top of page

Þau sem gengu 17 fjöll á 17 dögum

Afmælisáskorun Toppfara í tilefni af 17 ára afmæli klúbbsins þann 12. - 28. maí 2024.


Alls tóku þrjú manns þátt í þessari skemmtilegu áskorun sem hljómaði fáránlega fyrst þegar við byrjuðum á 10 fjöllum á 10 dögum... og bættum alltaf við einu fjalli á hverju ári og einum degi með... en það undarlega hefur gerst að þetta verður sífellt léttara verkefni með hverju árinu... svo það verður forvitnilegt að komast að því hvenær þetta verður aftur erfitt að ganga á svona mörg fjöll á takmarkað mörgum dögum...


Athugið ef það vantar einhvern í þessa samantekt, sendið mér strax línu svo ég geti bætt skýrslu hans inn ! :-)


Birgir vann sér inn tindferð að verðmæti 7.000 kr. sem viðkomandi getur nýtt þegar hentar.


Hér koma meldingar þeirra sem tóku þátt í stafrófsröð með einni ljósmynd frá hverjum og einum:


Aníta:


Eitt uppátækið enn… afmælisáskorunin.


Ætli lærdómur þessa uppátækis hafi ekki verið að mögulega er ég með fossablæti  Og á meðan aðrir mynda hjörtu þá virðist ég mjög nauðsynlega þurfa að taka myndir af ánamöðkum hvar sem ég rekst á þá.


Mest krefjandi var að búa til tíma en með útsjónarsemi gekk þetta alltaf einhvern veginn upp. Það voru teknar þrautseigju æfingar þegar kroppurinn var þreyttur eftir ræktina. Þolinmæðisæfingar á leiðinlegu malarhólunum (halló Æsustaðafjall). Hlaupaæfingar þegar tíminn var naumur. Og víkingaskapið fékk lausan tauminn í gulri viðvörun.


Að auki þurfti náttla að setja lágmörk; 17 ólíkir toppar, 5312m lágmark í hækkun og 106km lágmark í vegalengd… (sko… af því ég setti 5000m og 100km í fyrra).

Ljóst er að ég er ekki jafn góð í markmiðasetningu og ég þykist vera því ég skaut vel yfir hækkunarmetrana. Og þó… kannski er ég bara geggjað ofur… það hljómar betur og þá er ég ennþá sjúklega góð í markmiðasetningu.


 12.05. (6) Hreggnasi, Bárðarkista o.fl. á Snæfellsnesi 17,38km / 1362m

Þokugangan mikla sem taldi ansi hrikalega tinda. Við bara sáum þá ekki.


 13.05. (1) Helgafell Mosó; 2,01km / 134m

Næs redding rétt fyrir miðnætti


 14.05. (3) Hellutindar, Vigdísartindur o.fl.; 9,03km / 431m

Þriðjudagsgangan þar sem ég þurfti áfallahjálp eftir rörahrekk Kolla


 15.05. (1) Mosfell; 3,86km / 229m

Sonurinn furðaði sig á steinaskilaboðum í vörðunni: “Toppfarar liggja í þögninni”. Hann er traumatized af fjallgöngum móður. Á steininum stóð: “Töfrarnir liggja í þögninni”


 16.05. (2) Reykjaborg og Lali; 6,14km / 301m

Geggjað rómó sólsetursganga fyrir einn


 17.05. (1) Nípa í Esju; 3,21km / 301m

Dagurinn sem ég uppgötvaði fossablætið. Lufsaðist haugþreytt á sniglahraða en öppgreidaði alveg upp í hænuskrefin eftir fossahugleiðslu


 18.05. (2) Hornfellsnípa og Drangshlíðarfjall; 17,63km / 1055m

Fossablætið vel nært með mini fossasturtu í lokin. Takk Fanney.


 19.05. (1) Æsustaðafjall; 2,2km / 168m

Malarhaugur. En ég sá ánamaðk. Það er plús.


 20.05. (1) Úlfarsfell Stóri hnjúkur hlaup; 3,38km / 198m

Tímasparnaðarráð. Hakað við Stóra hnjúk.


 21.05. (1) Lönguhlíðarfjall um Stórkonugil; 8,18km / 446m

Þriðjudagsganga. Í mínum huga er þetta bara Mígandagróf og Ræpulaut en allt í lagi.


 22.05. (1) Búrfellsgjá hlaup; 5,74km / 125m

Annað tímasparnaðarráð.


 23.05. (1) Úlfarsfell Litli + Stóri hlaup; 3,07km / 238

Þetta er að verða stóri listinn um tímasparnaðarráð. Litli fær hakið núna og ég fæ bónus fyrir að gefa hífandi roki og rigningu miðfingurinn og hlaupa samt.


 24.05. (1) Úlfarsfell Hákinn+Stóri+Hákinn; 4,51km / 269m

Gul viðvörum… pffft. Dagurinn sem ég talaði hástöfum við vindinn eins og við værum í keppni. Vindurinn náði að henda mér í jörðina á Hákinn en ég skreið bak við stein og gargaði STIKK eins og kona gerir náttla alein í vind bardaga. Svo hélt ég áfram og náði upp á Stóra. Auðvitað vann ég.


