Met slegið í fjölda dagsferða á einu ári í klúbbnum.
Árið 2023 var met slegið í fjölda tindferða frá upphafi klúbbsins þar sem farnar voru alls 34 dagsferðir á alls kyns fjöll eða leiðir og oft á sjaldfarin fjöll eða ótroðnar slóðir að hætti hússins... ógleymanlegt ár með öllu... enn einu sinni lítum við til baka og trúum því vart sem er að baki...
Sveifluháls frá Midegishnúki að Hettu og Hatti kringum Arnarvatn 4/11.
Litli og Stóri Meitill, Stóra Sandfell og Nyrðri og Syðri Eldborg 9. desember.
Akrafjall hringleið á 3 hæstu tinda 29/12.
Veislan heldur áfram árið 2024... mikið af spennandi nýjum fjöllum og leiðum og skrítnum eða skemmtilegum eða krefjandi áskorunum... engar úrtölur... gerum kröfur til okkar sjálfra... ögrum okkur... mætum og látum slag standa... öðruvísi gerast ekki ævintýrimn... úr því árið 2023 var svona svakalegt... þá hljótum við að ná öðru eins árið 2024... við hlökkum til ! Dagskrá | Toppfarar (fjallgongur.is)
Comments