Kveðja. F. 6. febrúar 2009. D. 11. mars 2024.
Við kveðjum hundinn Bónó sem var svæfður þann 11. mars síðastliðinn en hann og bróðir hans Moli fóru með okkur í ótal ferðir í gegnum árin með eigendum sínu, Jóhanni Ísfeld og Steinunnar Snorradóttur.
Bónó átti við heilsuörðugleika að stríða og var ekki eins sprækur og Moli, bróðir hans en naut stuðnings af honum og öðrum hundum og lenti oft í honum kröppum með okkur í alls kyns veðrum og skemmtilega krefjandi ferðum sem reyndu vel á menn sem hunda.
Bónó og Moli urðu góðir vinir Batmans og fleiri hunda í klúbbnum og það er algerlega ómetanlegt hversu sterk vinátta og væntumþykja hefur myndast milli klúbbmeðlima og hundanna sem fylgja okkur á fjöllum. Fölskvalaus gleðin, óbilandi ástríðan og auðsýnt þakklætið sem hundarnir sýna okkur fyrir að fá að vera með og fara um óbyggðirnar er smitandi og lífsauðgandi, enda er það okkar skoðun að það sé mannbætandi að eiga hund og njóta útiverunnar með honum.
Steinunn Snorra lét okkur vita af fráfalli Bónó og ég vitna í orð hennar hér:
"Mig langar að þakka ykkur sérstaklega fyrir það frábæra starf sem göngurnar ykkar eru. Það er ómetanlegt að hundum og hundafólki sé treyst og hundarnir fái að hlaupa frjálsir í okkar fallega landslagi. Þessi víðsýni ykkar var okkur Jóa og hundunum svo mikil blessun.
Moli og Bónó elskuðu þessar göngur með ykkur og voru oftari en ekki tilbúnir í öll þau ævintýri sem þið buðuð uppá.
Takk kærlega fyrir okkur og biðjum að heilsa. Vona að Batman hafi náð sér af veikindunum.
Í link er myndband sem sonur minn bjó til, til minningar um Bónó. Þar sést nú best að Bónó var mikill Toppfara fjallahundur. "
Njótum samveru við hundanna sem mest við megum á fjöllum og gleymum aldrei að vera þakklát fyrir að eiga þá að sem okkar fjallafélaga.
Blessuð sé minning Bónó. Þetta myndband er svo fallegt, takk fyrir okkur Bónó :-)
留言