Alls náðu 5 manns að ganga á 15 fjöll á 15 dögum sem er meira en að segja það en við höldum hefðinni og förum alltaf á sama fjölda fjalla á sama fjölda daga í tilefni af afmæli klúbbsins á hverju ári... takk fyrir þátttökuna Jaana, Njóla, Sjöfn, Súsanna og Þórkatla !
Jaana:
15 fjöll (sem yrðu nú reyndar 17...) á 15 dögum -áskorunin kom út svona hjá mér.
-----------------------
Njóla:
15 fjöll á 15 dögum..
Hér kemur listinn minn
1. Herdísarvíkurfjall með Toppförum 17. Maí
2.Helgafell 20 Maí
3. Móskarðshnjúkar 21. Maí
4. Helgafell 21.Maí
5. Geirmundartindur Akrafjalli 22.Maí
6. Háihnjúkur Akrafjalli 22.Maí
7. Helgafell 23.Maí
8. Vífilsfell með Toppförum 24.Maí
9. Vífillsfells öxl með Toppförum 24.Maí
10. Esjan uppað steini 26. Maí
11 Helgafell 26. Maí
12. Þríhyrningur 28.Maí
13. Maí Einhyrningur 29. Maí
14. Maí Ásfjall Hf 30. Maí
15 Háihnjúkur með Toppförum 31 Maí
Skemmtileg áskorun hjá Toppförum alltaf gaman að skora á sjálfan sig og setja sér markmið.
-----------------------
Sjöfn Kr:
Skemmtileg áskorun og ekki svo erfið ef maður nýtir smáfjöllin hér í kring, auk svo annarra veigameiri. Þrjár þriðjudagsæfingar, nokkrar með félögum í Toppförum, nokkrar með afkvæmum og öðru fólki, nokkrar ein. Læt fylgja með mynd af Blákolli sem ég fór nú í fyrsta sinn.
-----------------------
Súsanna:
Listinn minn - sjaldan haft meira að gera í vinnu, bústaðamálum o.fl. en með mörgum litlum fjöllum gekk það bara vel.
-----------------------
Þórkatla:
Hér kemur fjallalistinn minn fyrir þessa 15 daga. Það fer eftir talningarsmekk hvort fjöllin eru 15 eða 16 en ég tel mig samt hafa klárað áskorunina. Þetta var skemmtileg áskorun enda auðvelt að taka þátt í því sem skemmtilegt þykir. Gott gönguveður hjálpaði svo sannarlega til.
-----------------------
Virkilega vel gert hjá öllum. Takk öll innilega fyrir þátttökuna !
Jaana var dregin út og vann sér inn 4.000 kr inneign í tindferð að eigin vali.
Á næsta ári verður það 16 fjöll á 16 dögum... þjálfarar og fleiri sem hafa alltaf verið með í þessari áskorun munu ekki klikka á þátttöku aftur eins og í ár !
Comments