top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Drangaskörð frá Dröngum í Norðurfjörð á einni töfranóttu #Ofurganga

Updated: Oct 2

Tindferð nr. 311 mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. júlí 2024


Fjórða ofurgangan í klúbbnum var farin í byrjun júlí þetta árið... og nú var það norður á Strandir þar sem gengið var frá Dröngum um Drangaskörð í Drangavík, Eyvindarfjörð, Ófeigsfjör, Ingólfsfjörð og loks um Geitahlíð yfir í Norðurfjörð... alls 46,8 km á tæpum 17 klukkustundum en tækin mældu þetta ansi misjafnlega og tekin er talan sem kom úr gps-tækinu inn á wikiloc.


Þjálfarar keyrðu norður á Strandir í sumarfríinu sínu í júní til að kanna akstursleiðina, gistiaðstöðuna og aðstæður á staðnum almennt og til að kanna hvar væri best að enda gönguna... eftir veginum úr Ingólsfirði í Nirðurfhjörð... eða eftir Geitahlíð og þaðan um heiðina niður í Norðurfjörð... og var niðurstaðan þá að fara kindagöturnar um Geitahlíð... en sá kafli átti eftir að vera þungbærastur í göngunni... og reyna verulega á hópinn... þreyttan í lok langrar göngu sem var algerlega stórkostleg...


Akstursleiðin norður á Strandir í Norðurfjörð er mun léttari og einfaldari en oft er talað um... þ.e.a.s. að sumri til... vegurinn var nýheflaður þegar þjá´lfarar fóru í júní... og hann var í góðu standi í júlí... fólksbílafær og ágætis umferð á leiðinni...


Við lögðum af stað úr bænum kl. 07 mánudaginn 8. júlí... og aksturinn tók alls 4,5 klst. svo við sem ókum úr bænum lentum í Norðurfirði kl. 11:30 og höfðum 1,5 klst. til að borða og koma okkur fyrir á tjaldsvæðinu fyrir bátsferðina.


Flestir voru farnir kvöldinu á undan og höfðu þá þegar sofið um nóttina í Norðurfirði... í blíðskaparveðri sem við rétum öll yfir að væri ekki á okkar göngusólarhring... en spáin var síðri mánudags til þriðjudags en sunnudags til mánudags... en sú spá rættist ekki.... og við fengum bongóblíðu þennan sólarhring sem beið okkar á göngunni...


Leiðin norður á Strandir er veisla út af fyrir sig... og þetta á oftast við í öllum okkar ferðumn... ferðalagið úr borginni er ævintýri... hvort sem maður er keyrandi eða gangandi...


Komin hér í Norðurfjörð... Krossnesfjall hægra megin með Kálfatindana efst og byggðin í firðinum...


Við byrjuðum á að heilsa upp á tjaldbúana... og sumir tjölduðu strax sem höfðu komið keyrandi eins og Elín Gísla sem kom ein keyrandi en hún var einn af fimm gestum göngunnar... Guðjón kom einnig keyrandi einn degi áður og í tjaldi... sem og Doddi og Njóla... og Þórkatla mætti beint úr annarri nokkurra ferð með KFMK í Reykjafirði á Ströndum og gisti í skála FÍ við tjaldstæðið...


Sighvatur var á sínum útilegubíl og hafði gist um nóttina...


Þrír gestir göngunnar gistu í herbergjum að Urðartindi, þau Júlía Rós Atladóttir, og hjónin Ása Jóhannesdóttir og Sigurður Kristinsson. Anna Halldórsdóttir gestur og Skarphéðinn Toppfari gistu í Bergistanga við Hótel Norðurfjörð og fimmti gesturinn var í tjaldi eins og áður segir, hún Elín Gísladóttir.


Guðjón hér í horninu á tjaldsvæðinu...


