Æfing nr. 828 þriðjudaginn 19. nóvember 2024
Þeir allra hörðustu mættu á krefjandi æfingu í frosti, vindi og hálfskýjuðu veðri... og uppskáru mergjaða æfingu í mun skárra veðri en við áttum von á... en við enduðum á að ná bæði Arnarhamri og Smáþúfum þar sem vindurinn varð ekki mjög stífur að ráði nema efst á brúninni undir Arnarhamri og svo í skarðinu undir Smáþúfunum og voru sviptivindarnir verstir...
Farið var frekar þétt upp og svo mjög rösklega niður... þar sem rúllað var létt í frábæru mjúku færi niður í mót... alveg dásamlegt... en hópurinn sem mætti var sterkur og því slógum við tímamet á þessari gönguleið sem var alveg magnað... því við höfum oft verið í erfiðu veðri á þessari leið og þurft að berjast við meirin vind en þennan... jafnvel skriðið upp á Smáþúfurnar sjálfar...
Æfingin sat vel í manni og gamalkunnug þreyta gerði vart við sig... þessi þriðjudagsæfing var alvöru !
Alls 6,9 km á 2:17 klst. upp í 682 m hæð með alls 836 m hækkun úr 39 m upphafshæð.
Mættir voru:
Aníta, Siggi, Örn, Linda, Kolbeinn, ?, Dina, Inga, Skarphéðinn og Bára tók mynd... og Baltasar og Batman nutu kvöldsins með okkur...
Takk fyrir alveg mergjaða þriðjudagsæfingu snillingar !
Comments