 25.05. (2) Bæjarfell, Þverfell, Borgarvatn; 6,16km / 358m

Gargandi partý seint á laugardagskvöldi. Alltaf sama djamm vesenið á manni.


 26.05. (1) Laugargnípa; 5,12km / 632m

Hámhorf á fuglana. Note to self: Muna næst, popp og kók.


 27.05. (1) Helgafell þverun á hlaupum, upp gilið og niður gatið; 8,2km / 273m

Nennti ekki að labba. Ég elska þessi tímasparnaðarráð.


 28.05. (1) Laugarvatnsfjall; 7,83km / 543m


Afmælis… Við stelpurnar sögðum Kolla að hér eftir yrði að vera freyðivín í hverri ferð. Kolli fór á Smitten að leita að Friðrik fyrir okkur. Ég veit ekki alveg hvort freyðivínið fór í heyrnina eða heilann hjá honum.


Samtals: 17 dagar, 27 toppar, 113,64km og 7063m í hækkun

Takk fyrir mig, takk fyrir geggjað ár og sjitt hvað ég hlakka til næstu ævintýra.


--------------------------------


Bára:


Ég er mjög ánægð að hafa náð þessu þar sem þetta vor hefur farið í að hlífa hnénu sem mest en æfa samt fyrir Mont Blanc ferðina og þarna er fín lína sem mér fannst erfitt að feta, en sem fyrr réð dagskrá Toppfara öllu og allar ferðir á vinafjallið mitt féllu niður nema sú sem þurfti til að ná þessum 17 fjöllum.


Þetta var undarlega létt áskorun í ár, skil ekki afhverju nema kannski af því við náðum að vera með fleiri en eitt fjall á tveimur þriðjudögum af þremur og þarna eru tvær tindferðir sem gáfu annars vegar 6 tinda og hins vegar 2 tindar. Mergjaður listi í ár að mínu mati sem segir allt um það sem er að baki klúbbnum í ár, skil ekki hvernig við erum ennþá að toppa okkur og ennþá að uppgötva svona mikið af flottum leiðum og glæsilegum fjöllum. Ísland... þú ert besta land í heimi og Toppfarar eru langflottastir... "og Batman" eins og Sigfús Orri Arnarsson barnabarnið mitt 3ja ára segir alltaf... það má ekki telja neitt upp nema hafa Batman með... aldrei skilja útundan takk fyrir :-) Elsku hjartagullið :-)


  1. Hreggnasi,

  2. Miðfell,

  3. Bárðarkista,

  4. Blákolla,

  5. Geldingafell vestra,

  6. Svörtutindar 12. maí - Toppfaraferð.

  7. Sandfellsklofi,

  8. Hellutindar,

  9. Vigdísartindur 14 maí - Toppfaraæfing.

  10. Hornfellsnípa,

  11. Drangshlíðarfjall 18. maí - Toppfaraferð.

  12. Helgafell í Hafnarfirði 20. maí - Vökudeildaráskorun.

  13. Lönguhlíðarfjall að Mígandagróf,

  14. Fagradalsmúli 21. maí - Toppfaraæfing.

  15. Helgafell í Mosí 23. maí - með Batman.

  16. Úlfarsfell 26. maí - með Batman.

  17. Laugarvatnsfjall 28. maí - Toppfaraæfing og 17 ára afmælisganga.


Mynd úr bakhlíðum Drangshlíðarfjalls í mergjaðri sumarferð með Fimmvörðuhálsleiðina hægra megin og Eyjafjallajökul trónandi yfir og svo nær gljúfur Kaldaklifsár... hvílík ferð !


--------------------------------


Birgir:



Afmælisáskorunin.


Það hentar mér vel að taka þátt í henni þar eð hefur hægst um hjá mér á þessum tíma.

Við fengum alveg fljúgandi start yst á snæfellsnesinu, á alveg mögnuðum degi, einn af mörgum slíkum á árinu.


Hér er þá samantektin frá mér :


12.5. Bárðarkista og co. 4 til 6 tindar.

14.5. Sveifluháls þriðjudagsgangan 2 til 3 tindar.

18.5. Katlagil + Hjálmur Grímmannsfell. 1 tindur.

20.5. Úlfarsfellið tvær ferðir. + Hafravatnhringur. 4 tindar samtals.

21.5. Rauðhóll og Geithóll esjubörn

          1 eða 2 tindur.

23.5. Þverfellshornið. 1 tindur.

25.5. Helgafell í mos alveg yfir og tilbaka. + hringur á Mosfellinu. 3 tindar.

27.5. Helgafell Hafnarfirði 1 tindur.

28.5. Laugarvatnsfjallið, þriðjudagsganga. Einn tindur.

Vona að þetta sleppi til hjá mér, læt nokkrar myndir fylgja með, áður birtar.


Takk fyrir mig, strax farinn að hlakka til áskorunarinnar að ári !!


----------------------------------------


Takk öll elskurnar fyrir að vera með í þessari vitleysu... hún er ekkert smávegis skemmtileg !



15 views0 comments

Comments


bottom of page