top of page

Aiguille du Midi + klettaklifur í Chamonix + Riffelhorn og klettaklifur í Zermatt með #AsgardBeyond

Tindferð nr. 309 síðari hluta ferðar dagana 7. - 10. júlí 2024


Á fjórða degi ferðarinnar... morguninn eftir Aiguille du Tour tindinn sem tók tvo daga í blíðskaparveðri... vinkaði Mont Blanc okkur úr þakglugganum og sagðist vera klár... en við vorum á leið á Aiguille du Midi í þriðja og síðasta hæðaraðlögunargönguna... og spáin var ekki góð... kláfurinn hafði verið lokaður deginum á undan vegna veðurs... og útlit var fyrir það saman þennan dag...


Leiðsögumennirnir ákváðu að hinkra og fara seinna af stað í von um að kláfurinn yrði opnaður... og það reyndist rétt ákvörðu... þó við lentum í allt öðruvísi veðri uppi en niðri...


Við biðum svolítið niðri en komumst svo í kláfinn og uppi var snjóbylur... og ekki á færi nema öruggustu manna að ganga út á hrygginn sjálfan frá kláfnum niður á fjallið... en þar sem Bára, Gunnar og Jaana sögðu pass þennan dag þá var mögulegt að fara með fimm sem eftir voru, Anítu, Davíð, Fanneyju, Sjöfn og Örn...


Þau fengu snjóhríð og lélegt skyggni á leiðinni bæði upp og niður en útsýnið opnaðist á köflum og þá gátu þau séð hvers lags dýrðarinnar staður þetta er.


Algerar hetjur og magnað að þau skyldu ná þessu. Leiðsögumennirnir okkar fagmenn fram í fingurgóma en það fer ekki hver sem er með fólk þarna út á, hvað þá í þessu veðri.


Eftir þennan dag tók við 2ja daga ferð til Zermatt í Sviss þar sem ætlunin var að ganga á Breithorn og Castor og Pollux í Monte Rosa fjallgarðinum... Bára þjálfari var þarna orðin fárveik og lá næstu daga á hótelinu með lungnabólgu og Örn ákváð að skilja hana ekki eftir eina svo þjálfarar fóru ekki með til Sviss og var þetta ólýsanlega þungbær ákvörðun þar sem umhverfið kringum Matterrhorn, Zerrmatt og þessir tindar Monte Rosa hafa lengi verið á lista þjálfara en það var ekkert við þessu að gera.


Þegar komið var á staðinn eftir 3ja tíma akstur til Zermatt var óveðrið sem ríkti kringum Mont Blanc einnig komið í Monte Rosa fjallgarðinn og kláfum lokað og björgunarsveitarmenn að smala fólki niður af fjallinu... ótrúlegt ólán og mikil vonbrigði.


Enn og aftur þurftu leiðsögumenn því að fara í varaplan... plan C... og buðu upp á klettaklifur á Riffilhorn þar sem Matterhorn blasti við... og degi síðar í annað klettaklifur áður en keyrt var til baka til Chamonix...


Síðasta dag ferðarinnar var svo ekkert annað í stöðunni en fara í klettaklifur á flottum stað í Chamonix þar sem von var á sól og góðu veðri en ekki snjóbyl eins og var í fjöllunum alla þessa viku meira og minna.


Þetta sumar 2024 var erfitt í Ölpunum og margar ferðir aflýstust, flóð hrjáðu íbúa í Sviss og Frakklandi og veðrið svo síðsumars og um haustið var ekki skárra með aftakaflóðum í mið-Evrópu.


Þetta sumar reyndist erfitt á Íslandi en einnig víðar og Grænlandsferð sem þrír Toppfarar ætluðu í, Jóhanna Fríða, Katrín og Guðmundur Jón aflýstist vegna veðurs í lok júlí svo það var ljóst að veðrið setti mikinn svip á þetta sumar almennt í Evrópu þau auðvitað kæmu góðir kaflar og margir fengu frábærar ferðir erlendis og hérlendis sbr. Drangaskörðin og Laugavegurinn hjá okkur síðar um sumarið.


Ljósmyndir af þessum dögum hér neðar.


Tölfræði gangnanna er eftirfarandi:


Aiguille du Midi þann 7. júní: Alls 0,9 km á

Riffelhorn í Zeermatt þann 8. júní: Alls 3,3 km á

Klifurveggur í Zermatt þann 9., júní: Alls 3,4 km á

Klifurleið í Chamonix þann 10. júní: Rúmar 3 klst. á einum vegg.


Þessi önnur tilraun til að ganga á Mont Blanc fór því einnig allt öðruvísi en áætlað var eins og árið 2017 en ekkert við því að gera nema gera gott úr og halda áfram. Heilsa og líf í lagi og hlátur og gleði einkenndi hópinn alla ferðina þrátt fyrir allt.


Við ætlum að fara aðra svona Alpaferð með Asgard Beyond á næsta ári og verðum með kynningu á möguleikunum sem til staðar eru á þessu svæði um haustið 2024.


Evrópsku Alparnir eru algert ævintýri út af fyrir sig og þess virði að upplifa þá, sama hvað fjallið heitir eða klifurleiðin... :-)


























































































































































































--------------------------------------------------------------------------------


Dagar fjögur og fimm í Zermatt þann 8. - 9. júní 2024:


Ljósmyndir frá Asgard Beyond og Anítu:




































Riffelhorn:


















































Dagur 6 og síðasti göngudagur 10. júní 2024 - klifurveggur í Chamonix:







Myndir frá Erni síðasta daginn:












































































































Mögnuð ferð í alla staði... þrátt fyrir að ná ekki sjálfum Mont Blanc... frábærir leiðsögumenn og einstök fagmennska af þeirra hálfu... ferðafélagarnir alveg geggjaðir allan tímann... þessi ferð verður lengi í minnum höfð þrátt fyrir allt... þrír haltrandi um miðja ferð... þjálfarinn sárlasin og man lítið eftir ferðinni... nema... það var SVO gaman að vera saman og kljást við það sem að höndum bar hvern dag !




28 views0 comments

Comments


bottom of page