Hér tjölduðum við... þjálfarar og Aníta og Sjöfn Kr. sem komu í samfloti... og Steinar Ríkharðs tjaldaði líka hér eftir akstur um morguninn... útsýnið einstakt út fjörðinn að Reykjaneshyrnu...


Höfnin í Norðurfirði... sólin skein í heiði og veðrið var dásamlegt... og þannig var það alla gönguna... mun betra veður en í könnunarleiðangri þjálfara um miðjan júní...


Við lögðum bílnum við höfnina og klæddum okkur í göngufötin og fórum út að borða á Kaffi Norðurfirði...


Íslenskir og erlendis ferðamenn á svæðinu og krakkar hér að leika sér við höfnina...


Við fengum bátsferðina hjá Strandferðum... frábær þjónusta frá A til Ö ! www.strandferdir.is


Kaffi Norðurfjörður... hér voru bakpokar Njólu og Dodda sem höfðu líka komið kvöldinu áður og tjaldað við Urðartind... þau gengu frá tjaldstæðinu og þurftu því ekki að enda við höfnina um morguninn eftir í lok göngunnar...


Kortið af svæðinu á vegg í Kaffi Norðurfirði...


Gönguleiðin okkar frá Bjarnarfirði um Drangaskörð... í Drangavík, Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð , Ingólfsfjörð framhjá Eyrir og um Geitahlíð undir Urðartindi og þaðan yfir heiðina og niður í Norðurfjörð...


Kaffi Norðurfjörður... frábær staður... hér mættu allir og fengu sér að borða...


Hollt og gott fyrir langa göngu fram á næsta dag :-)


Báturinn fór af stað kl. 13... og fleiri en við vorum um borð... allir á leið í Reykjafjörð nema við...


Bílarnir skildir eftir hér...



Örn þekkti strandveiðimenn sem hér voru að landa... og þau höfðu áhyggjur af veðurspánni... töldu að það væri að versna hratt veðrið og þetta liti ekki vel út fyrir okkur um nóttina... það var jú, stífur vindur í veðurspánni... en sú spá rættist sem betur fer ekki...


Mjög gaman að hitta ykkur Rakel og Jónbjörn heiðurshjón :-)


Gestirnir komu sterkir inn í þessa ferð... og smellpössuðu við hópinn... mjög gaman að kynnast þeim...



Sjáumst í fyrramálið Norðurfjörður...


Siglingin var ævintýri út af fyrir sig...


Fljótlega komu Drangaskörðin í ljós...


Reykjaneshyrna....


Hvílíkir töfrar...


Við störðum og störðum... vorum við virkilega að fá að ganga þarna um... í alvöru ?


Stórfengleg náttúrusmíð... við vorum andaktug af virðingu og aðdáun...


Drangar... hér vorum við ferjuð á gúmmíbát í land... sem tók enga stund og gekk mjög vel... sögusagnir um að menn brennblotnuðu í fætur við þennan flutning áttu við engin rök að styðjast enda reyndu bátsmenn sem hristu bara höfuðið, að rekja þessa vitleysu ofan í okkur, en einhverjir voru í sandölum þá þegar og létu sig hafa það í land...


Það eitt og sér að koma að Dröngum var heiður...


Allir í björgunarvesti... og allur farangur með... en við vorum mjög farangurslítil þar sem við vorum eingöngu með dagpoka meðferðis...


Fyrri bátur farinn...



Jón Geir skipstjóri... marga fjöruna sopið... farið ansi margar ferðir þarna um og sagði okkur sögur á leiðinni... hann var meðal annars í ferðinni þar sem helmingur gönguhóps varð strandaglópur við Meyjarár árið 2018... nokkrum dögum áður en Toppfaraferðinni um Strandir það sumarið var aflýst vegna veðurs og vatnavaxta... og var ákvörðunin léttari þegar fréttist af þessum hópi sem þarna lenti í vandræðum... þetta var sumarið 2018 og því vorum við loksins að ganga þessa leið núna... sex árum síðar... það skondna var... að Steingrímur J. fyrrum alþingismaður var á leiðinni komandi helgi að ganga þessa sömu leið og við vorum að fara í einni ofurgöngu... í sömu erindagjörðum og við... að gera tilraun tvö til að klára þessa leið... aftur röðuðumst við á sama tíma og hann á sex ára millibili... ótrúleg tilviljun !



