top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Þverárdalur Esju upp Móskarðahnúka um Laufskörð á Hátind #Esjudalirnir

Tindferð nr. 320 sunnudaginn 20. október 2024


Örn bauð upp á hringferð um Þverárdal Esjunnar þar sem gengið var upp slóðann á Móskarðahnúka og þeir þræddir frá hæsta til vesturs að Laufskörðum og þau gengin í léttri snjóföl þar sem keðjubroddarnir voru nýttir en færið var mjúkt og greiðfært og hvergi hálka á ferð...


Frá Laufskörðum var farið yfir á Hátind og klöngrast niður klettabeltið þar í sumarfæri en þarna var komið algert logn og sólin skein í heiði sem var ansi mikill munur á veðri frá því fyrr um daginn í vindi og éljagangi um Móskörðin...


Sjö manns lögðu í þessa ferð sem var grátlega fámennt og tvö sneru niður frá Laufskörðum vegna dagsforms og veðurs en fimm kláruðu allan hringinn og þar með eru fimm Esjudalir í höfn af átta... Grafardalur, Eyjadalur og Flekkudalur framundan og smá von um að ná þeim öllum áður en árið er úti. Nú ef ekki, þá bara náum við þessum dölum á næsta ári.


Ótrúlega skemmtilegt verkefni og mögnuð upplifun á Esjunni með því að þræða dali hennar alla eins og við gerðum fyrstu ár klúbbsins um alla dali Skarðsheiðarinnar :-)


Alls 15,7 km á 7:23 klst. upp í 922 m hæð með alls 157 m upphafshæð.


Ljósmyndir ferðar hér neðan við og nafnalisti undir hópmyndum og gps-slóðin neðst í ferðasögunni





























Birgir, Dína, Gulla, Aníta, Maggi, Sighvatur, Baltasara, Batman og Örn tók mynd en Bára var að vinna.






















































































Snillingar að ná þessum dal á þessum fallega sunnudegi !



















































Sjá lóðrétta regnbogann frá bílastæðinu við Össur... dagur hinna lóðrétu regnboga...


Takk elskur fyrir að mæta... og næla í svona flott fjallaævintýri...


Commentaires


bottom of page