Tindferð nr. 309 dagana 5. - 6. júní 2024
Við ákváðum vorið 2023 að gera aðra tilraun til að ganga á Mont Blanc... frá því við reyndum árið 2017... en í þeirri ferð fengum við ógleymanlegar göngur í stað þess að sigra þennan hvíta tind... þar sem hitabylgja reið yfir svæðið og fjallinu var lokað vegna grjóthruns og annarra orsaka...
Við nefndum þetta við Jón Heiðar og félaga hjá Asgard Beyond og þeir tóku strax vel í þessa beiðni... vanir að fara með fólk á þennan fjallstind og fleiri í Ölpunum eins og Matterhorn... og úr varð að fara aftur í júní og nú í blábyrjun...
En... okkar beið aftur að lúta í lægra haldi fyrir veðuröflunum og í þetta skiptið vegna úrkomu og óvenju kaldrar veðráttu sem átti eftir að trufla fjallamennskuna á þessu svæði hálft sumarið...
En við fengum engu að síður magnaða ferð með þeim félögum og jú... fyrstu tveir dagarnir voru aldeilis flottir... og ferðaáætlunin hélst þá daga... æfingaganga á hvassan og snarbrattan tind á landamærum Frakklands og Sviss sem heitir Aiguille du Tour...
Hér kemur ferðasagan af þeirri göngu og í annarri ferðasögu er sagt frá hinum fjórum dögunum í þessari ferð þar sem farið var um fjallshrygginn á Aiguille du Midi og keyrt til Sviss þar sem klifrað var í tvo daga og loks endað á klifurdegi aftur í Chamonix... áður en haldið var heim... með kaldari og úrkomusamari veðurspá í sjálfum Chamonix en í uppsveitum Suðurlands... í júní árið 2024... ótrúlegt !
Það var enn eitt gosið á Reykjanesi þegar við keyrðum út á flugvöll...
Flutningur með þessum frá Genf þangað sem var flogið...
Við vorum alls átta manns... hámarksfjöldi í svona flókna ferð...
Sólin skein í heiðin og bílstjórinn sagði okkur að sumarið væri ekki komið til svæðisins ennþá... búið að vera kalt og rigningar endalaust... en þennan dag væri alveg óvænt gott veður... en spáin var ekki góð...
Geggjaður hópur á ferð ! Jaana, Fanney og Sjöfn Kr., og framar Aníta, Gunnar Viðar, Davíð, Bára og Örn...
Brátt kom sá Hvíti í ljós þegar ekið var innað Chamonix...
Hér í þriðja sinn í sögu klúbbsins...
Hótelið var frábært... Hotel Faucigny... í miðbæ Chamonix sem skipti miklu máli í þessari ferð...
Úr gluggum hótelsins blasti Mont Blanc tindurinn við...
Og leiðin okkar blasti líka við... þar sem Goutier skálinn var sá efsti... og Tete Rousse sá neðri...
Frábær þjónusta á þessu hóteli og allt eins og best verður á kosið... nema jú... herbergin voru kannski svolítið lítil... enn það er minniháttar atriði...
Úr þakglugga þjálfara var tindurinn beint fyrir framan mann... það var ansi smart...
Gangarnir á hótelinu... þröngir... en allt hreint og fínt...mælum eindregið með þessu hóteli...
Bakgarðurinná hóteinu... fundur seinnipartinn með Asgard Beyond...
Dásamlegt veður... þetta byrjaði sérlega vel...
Farið yfir næstu tvo daga á Aiguille du Tour... sem var æfingatindurinn fyrir sjálfan Mont Blanc...
Rölt svo niður í bæ að borða...
Fundum bara einhvern veitingastað...
Þjálfurum var alveg sama hvar við borðuðum... hópurinn mátti ráða þessu alfarið...
Fínasti matur en fyrir sum okkar var hann sá sísti í ferðinni samt...
Ís á eftir...
Mont Blanc ísinn !
Rölt til baka...
Kláfurinn upp á Aiguille du Midi...
Sagan í Ölpunum draup af hverju strái í þessum bæ...
Einn kaldur á barnum á hótelinu fyrir svefninn...