Drangar...


Drangaskörð...


Spenna og tilhlökkkun... eftir margra mánaða undirbúning var loksins komið að þessu...


Það var fólk í húsunum að Dröngum en við sáum samt engan... bryggjan fín og ekkert mál að komast að landi..


Jón Geir lagður af stað aftur að sækja hina...


Heillandi að koma hingað...


Krían tók vel á móti okkur...


Seinni hópurinn mættur...


Græjuðum okkur í göngufötin...


Krían hér að heilsa fólkinu... eða þannig...


Nokkrir lentu vel í því...


Bára, þjálfari fór yfir gönguleiðna og þess sem beið okkar næstu klukkutímana og það var frábær stemning í hópnum frá fyrsta andartaki...


Við upphaf göngunnar: klukkan 14:30...


Efri: Sjöfn Kr., Sighvatur, Júlía Rós gestur, Njóla, Ása gestur, Skarphéðinn, Anna gestur, Guðjón og Sigurður gestur.


Neðri: Doddo, Örn, Aníta, Þórkatla, Steinar R. og Elín gestur en Bára tók mynd og enginn hundur með í svona flókinni ferð...


Mikill léttir að leggja loksins af stað...



Blíðskaparveður... logn... sól... hlýtt... við trúðum þessu varla...


Krían lét ófriðlega enda voru ungarnir að koma úr eggjunum og þær vörðu sín afkvæmi eins og ljón...


Strandirnar voru í blóma... tímabilið er ansi stutt sem allt er í skrúði og fuglalífið sem líflegast... við vorum á besta tíma...



Sólarsellur...



Hreiðrin... við reyndum allt sem við gátum að stíga ekki á nokkurt þeirra...


Takk fyrir hlýlegar móttökur Drangar...


Allt svo fallegt... myndefnið var alls staðar... ævintýrið norður á Ströndum var hafið...


Slóði var alla leiðina og við fylgdum honum...


Litið til baka... reisulegt býlið að Dröngum...


Fljótlega komu Drangaskörð í ljós...


Þau voru mun kyngimagnaðri en við áttum von á...


Fjörurnar...


Lækirnir...


Nóg að drekka...


Við fækkuðum fljótlega fötum... komin úr lopapeysunum í hlíraboli... takk fyrir...


Vá... máttum við í alvöru ganga hér ?


Gleði og hlátur og bros... það var eina leiðin til að komast í gegnum þessa göngu... þungabrún og neikvæðni var aldrei að fara að virka...


Ólýsanlegir töfrar hér frá fyrsta skrefi við bryggjuna að Dröngum... við máttum vera þakklát með að vera nákvæmlega hér á nákvæmlega þessum degi... því veðrið sumarið 2024 norður á Ströndum var mjög erfitt... og fátt um góða daga...


Hér afvegaleiddumst við upp slóðann en áttuðum okkur í miðjum hlíðum og lækkuum okkur aftur... við ætluðum ekki að sniðganga Drangaskörðin... sem menn gera þegar þeir lenda í þoku á þessum slóðum... það var aldeilis ekki hjá okkur þennan dag...


Hér fara menn yfir skarðið...


En ekki við... við héldum okkur við sjóinn að skörðunum...


Friðsældin...


Sjórinn...


Drangarnir...


Það er engin leið að lýsa áhrifunum af því að ganga hér að Drangaskörðunum... í þessu blíðskaparveðri með óskert skyggni... algera friðsæld... ein í heiminum...


Við máttum vart mæla né ganga...


