Alls tóku 8 manns þátt í áskoruninni um að ganga á 14 fjöll á dögum á 14 ára afmælisárinu 2021, þrír karlmenn og fimm konur og stóðu allir sig frábærlega í sinni útfærslu þrátt fyrir alls kyns hindranir eins og C19, bólusetningar, annríki, veikindi, veður og færð.
Flestir voru einnig að ganga 52svar sinnum á vinafjallið sitt á árinu #vinafjalliðmittx52 og gátu því nýtt þessa árlegu afmælisáskorun fyrir þá áskorun í leiðinni.
Beta var dregin út meðal þátttakenda og vann sér inn árgjald í klúbbnum að verðmæti kr. 20.000 sem hún getur nýtt fyrir sjálfa sig eða aðra.
Takk allir fyrir þátttökuna... virkilega vel gert... en fyrst og fremst ótrúlega gefandi og gaman að komast að því að maður getur hundskast út seint um kvöld eftir vinnu eða látið sig hafa það í erfiðu veðri... af því maður er að klára einhverja #Toppfaraáskorun :-)
Bára:
19.5: Úlfarsfell frá Sólbakka á Stórahnúk = 2,7 km - með Batman.
20.5: Úlfarsfell frá skógrækt á alla þrjá = 4,3 km - með Batman.
21.5: Réttarmúli á Vatnaleið í 521 m hæð = Toppfaraferð.
21.5: Gvendarskarð á Vatnaleið í 582 m hæð = Toppfaraferð.
22.5: Klifsháls á Vatnaleið í 523 m hæð = Toppfaraferð - 40,2 km alls 21.-22.5.
23:5: Úlfarsfell skógrækt á Stóra+Litla hnúk niður Sólbakka = 3,5 km með Erni og Batman.
23.5: Úlfarsfell frá Sólbakka á Litla+Stóra hnúk+Hákinn og niður vesturhlíðar í skógrækt = 3,6 km með Erni og Batman.
24.5: Úlfarsfell frá Skarhólamýri á Stóra+Litla og niður á Sólbakka = 3,0 km með Erni.- og Batman.
24.5: Úlfarsfell frá Sólbakka á Litla+Stóra og niður í Skarhólamýri 24.5 = 3,0 km með Erni og Batman.
25.5: Mórauðakinn í Skarðsheiði = 6,7 km - Toppfaraferð.
27.5: Helgafell í Mosó frá efra bílastæði á topp = 1,9 km ein.
27.5: Helgafell í Mosó frá efra bílastæði á topp = 1,9 km ein.
28.5: Úlfarsfell frá efra suðurbílastæði á Stóra+Litla hnúk og niður Sólbakka = 3,4 km með Erni og Batman. Brjálað veður !
28.5: Úlfarsfell frá Sólbakka á Litla+Stóra hnúk og niður á efra suðurbílastæði = 3,4 km með Erni og Batman. Brjálað veður !
Alls 77,6 km. Farið þrisvar x tvær ferðir á Úlfarsfell og 1 x 2 ferðir á Helgafell í Mósó til að vinna upp fjóra tapaða daga í byrjun áskorunarinnar vegna veikinda.
Hefði aldrei farið þetta nema út af áskoruninni. Komst að því að það er ótrúlega gaman að fara upp á ýmsum stöðum og niður á Sólbakka og svo til baka og ná þannig tveimur ferðum á Úlfarsfellinu... náði alls 8 ferðum á það á innan við viku með þessu sem skilaði sér líka í #vinafjalliðmittx52 sem var mikils virði :-) Veðrið var mun skárra á fimmtudagskvöldið en rokið sem ég hjólaði í á leið heim klukkan hálfátta um kvöldið í kvíðakasti yfir að eiga eftir að fara tvær ferðir ein á fjallið í þessu roki... en veðrið í dag, föstudag var varasamt efst í Úlfarsfelli en slapp af því ekki var rigning, við hefðum ekki getað verið þarna í þessum vindi ef það hefði verið úrkoma svo það rétt slapp.
Ótrúlega gefandi að þrjóskast við að gera þetta ! Og það er rétt sem Jóhanna Fríða segir... þetta verður alltaf skemmtilegra eftir því sem talan verður hærri ! Hvernig verður þetta 30 fjöll á 30 dögum á 30 ár afmælinu eiginlega ? Ja... þá hljótum við að hætta þessu ! :) #Toppfaraáskorun
Beta:
15.maí Hátindur, Laufskörð og Móskarðshnúkar
16.maí Gunnlaugsskarð og Þverfellshorn
17.maí Úlfarsfell
17.maí Hafrahlíð og Reykjarborg
17.maí Helgafell Mosfellsbær
18.maí Steinninn frá Kjalarnesi
19.maí Úlfarsfell
21.maí Blikdalshringur, Dýjadalshnúkur, Kistufell og Kerhólakambur
22.maí Gunnlaugsskarð, Hábunga og Kerhólakambur
23.maí Helgafell Hafnarfjörður
24.maí Helgafell Hafnarfjörður lengri leið
25.maí Stóra Reykjafell
26.maí Úlfarsfell frá skógræktinni
27.maí Þverfellshorn
Til gamans skoðaði ég tölfræðina hjá mér á 14 fjöllum og það kom skemmtilega á óvart 110.15 km og uppsöfnuð hækkun 7.649m Takk enn og aftur fyrir þessa áskorun.
Gunnar:
18. maí: Eldborg Nyrðri og syðri með Toppförum
18. maí: Lambafellshnúkur eftir Toppfaragönguna. .
