top of page

Alls 34 tindferðir á árinu 2023 !

Met slegið í fjölda dagsferða á einu ári í klúbbnum.



Árið 2023 var met slegið í fjölda tindferða frá upphafi klúbbsins þar sem farnar voru alls 34 dagsferðir á alls kyns fjöll eða leiðir og oft á sjaldfarin fjöll eða ótroðnar slóðir að hætti hússins... ógleymanlegt ár með öllu... enn einu sinni lítum við til baka og trúum því vart sem er að baki...



​​

  1. Fagrafell, Gljúfrabúi og Seljalandsfoss 7/1.

  2. Vikrafell 13/1.

  3. Þorgeirsfell og Þorgeirshyrna 4/3.

  4. Kleifarvatn 6 tinda hringleið 11/3.

  5. Þríhyrningur 17/3.

  6. Digrimúli,Smjörhnúkur,Kráka,Krákustígar, Rúpa 25/3.

  7. Syðsta súla 20/4.

  8. Búrfell Grímsnesi að Reyðarbörmum, leggur 8 22/4.

  9. Þórólfsfell Fljótshlíð 28/4.

  10. Blákollur og félagar 8 tinda leið 1/5.

  11. Réttarfell, Útigönguhöfði og Hvannálgil 3/6.

  12. Hrútaborg 16/6.

  13. Reyðarbarmar í Bláskógabyggð 18/6.

  14. Fanntófell 30/6.

  15. Baula 7/7.

  16. Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli 8/8.

  17. Langisjór hringleið á einni nóttu 11.-12/7. 

  18. Hattfell 21/7.

  19. Hryggurinn milli Gilja að Grænahrygg 22/7.

  20. Löðmundur 13/8.

  21. Hekla 19/9.

  22. Háalda og félagar Fjallabaki 25/8.

  23. Stórkonufell og félagar 15/9.

  24. Hlöðufell 22/9.

  25. Jarlhettur, Kirkju-, Strúts-, Sporð- og Jökulhetta 30/9.

  26. Skessuhorn 7/10.

  27. Svelgsárkúla og Jötunsfell 21/10.

  28. Hátindur Esju 29/10.

  29. Sveifluháls frá Midegishnúki að Hettu og Hatti kringum Arnarvatn 4/11.

  30. Hafnarfjall á Gildals-, Suður- og Vesturhnúk 11/11.

  31. Hróarstindar Hafnardal 19/11.

  32. Kistufell Esju 26/11. 

  33. Sjö tindar til Hafnarfjarðar 2/12.

  34. Litli og Stóri Meitill, Stóra Sandfell og Nyrðri og Syðri Eldborg 9. desember.

  35. Akrafjall hringleið á 3 hæstu tinda 29/12.


 Veislan heldur áfram árið 2024... mikið af spennandi nýjum fjöllum og leiðum og skrítnum eða skemmtilegum eða krefjandi áskorunum... engar úrtölur... gerum kröfur til okkar sjálfra... ögrum okkur... mætum og látum slag standa... öðruvísi gerast ekki ævintýrimn... úr því árið 2023 var svona svakalegt... þá hljótum við að ná öðru eins árið 2024... við hlökkum til ! Dagskrá | Toppfarar (fjallgongur.is)

13 views0 comments

Comments


bottom of page