Klettadrangarnir um allt...


Þakklæti var efst í huga...


Rekaviðurinn...


Gönguslóðinn...


Geirólfsnúpur í Reykjarfirði þegar litið var til baka... með Bjarnarfjörðinn og ósinn sinn þarna í fjarska...


Við gáfum okkur góðan tíma og nutum alls sem fyrir augu bar...


Ljósa fjaran áður en komið var að Drangaskörðum gleymist aldrei...


Beinin...


Fjaðrirnar...


Birtan...


Litirnir...


Óraunveruleikatilfinningin...


Sjávarlífið...


Sjávargrjótið...


Fegurðin var slík að engin orð fá henni lýst... þess vegna er fátt um orð undir myndunum... þær tala sínu máli... en fanga engan veginn fegurðina sem þarna var...






Heilmikið rusl var í fjörunni alla leiðina... og við mynduðum sumt af því...









Hópmynd tvö í ferðinni... að hugsa sér hversu léttklædd við vorum... veðurspáin var alls ekki að segja rétt til með veðrið á okkar slóðum...


16 manns... 7 karlmenn og 9 konur... flott blanda !


Við gáfum okkur góðan tíma til að njóta fjörunnar...


Selirnir...



Sá var forvitinn...


Klettarnir...


Ein af uppáhaldsmyndunum !


Fyrsti boltinn sem varð á vegi okkar...



Stundum var mjög erfitt að stíga yfir ruslið... en það var engin leið að plokka... þetta var óheyrilegt magn... og sumt var blýfast í jörðinni... verið þarna í nokkur ár eins og þessi járnplata...


Stórfengleikurinn...



Bára fór yfir nöfn Dranganna... Göltur, Litlitindur, Signýjargötuskarð, Kálfsskarðstindur, Kálfskarð, Storitindur, Mjóaskarð, Stóraskarðstindur, Stóraskarð, Nafnlaus tindur og loks Efstaskarð.


Fjallið virðist heita Drangafjall innar og Skarðafjall utar... heimamenn segja drangana fimm en ekki sjö... helstu upplýsingar um svæðið voru fengnar af veraldarvefnum frá Reyni Traustasyni, Ferðafélagi Íslands og vefsíðum heimamanna... þegar bátsfólkið var spurt um nafngiftirnar þá voru þau ekki með nöfn dranganna á hreinu né skarðanna...












Hópmynd númer þrjú í ferðinni... reynt að fanga stórfengleikann og stærðina...


Víkurnar...


Litið til baka...



Magnað !


Signýjargötuskarð framundan...



Nú sást ekki bara í Geirólfsnúp... heldur líka Hornbjargið sjálft... það var ótrúlegt !


Plastruslið...


Signýjargötuskarð... það var ótrúlega lítið til um göngur þessa leið á veraldarvefnum... og engin leið að átta sig á aðstæðum hér neðan við Drangana sunnan megin þar sem gæta þarf flóðs og fjöru... svo við settum inn myndband af skarðinu og fjörunni neðan við það á youtube... fyrir aðra til að átat sig betur...


Litið til baka...


Stóritindur...


Kálfsskarðstindur...


Litlitindur og Signýjargötuskarð...








Fjaran...



Þangið...



Berggangarnir...










Stuðlabergið...


Komin út í endann á Dröngunum... það voru alger forréttindi...


Leiðin okkar framundan... þetta var langt... Reykjaneshyrna þarna í fjarska... og Krossnesfjall með Kálfatindana sína tvo... ein vík og þrír firðir á milli okkar og þeirra...


Nærmynd...



Hornbjargið enn lengra séð hér...


Stórkostlegt... ekki hægt að fá betra veður en þennan dag...


Drangavík að opnast...




Við lékum okkur og nutum fegurðarinnar og töfrana hér... á þessum einum sérstakasta stað landsins...




