Tindferð nr. 325 laugardaginn 8. febrúar 2025

Loksins... fórum við í tindferð... þá fyrstu á árinu 2025… eftir frekar erfið veður og svo litla þátttöku þegar betur viðraði þannig að það endaði með því að þjálfarar blésu loks til leiks aukaferð þessa skemmtilegu og frekar léttu en mjög fallegu leið í sæmilegri veðurspá… á fjöllin milli Reykjadals og Grænsdals áleiðis að Kattatjörnum sem voru hringaðar og gengið um gilið neðan við Ölkelduhnúk til baka og loks um Reykjadal.
Þung snjókoma dundi á okkur á leiðinni yfir Hellisheiðina og því höfðu þjálfarar frestað ferðinni um eina klukkustund því betra var að fá þetta úrkomubelti meðan við keyrðum en fyrsta klukkutímann á göngu… það var eins og við manninn mælt… þegar við lögðum bílunum við þjónustuhúsið í Reykjadal var stytt upp og skýjadrunginn sem lá yfir fjöllunum þynntist smám saman fyrir framan okkur… og smám saman tók sólin yfir… en ekki fyrr en skafrenningur og kuldi hafði haldið okkur við efnið upp fjöllin og inn eftir…
Við Kattartjarnir var dottið á dúnalogn og yndisveður sem hélst alla gönguna og við böðuðum okkur í febrúarsólinni í Ölkelduhnúksgili og Reykjadalnum og hlóðum okkur náttúruorku eins og enginn væri morgundagurinn… svo kærkomið að orð fá því ekki lýst.
Alveg hreint dásamlegur dagur og sérstaklega gaman að rifja þessa leið upp sem þjálfarar bjuggu til árið 2011 í janúar og prufukeyrðu svo í febrúar með hópnum.
Árið 2017 buðu þjálfarar upp á hlaupaferð inn Grænsdal kringum Kattartjarnir og til baka um Reykjadal og var hún að sumarlagi í svo fallegu veðri og svo mikilli náttúrukyrrð við tjarnirnar að sjaldan höfum við upplifað aðra eins öræfakyrrð svona nálægt bænum.
Alls 17,6 km á 7:09 klst. upp í 486 m hæð með alls 934 m hækkun úr 83 m upphafshæð.
Ljósmyndir úr ferðinni hér og nafnalisti undir hópmyndinni:




























































































Mættir voru alls 12 manns mættir sem var alveg frábært:
Agnar, Örn, Sighvatur, Steinar R., Birgir, Guðný Ester, Ása, Siggi, Linda Sjöfn, Inga og Aníta og Bára tók mynd. Askur, Baltasar, Batman og Myrra voru hundar dagsins.



















































































































Alveg dásamlegur dagur í alla staði, hvílík heilun, næring og orkuhleðsla !
Gps-slóðin hér: https://www.wikiloc.com/hiking-trails/dalafll-dalaskardshnukur-kyllisfell-um-kattartjarnir-reykjadal-080225-200974311
Gps-slóðin frá árinu 2011: https://www.wikiloc.com/mountaineering-trails/dalafell-dalaskardshnukur-kyllisfell-um-kattartjarnir-reykjadal-og-klambragilslaug-190211-44361165
Myndband úr ferðinni hér: Kattartjarnir upp Dalafell, Dalaskarðshnúk + Kyllisfell, til baka Ölkelduhnúksgil + Reykjadal 080225
Gangan árið 2011: Í frosti og funa
Óbyggðahlaupið árið 2017: Óbyggðahlaup 6 laugardaginn 30
Tökum fleiri svona upprifjanir á gömlum Toppfaraferðum næstu árin… það er greinilega þess virði !
Kommentare