Morgunmatur daginn eftir... hann var frábær...
Tindur Mont Blanc blasti við okkur daginn eftir frá hótelinu...
Leiðin sem við ætluðum eftir hryggnum hægra megin... svokölluð Goutier route...
Tindurinn úr glugganum í herbergi þjálfara...
Við gengum bara frá hótelinu á strætóstöðina...
Komum við í bakaríi til að taka með nesti fyrir göngu dagsins... upp í Albert Premieer skálann...
Alls staðar gnæfði Hvíti tindurinn yfir okkur...
Strætóstöðin...
Heilu blokkirnar skreyttar með fjallamennskunni...
Kláfurinn upp Aiguille du Midi... sem beið okkar eftir tvo daga...
Keyrt með strætó upp að fjallsrótum Albert Premier skálans... sem var undir Aiguille du Tour tindinum...
Gangan hófst sem sé við endastöð þessarar strætóleiðar... innst í Chamonix-dalnum... kl. 7:54 þann 5. júní 2024...
Gps-tæki þjálfara eftir að við lögðum af stað...
Upp fallega, gróna stíga til að byrja með...
Mont Blanc þarna í botni dalsins... og Chamonix bærinn þarna í fjarska á myndinni... ekki beint fyrir neðan okkur NB...
Ætlunin var að taka kláfinn hingað upp og ganga héðan... en við vorum það snemma í júní að það var ekki búið að opna lyfturnar...
Krókusar... að kvikna til lífsins í þessari hæð í júní...
Stórkostleg fjallasýn smám saman...
Mjög heitt á þessari uppleið og við fækkuðum fötum...
Skálinn þarna upp frá...
Samlokan sem við keyptum í bakaríinu... við vorum í raun ekki með nóg að drekka... en það var stutt í skálann samt...
Lánsskór frá Asgard Beyond... stífir fyrir jöklabroddana... þeir reyndust alveg frábærir... engin eymsli né blöðrur báða þessa daga...
Leiðsögumenn ferðarinnar voru Róbert... Jón Heiðar og Bjartur... og svo átti einn niorskur að bætast við á sjálfum tindinum Mont Blanc... en hann kom svo í staðinn í klifrið í Sviss...
Þetta var mjög skemmtileg leið...
Komin í Albert Premíer skálann og göngudagur 1 af 6 að baki...
Þessi dagur skráðist sem 8,1 km á 5:15 klst. upp í 2.714 m hæð með alls 1.320 m hækkun.
Búnaðargeymslan niðri...
Inniskór í boði í skálanum... hefðum ekki þurft að halda á þeim NB...
Matsalurinn... hann var lítill en ágætur og veitingastaðurinn var frábær...
Við fengum okkur alls konar... og það var frekar lítið að gera... miðað við aðrar ferðir í Ölpunum að sumri til... við vorum greinilega aðeins á undan vertíðinni...
Svefnaðstaðan... fínustu kojur og skilrúm við höfðagaflinn... sem voru sett á covid-tímanum... ætli það hafi verið covid-löggur um allt á þessu svæði eins og maður upplifði á Íslandi á covid-tímanum ? Líkleg ekki...
Út um gluggann... þarna upp fórum við morguninn eftir...
Þjálfari kom með súrefnismettunarmæli... þar sem vel kom í ljós að við vorum komin í hæð þar sem ekki eins mikið súrefni var í boði eins og niðri á láglendi...
Mikið spjallað... hlegið.... og fíflast...
3ja rétta kvöldmáltíð... í skála þar sem ekki er bílfært... hvernig stendur á því að þetta er ekki hægt í íslenskum skálum... ?
Kjúklingur í aðalrétt...
Kaka í eftirrétt... allt kjarngott og orkuríkt...
Kvöldsólin...
Leiðsögumennirnir okkar frábæru... Bjartur, Jón Heiðar og Róbert að spjalla við Gunnar Viðar...
Útsýnið úr gluggum skálans...
Fallegt sólsetur...
Snemma að sofa... um kl. 20... vaknað kl. 04... brottför áætluð kl. 05...
Aldurshöfðingjarnir tóku auðvitað efri kojurnar... við yngra fólkið treystum okkur ekki í svona brölt...