Myndir frá bæði Erni og Báru þjálfara og staðsetningin á okkur ekki sú sama á sömu sekúndunni :-)





Signýjargötuskarð... Kálfskarðstindur...


Utan slóða hér...




Komin inn á gönguleiðina aftur úr skarðinu...


Sýnin til norðurs hvarf hér með bak við Drangafjall...


Áhyggjur þjálfara af flóði og fjöru hér neðan við Signýjargötuskarð... reyndust óþarfar... við vorum á besta tíma... nánast á háfjöru og nóg af grjóti til að feta sig eftir sunnan megin við Drangana... en við gættum þessa við skipulag göngunnar, reiknuðum út tímasetningar flóðs og fjöru á þessum slóðum og réðum ráðum okkar við bátsfólkið fyrir brottför... og allt stóðst...


Niður Signýjargötuskarð...


Öftustu menn tímdu ekki úr skarðinu...


Litlitindur...


Drangavík...




Við tók ágætis klöngur og brölt niður í fjöruna og undir Drangaskörðunum inn Drangavíkina næstu tæpu kílómetrana tvo...




Fjarað vel út...


Upp Signýjargötuskarð...



Dauður sjófugl... hrafn ? ... man það ekki...


Bergið... þetta var mósaík af náttúrunnar hendi... hér sverfur sjórinn bergið...




Hvað varðar sólargangin þá vorum við á besta tíma í skörðunum... nutum sólar beggja vegna sem er ekki sjálfgefið...






Þessi kafli tæpa 2 km leið var torfær og mjög grýttur.. maður fer ekki hratt hér yfir og ráðlegt að gæta vel flóðs og fjöru...






















Við hefðum getað verið hér í marga klukkutíma...









Kálfskarð ?














Algerlega stórkostlegur staður að vera á... ekki annað hægt en mæla með að koma hér og taka þó ekki væri nema stutta dagsferð frá Norðurfirði með bát og ganga yfir skörðin... það er í boði öll sumur og er dagsferð með bát... ekki löng ganga en ólýsanlegt ævintýri...






Erfitt að yfirgefa þessa hrikalegu fegurð...



Foss í brekkunni... vatnið var svo ferskt...





Bolti tvö :-)


Þarna fengum við okkur nesti númer eitt...



Þessi tunna man tímana tvenna...







Dásamleg nestisstund...




Klukkan sex að kveldi... búin með 3,5 klukkutíma og tæpa 9 kílómetra...


Gott að viðra fæturna...




Kvöldmatur... kjúklingur, tómatar og appelsín...








Drangavík... það var líka heiður að koma hingað...


Ásýndin á Drangaskörð breyttist sífellt... og heimurinn s

em við vorum í stuttu áður var horfinn... augnablikið liðið í sólinni sem var...

En tignarleikurinn var enn til staðar og við fengum ekki nóg af að stara á þessa dranga...











Drangavíkurá vaðin... vað eitt af þremur í ferðinni...


Frískandi og nærandi fyrir fæturna sem mændi mikið á á langri göngu...



Að vaða á mánudagskeldi í júlí... yfir Drangavíkurá... með Drangaskörðin steinsnar frá okkur... voru mikil forréttindi...





Hræin...

















Kvöldkyrrðin var alltumlykjandi... og friðurinn svo áþreifanlegur að við gátum vart gengið...



Fjórða hópmyndin... með Drangaskörðin í baksýn sunnan megin...


Bára með hér :-)











Dýjamosinn...





















Þjálfararnir... Örn og Bára :-)



Nú hurfu Drangaskörðin líka úr augsýn... og komu ekki aftur í ljós fyrr en síðasta kaflann í Geitahlíð morguninn eftir...





Steinboginn... margir hafa myndað hann... og við auðvitað líka... og leikið sér aðeins...






Krossnesfjall gegnum gatið...


Hópmynd fimm...





Yrðlingurinn...