21. maí: Réttarmúli á Vatnaleiðin,
21. maí: Gvendarskarð á Vatnaleið,
22. maí: Klifsháld á Vatnaleið - alls 40,2 km.
28. maí: Mosóhlaupaleiðin: Úlfarsfell, Hafrafell, Lali, Þverfell, Reykjaborg, Hádegisfjall, Reykjafell, Mosfell.
Alltaf gaman að láta hafa sig út í svona vitleysu.
Margrét Birgis:
Toppfaraáskorun - 14 fjöll á 14 dögum
16. maí: Helgafell Mos – Æsustaðafjall – Reykjafell – Reykjaborg – Hafrahlíð (með Nóa) Gekk frá Helgafelli Mos og kom niður hjá Hafravatni, gaman að vera ekki bundin af því að enda á sama stað og maður byrjar 18. maí: Eldborg Nyrðri og Syðri Lambafellshrauni (með Toppförum) 20. maí: Úlfarsfell 24/2021 (með Nóa) 20. maí: Úlfarsfell 25/2021 (með Rakel, Nóa og Mola) Rakel hafði samband og vildi fá mig með á Úlfarsfell, þó ég væri nýkomin úr ferð, þá segir maður ekki nei við vini sína 21. maí: Mosfell (með Nóa) 24. maí: Grímannsfell (Stórhóll og Flatafell) (með Nóa) Upp hjá Bringum á Stórhól, svo eftir Flatafelli og niður hjá Vindhóli, svo Gljúfrasteinn og aftur að Bringum. 25. maí: Selfjall og Sandfell (með Nóa) 26. maí: Mórauðakinn (með Toppförum) 27. maí: Skálafell (með Nóa) 28. maí: Úlfarsfell 26/2021 (með Nóa) ...og er þar með hálfnuð með Vinafjalliðmittx52 áskorunina! Það var varla stætt á Úlfarsfellinu vegna vinds þannig að ég dreif mig heim og úðaði í mig ís svo ég myndi þyngjast og ekki fjúka næst
Samantekt úr STRAVA: - 67,06 km - 3.480 m hækkun.
Ragnheiður:
15. maí – Helgafellið með stelpunum mínum og Tinna, 5.92 km
16. maí – Búrfellsgjáin með Steinunni vinkonu, 5.78 km
17. maí – Úlfarsfell með Tinna upp frá efra bílastæði á mastrið og á hinn sem ég veit ekki nafnið á – 4.17 km
18. maí – Paradísardalur með Tinna – 4.40 km
21. maí – Réttarmúli á Vatnaleið í 521 m hæð með Toppförum
21. maí - Gvendarskarð á Vatnaleið í 582 m hæð með Toppförum
22. maí – Klifsháls á Vatnaleið í í 523 m hæð með Toppförum, 21-22. maí alls 40.2 km
23. maí – Gosið með Guðbjörgu vinkonu, 8.85 km
25. maí – Úlfarsfellið með Tinna upp frá efra bílastæði á mastrið og niður tröppurnar, 3.34 km
25. maí – Úlfarsfellið með Tinna upp tröppurnar á mastrið og niður á efra bílastæðið, 3.34 km
27. maí – Úlfarsfelllið með Tinna frá neðra stæði á toppinn sem ég veit ekki nafnið, niður í skógrækt, sama leið til baka á bílastæðið, smávatnssopi á okkur bæði og áfram upp á mastrið og niður sömu leið, 3 toppar, 10.61 km
28. maí – Úlfarsfellið með aumingja Tinna frá efra bílastæði að mastri og til baka í brjáluðu roki og ausandi rigningu, 3.74 km
Alls 7 ferðir á #vinafjalliðmittx52
Samtals 90.35 km, samanlögð hækkun 3954 m.
Rakel:
15.maí - Úlfarsfell 4.06 km 16.maí - Úlfarsfell 4.20 km 17.maí - Úlfarsfell 4.28 km með Mola og Perlu 18.maí - Eldborg Nyðri og Syðri Lambafellshraunu með Toppförum 19.maí - Úlfarsfell 3.09 km með Mola og Perlu 20.maí - Úlfarsfell 3.07 km með Grétu, Nóa og Mola 21.maí - Úlfarsfell 4.60 km með Perlu, Sibba og Mola 22.maí - Úlfarsfell 4.07 km með Perlu, Sibba og Mola 23.maí - Úlfarsfell 4,52 km með Perlu og Mola 24.maí - Úlfarsfell 3.98 km með Perlu og Mola 25.maí - Úlfarsfell 4.26 km með Perlu, Sibba og Mola 26.maí - Mórrauðakinn 6.78 km með Toppförum 27.maí - Úlfarfsell 4.30 km
Þetta var mjög skemmtileg áskorun og flestir fjölskyldumeðlimir komu með. Fengum gott veður alla dagana. Fór oftast á Úlfarsfell en fór mismunandi leiðir.
Þórkatla:
Fjallalistinn minn endaði svona eftir að byrja 2 dögum seinna og enda degi fyrr
17.5 Búrfell, Húsfell, Helgafell Hafn.
21.5 Réttarmúli, Gvendarskarð
22.5 Klifsháls
23.5 Mosfell, Helgafell Mos
24.5 Helgafell Hafn
25.5 Grímansfell, Æsustaðafjall
26.5 Mórauðakinn
27.5 Úlfarsfell x2
Ég hefði viljað hafa fleiri "fjöll" en bólusetning, loftmengun og 40 km göngutúr og veðrabreytingin í dag settu klárlega strik í reikninginn, svo ég er bara stolt af að klára 14.
Örn:
留言