann Ísfeld, Jóhanna D., Jórunn Ósk, Kristín H., Lilja Sesselja, Magga Páls., María H., Matthías, Siggi, Sjöfn Kr., Steinunn Sn., Villi, Þorleifur, Þórkatla, Þórunn og Örn og svo mættu Batman, Gotti, Moli og Snót... fleiri hundar ?


Beinustu leið niður af Ásfjalli og ekkert væl ! Bratt og smávegis brölt en mjööööög hollt !


Gegnum skóginn til baka meðfram Ástjörninni... fyrsta hringleiðin kringum vatn á árinu þar sem við hringum eitt í hverjum mánuði... #Vatnahringir2023


Takk fyrir okkur Ásfjall og vinur þinn hún Vatnshlíðin... mjög flott og krefjandi ganga... þetta var alvöru æfing upp á 6,6 km á 2:50 klst. upp í 140 m hæð með alls 282 m hækkun úr 23 m upphafshæð.


Takk... fyrir hláturinn elsku göngufélagar... hann glumdi svo sannarlega í fjöllunum þetta kvöld ! #Þriðjudagsþakklæti


44 views0 comments

Comments


bottom of page