Hann var lamaður af hræðslu... hér býr han og skyndilega hópaðist að honum mannskepnur... sem nálgðust hann ekki um of... mamma hans gjallaði eftir honum en hann hreyfði sig hvergi...



Elsku skinnið...





Fossarnir...






Krossnesfjallið nálgðist óðum...


Við vorum komin inn í Eyvindarfjörð... og það húmaði að með kveldinu...


Brúin í eins kílómetra fjarlægð frá fjörunni...


Við gengum upp eftir ánni... og hún reyndist allra fegursta áin á þessari leið að mati ritara...





Leiðin upp með ánni var mjög falleg og tók enga stund...




Gróðurinn...





Bláminn í Eyvindarfjarðará... var með ólíkindum...



Krafturinn...


Brúin þarna ofar...



Vel þegið að þurfa ekki að vaða þessi ósköp...







Alls kyns fossar um allt... en enginn að spá í það og ekki er Eyvindarfjarðará fræg... fegurð hennar rómuð um allt... né eru menn að slá sér til riddara fyrir að vekja athygli á henni... þar sem hún er ekki á virkjunaráætlun... ólíkt Hvalá...












Okkur til mikillar undrunar var önnur brú... yfir Eyvindarfjarðará... það hafði hvergi komið fram í lýsingum í bókum né á veraldarvefnum... leiðin greinlega ekki vel útlistuð á þeim stöðum sem við lásum...










Tjarnirnar meðfram ánni...







Mikið var þetta fallegur staður... Eyvindarfjarðará skákaði Hvalá að okkar mati... en hér kemur enginn að njóta og skoða... allir á sömu stöðunum... reyndar ekki bílfæri hingað eins og að Hvalá... en þá á var enginn að mæra fyrr en heimamenn vildu fá til sín meira rafmagn, betra vegasamband og betri aðstæður til atvinnuvegauppbyggingar... en þetta er umdeilt og maður skilur sjónarmið beggja... en það er voða auðvelt að vera staddur i vellystingunum og ljósleiðurunum í Reykjavík... og hafa sterkar skoðanir á hvernig menn eiga að haga hlutunum vestur á Ströndum... þessa þrjá mánuði á ári sem hingað er fært keyrandi og gangandi... líklega eiga heimamenn mest um þetta að segja... því ekki líðum við skort af nokkru tagi í Reykjavík... og komum bara hingað í spari erindum... við búum ekki hér allan ársins hring...


Eyvindarfjörður var eini fjörðurinn þar sem engin byggð hefur verið í gegnum tíðina... við veltum vöngum yfir því og engin niðurstaða fannst nema kannski að ekki væri mikið gróið undirlendi en það var nú samt... var áin að einhverju leyti orsakavaldur ? Varla... en... erfitt að segja...


Plastruslið... um allt...


Nestispása tvö... hún var ekki eins kuldaleg og við Langasjó á miðnætti... enda var klukkan ekki orðin hálf ellefu að kveldi til... en hér var þreytan farin að minna á sig og við vönduðum okkur við að borða og hlaða okkur orku...










Tæpir 19 km að baki á tæpum 8 klukkutímum...





Stórkostlegt sólarlagið var hafið... og okkar beið hvílíka veislan að við hefðum ekki getað beðið um fallegra sjónarspil...





Skerjasundsfjall að baki...


Krossnesfjallið nálgaðist óðum... táknið fyrir tjaldstæðið þar sem hvíldin beið okkar...









Nú vorum við lögð af stað inn í annan fjörð.. Eyvindarfjörður að baki og framundan var Ófeigsfjörður...











Sólarlagið varð sífellt fegurra...




Vað tvö... Dagverðardalsá... leiðin inn að Ófeigsfirði var nokkuð löng undir Strandarfjöllum áður en hinn eiginlegi Ófeigur tók við...


Heiðurshjónin Doddi og Njóla...


Létt og fljótlegt vað...



