top of page

Blákollur við Hafnarfjall í gullnu sólarlagi

Updated: Oct 9

Æfing nr. 813 þriðjudaginn 6. ágúst 2024


Fyrsta þriðjudagsæfing þjálfara eftir sumarfrí og Laugaveginn í lok júlí var aldeilis vel heppnuð í svo fallegu veðri að við vissum varla hvað við áttum að halda... þetta gráa og blauta sumar hefur ekki verið duglegt að bjóða okkur upp á svona kvöld og því var þetta kærkomið með meiru...


Við þáðum fegurðina með þökkum og nutum þess í botn að ganga þéttar brekkurnar á þessu formfagra fjalli ofan Ölvers og uppskárum stórkostlegt útsýni af efsta tindi...


Hundurinn Batman smalaði kindum á leiðinni og hvarf í matarpásunni en skilaði sér aftur af smölun og er þetta í annað sinn sem við týnum honum í þriðjudagsgöngu sem er óvenjulegt. Heyrnin er farin að gefa sig og æxlið í neðri kjálka vex áfram... en hann er sprækur og tekur allar fjallgöngur með annarri nösinni...


En þetta kvöld... óskaplega var það fallegt !


Alls 6,0 km á 3:18 klst. upp í 742 m hæð með alls 651 m hækkun úr 77 m upphafshæð.



Allar ljósmyndir úr göngunni hér með nafnalista undir hópmyndinni:










































Hópmynd göngunnar: ... hefði átt að taka betri hópmynd !


Alls 14 manns mættir: Batman (ekki búinn að týnast þarna), Sibba, Örn, Stefán G., Maggi, Áslaug B., Berta, Halldóra Þ., Aníta Linda, Siggi, Birgir, Sighvatur og Dina en Bára tók mynd.


Örn að leita að Batman sem hvarf á tindinum...



Riddarapeysurnar... Bára, Berta, Áslaug, Linda, Örn og Aníta...





























Sólsertrið í Kollafirði á heimleið... dýrðin hélt áfram út kvöldið... þessi ágústkvöld eru engum lík...


12 views0 comments

Comments


bottom of page