Morgunmatur kl. 04:00...
Allir tilbúnir fyrir magnaðan dag !
Brottför kl. 05:10...
Sleppti höfuðljósinu... búin að læra að það birtir svo hratt til ef það er komin glæta...
Eitt af því sterkasta við fjallgöngurnar... að leggja af stað dagrenningu... þeir sem ekki upplifa þetta... missa af miklu...
Litið til baka að skálanum...
Tindarnir okkar framundan...
Mjög þungur snjórinn...
Í broddum...
Sólin komin upp... birtan kemur mun fyrr...
Í jöklalínur hér...
Fyrstu geislar á fjallstindana...
Erfitt færið sést hér... svona busl í snjó frá byrjun reynir vel á...
Stórkostlegt !
Fylgdumst með hópi sem fór beint upp hér... þarna vissum við ekki að okkar beið akkert skárri leið :-)
Sjá snjóflóðið...
Þéttur snjóflóðssnjór um allt...
Færið hér upp var mjög krefjandi og bil varð milli línanna... en þetta hófst allt saman...
Mjög djúpir skaflar og rákir um allt... mjúkt og hart til skiptis...
Þokuslæðingur í skarðinu efst...
Tvær línur af þremur komnar upp...
Snillingarnir okkar !
Jahá... hækkunin í heild og hæðin á þessum stað... við máttum vera ánægð með okkur...
Botnlaus gleði og ekkert annað...
Svo fór að birta til... og skyndilega sáum við stórfenglegt landslagið um allt í kringum okkur...
Þrjár línur... og miðjulínan... með Bjarti sem lóðsaði Bár og Örn upp fór aðra leið en hinir... af því litlir hópar á svæðinu voru að fara mismunandi leiðir...
En þessi leið reyndist brattari en hinar... það var hins vegar of seint að snúa við...
Bjartur var hins vegar svellkaldur og vanur meiri bratta og flóknari lóðsun en þessari svo við héldum ótrauð áfram...
Hin leiðin þarna í skarðinu...
Par kom á eftir okkurþ.. þar sem konan grét og grét... af hræðslu... en maðurinn hennar hélt áfram með hana upp... eða var þetta leiðsögumaðurinn hennar... við vorum ekki viss...
Mjög skemmtileg leið...
Brattinn... já, sæll...
Komin til hinna og sú leið var líklega ekkert skárri... nema kannski að ekki þurfti að þvera yfir á skafli... en fl+ókið og tafsamt var það hjá öllum...
Jón Heiðar með Anítu, Sjöfn Kr. og Gunnar :-)
Aftur niður... og nú öll sömu leið...
Brjálað stuð !
Hér koma Fanney, Davíð og Jaana með Róberti upp...
Smá flókið að mætast...
Ekki pláss fyrir alla uppi og því gott að einhverjir fóru niður...
Reynt að mynda brattann...
Færið var mjög þungt alla leiðina niður... og það reyndi vel á hné sem voru farin að gefa sig hjá Báru, Gunnari Viðari og Jöönu... en línurnar fóru hver á sínum hraða og við enduðum á að vera svo saman síðasta kaflann...
Komin í skálann... wc... kaffi.. .nesti... í hálftíma eða hvað það nú var... og áfram niður í dalinn í strætó...
Þetta var leiðin alls frá skálanum um morguninn... 11,8 km á 7:24 klst....
Leiðin frá upphafi deginum áður upp í skálann og upp á tindinn og niður í skálann aftur... og áfram lét ég þetta tæki mlla gönguna niður í dalinn...
Örn var með 12,1 km... nokkuð svipað...
Gott að borða í skálanum... Anóta var mjög svöng og fékk sér eggjaköku... og við drukkum mikið af vatni... við fundum alveg fyrir hæðinni... þetta var fínast aprófraun á það sem koma skyldi... ef það hefði verið Mont Blanc... sem það varð svo ekki...
Ennþá mýkri snjórinn og hnén æmtu og skræmtu hjá þeim sem voru lélegir í þeim... (ótrúlegt að vera að tala um það !)...
Geggjað að renna sér á rassinum hér niður !