Ása átti afmæli þann 6. júlí og við sungum fyrir hana þar sem komið var miðnætti og nýr dagur runninn upp :-)


Hjónin Sigurður og Ása... frábærir göngufélagar í þessari ferð.. og koma vonandi aftur með okkur í einhverja flotta ferð...


Mjög frískandi fyrir fæturna að fá svona vöðun reglulega á langri göngu...



Jebb... komið yfir miðnætti... og engin þörf á höfuðljósum... gott að muna það...







Hér afvegaleiddumst við á slóðanum meðfram fjörunni en hefðum átt að fara beinustu leið frá Dagverðardalsánni að Hvalá... en þetta var örstuttur útúrdúr og gaf okkur flott sjónarhirn á Hvalárfossana svo þetta kom ekki að sök...


Roðinn á himni byrjaði að birtast hér...



Sýnin á fossana hér hefði ekki fengist ef við hefðum fylgt efri leiðinni...






Kálfatindar í Krossnesfjalli...








Þessi roði var stórkostlegur... en en við hefðum bara vitað hvað beið okkar...



Göngubrúin yfir Hvalá...


Ennþá snjór í þröngustu klettaskorunum...




Mun meiri smíði hér yfir en þessar tvær yfir Eyvindarfjarðará...














Sjöfn Kristins alveg í stíl við Hvalána og bergið...


Magnað hvað við rennum stundum saman við landslagið...



Engin smá smíði þessi brú...



Nú breiddist roðinn smám saman út yfir allan himininn næsta hálftímann...





Guðjójn fékk sér vatn að drekka úr Hvalá... hún var blá af tærleika... eins og Eyvindarfjarðará...


Hér voru við komin á malarveg sem liggur að brúni yfir Hvalá...


Búin með 26 km á rúmum 10 klukkustundum og klukkan eitt um nóttina... þetta gekk mjög vel...







Það var erfitt að halda áfram í þessari fegurð...


Við tók sjónarspil sem gleymist aldrei...


Ólýsanlegt...


Á þessum tímapunkti um miðja nótt segir þreytan meira til sín en nokkurn tíma í þessum ofurgöngum... það er okkar reynsla í þessari fjórðu ferð... og því var eins og náttúran á Ströndum væri að reyna að segja okkur að vera þakklát... og fagna þessari fegurð... að vera yfirleitt vakandi á þessum tíma... og fá að upplifa þessa liti og þetta samspil nætur og dags á bjartasta tíma ársins...



Orkan var gífurleg... það var okkar að taka við henni og nýta okkur hana... fagna og vera þakklát fyrir að vera stödd á þessum stað á þessari stundu...












Þetta var ólýsanlegur klukkutími sleginn töfrum sem varla voru af þessum heimi... og náttúran var með okkur í liði... vissi að við vorum þreytt... og þurftum hvatningu og klapp á bakið... og sem betur fer þáðum við það og héldum himinglöð áfram för... kjörnuð í miðnættinu og sólarroðanum...




Það er engin leið að lýsa áhrifunum af þessum klukkutíma eða svo sem við áttum í Ófeigsfirði á þessum tímapunkti... hann gleymist ritarra aldrei... og stendur upp úr öllu í þeim fjórum ofurgöngum sem að baki eru...


Bærinn í Ófeigsfirði...


Mjög merkilegt að vera komin hingað...






Kindur á ferð...


Húsá blasti skyndilega við okkur við bæinn... og hún kom okkur á óvart... þetta vað var ekki á okkar áætlun... hér keyra bílar greinilega yfir til að komast að Hvalá... í bók Páls Ásgeirs Ásgeirssonar er Húsá lýst sem svo að hún sé varla vatnsfjall sem taki því að minnast á eftir þær stórár sem menn hafi kynnst á leiðinni til þessa... en engu að síður er vaðið nefnt og fór þetta framhjá þjálfurum sem gerðu ráð fyrir að hér væri göngubrú eða í versta falli smá stiklun :-) :-)

Hún var lygn, tær, sléttbotna og þægileg yfrferðar en nokkuð djúp svo tók upp í klof og því fóru menn í nýjar nærbuxur þeir sem lægstir stóðu og voru með auka (frábær hugmynd frá Önnu Halldórs að vera með auka nærbuxur á göngu þar sem þarf að vaða), en aðrir voru blautir þar með... en flestir sluppu yfir án þess að blotna...


