top of page

Blákollur við Jósepsdal - frábær æfing í hávaðaroki og bratta !

Æfing nr. 794 þriðjudaginn 5. mars 2024.



Loksins fengum við brjálað rok til að æfa okkur... það er búið að vera lygnt veður meira og minna mánuðum saman... og því var þessi æfing kærkomin og kenndi okkur vel að það er hægt að berjast upp brattar, hálar brekkur þó vindurinn belji svo á manni að varla er stætt... þá er besta ráðið að setjast niður meðan mestu hviðurnar ganga yfir... og halda áfram...


Niðurleiðin var svo farin í jafn ljúfu veðri og uppleiðin hafði verið harðneskjuleg og því endaði eþssi æfing á svo skemmtilegum nótum að allir voru búnir að gleyma því að þeim leist á köflum ekkert á blikuna á þessari síðustu löngu brekku upp Blákollinn... þar sem hvarflaði að sumum að snúa þyrfti við...


Einmitt svona kvöld eru dýrmæt... til að æfa barninginn við veðrið... því það er sama hversu útpældur maður er í vali á degi út frá veðri... þegar komið er upp í fjöllin eða upp á hálendið þá geta eður gerst válynd án fyrirvara og í engu samræmi við veðurspár... eins og við höfum upplifað... og þá er gott að vita hvernig maður athafnar sig í slíku veðri og gott að hafa í reynslubankanum að maður þolir svona veður, kann á sjálfan sig og búnaðinn sinn...


Genginn var flottur hringur sem var öðruvísi en áður... og sleppt útúrdúrnum sem ætlaður var að skiltinu yfir fjölda banaslysa í umferðinni á hverju ári sem gefur manni alltaf sting í hjartað en er um leið þörf áminning um að fara alltaf varlega í umferðinni...


Alls 6,4 km á 2:35 klst. upp í 544 m hæð með alls 436 m hækkun úr 242 m upphafshæð.


Mættir voru 19 manns sem var alveg frábært í þessu veðri... nafnalisti við hópmynd hér neðar... sjá ljósmyndir úr ferðinni hér:





















Mættir voru 19 manns: Sighvatur, Brynjar, Örn, Gylfi, Birgir, Inga, Jón St., Þorleifur, Guðmundur Jón, Írunn, Valla, Alex, Ása, Sjöfn Kr., Aníta, Sigrún Bjarna, Valla, Kolbeinn og Björg en Bára tók mynd og Batman og Myrra voru með í för...













Frábær æfing í alla staði ! Takk fyrir eljuna og að mæta... þannig fáum við svona flotta æfingu saman :-)

21 views0 comments

Comments


bottom of page