Úr broddunum... og þá gátu menn farið í léttari skóna... þeir sem voru með þá sem voru rúmir helmingur hópsins...
Ennþá að renna mér...
Munaði miklu !
Smám saman tók grjótið við...
Þennan síðasta kafla skildi vel á milli fremstu og öftustu manna... og það var mjög skrítið fyrir okkur sem vorum aftast... að vera aftast... Báru, Jöönu og Gunnar...
Jón Heiðar og Róbert hugsuðu mjög vel um okkur... á meðan Bjartur naut þess að fara hratt niður með hinum...
Mun aldrei gleyma þessum síðasta kafla... þar sem hvert spor var sársaukafullt... agalegt alveg... nú skildi maður Svavar þegar hann fór hægt niður af Kristínartindum árið 2018... og marga fleiri í hópnum sem hafa verið mjög hægir niður vegna sársauka í hné... jamm...
Þessi leið var endalaus... aldei verið eins óþolinmóð að klára göngu...
Okkur tókst að vera svo lengi að það var komin rigning þegar við tókum síðasta kaflann komin niður á láglendið að strætóskýlinu... haha, snillingar vorum við :-) (best að hlæja bara að þessu)...
Komin í strætóinn... sem var ekkert að fara og við enduðum á að bíða nokkuð í honum áður en hann lagði loks af stað...
Við Örn fundum mikið til með Jóni Heiðari og Róberti... að þurfa að mæna í veðurspána og plana varaplön... það var ekki einu sinni víst að það yrði opið í kláfinn á Aiguille du Midi degi síðar... hvað þá að Mont Blanc væri flær ín þessari veðurspá... þá var það varaplanið... og varvaraplanið... og loks varavaravaraplanið... allt er svo létt ef veðrið er gott... en þá fyrst reynir á þegar veðrið er ekki gott... úr hverju leiðsögumenn eru gerðir... og þeir stóðu sannarlega undir nafni þessir snillingar...
Blaut komin á hótelið...
Heiti potturinn var algert æði ! Geggjað hótel !
Rigningarganga á kvöldmatarveitingastað...
Frábær staður sem strákarnir mæltu með...
Skálað og viðrað það sem var að baki...
Frábær matur !
Gunnar Viðar splæsti kampavíni á hópinn til að fagna... öðlingur !
Kvöldganga til baka á hótelið... brottför síðar e áætlað var þar sem eki var víst að kláfurinn upp í Aiguille du Midi yrði opnaður á morgun... en ætlunin var að fara með honum yfir til Ítaíu og fá sér expresso... og svo til baka og ganga hrygginn til að æfa hæðina... fyrir stóra Hvíta tindinn þar næstu þrjá daga...
Mögnuð 2ja daga ferð sem við munum rifja upp um ókomna tíð... því miður skrifaði ég ekki almennilega ferðasögu... þ.e. texta við hverja mynd... og alls kyns upplýsingar og vangaveltur eins og ég geri alltaf... vegna tímaskorts... á eftir að skrifa um Drangaskörðin, Laugaveginn, Vondugil, Laxárgljúfur... þegar þetta er skrifað... enda... svona ferðir upplifast eingöngu á staðnum... og við varðveitum þessa göngu í hjartanu alla tíð... og rifjum hana upp reglulega án efa...
En... ég bjó til myndband af þessari ferð... sjá hér:
Aiguille du Tour á landamærum Sviss og Frakklands frá Albert 1er skála 5.-6. júní 2024 #Asgardbeyond (youtube.com)
Gps-slóðin hér: Wikiloc | Trails of the World
Í sér ferðasögu segi ég frá hinum fjórum dögum ferðarinnar þar sem gengið var á hrygginn við Aiguille du Midi... og farið í kletttaklifur í Sviss og í Chamomix... sem voru varavaravaraplön... eftir að Mont Blanc tindurinn var ekki mögulegur... í annað sinn í tilraunum þessa fjallgönguklúbbs til að sigra hann... (fyrri tilraun var árið 2017)...
Botnlaust þakklæti til #AsgardBeyond fyrir faglega leiðsögn fram í fingurgóma... og óteljandi magnaðar ferðir í gegnum árin... #þakklæti
コメント