Við erum en að rifja upp þetta vað því það gaf sannarlega tóninn fyrir þær ár sem biðu okkar sumarið 2024... sem voru ansi margar...



Síðasta vaðið að baki... gengið gegnum þyrpinguna í Ófeigsfirði þar sem voru nokkrir bílar... en allir sofandi...




Hvílíkt lán að fá að upplifa þessa kyrrð... samspil.. litafegurð... friðsæld næturhúmsins...




Þriðja nestið að ganga tvö um nóttina... nestispásurnar um miðja nótt... hér reyndi svolítið á að halda andlegum dampi eins og í fyrri ofurgöngum... það er krefjandi að vera jákvæður og glaður... hvetjandi og uppbyggjandi... lausnamiðaður og þakklátur... sérstaklega þegar ein úr hópnum dró sig úr göngunni og vildi fara á eigin vegum þar sem henni fannst hópurinn fara of hratt... og við höfðum þar með miklar áhyggjur af henni og skugga bar á gönguna... en við reyndum að láta það ekki slá okkur út af laginu...


... því jákvæðni og lausnamiðuð hugsun er eina leiðin... öðruvísi fer maður ekki í gegnum svona ofurgöngu sem reynir á alla til hins ítrasta... og það er um leið það skemmtilegasta við þær... þó erfitt sé þarna yfir blánóttina... það er létt og auðvelt að gera eitthvað sem reynir ekki virkilega á mann... langtum meira krefjandi að gera eitthvað sem þenur mann til hins ítrasta... þessar ofurgöngur eru ekki fyrir alla... enn þær eru dýrkaðar af okkur sem elskum einmitt þetta... af því allar aðra göngur allan ársins hring eru eins... notalegar og viðráðanlegar... og krefjast einskis af manni annars en þess sama og í síðustu göngu... af þessum ástæðum förum við aftur... á hverju ári í svona ofurgöngu... á meðan getan leyfir...


Jæja... yfir hálsinn eða heiðina... forna leið um INgólfsfjarðarbrekku eða Brekkuveg... eftir vangaveltur hópsins um hvort væri betra, þessi leið eða þræða veginn um Seljanesmúla... sem hefði þýtt að helmingur leiðarinnar var á vegi... sem var í raun ætlunin... en svo enduðum við á að sniðganga líka veginn úr Ingólfsfirði í Norðurfjörð og kusum frekar Geitahlíðína... grunlaus um hvers lags torfærur hún væri...


Nú birti hratt til.. roðinn vék fyrir dagsbirtunni á þessum kafla og það var stórkostleg upplifun...




Sólin farin að slá geislum sínum um allt himinhvolfið...



Ófeigsfjörður og fjær Eyvindarfjörður...




Mjög skemmtileg leið og birtan alveg einstök...


Ingólfsfjörður birtist hér... efst á brúnunum... slóðinn var á fleiri en einn veg og Örn reyndi að finna þann rétta gegnum skafla og mýri og móa...



Urðartindur hér og glittir í Reykjaneshyrnu í morgunsólarupprásinni.... Norðurfjörður var nálægt okkur...


Lygileg birta og fegurð á þessum kafla...


Ingólfsfjarðarbrekka... frábær leið og slóðinn fínn...








Fyrstu sólargeislarnir falla í Ingólfsfjörð... klukkan er að verða fjögur.. svona upplifist eingöngu í þessum ofurgöngum... eða í einhvers lags miðnæturgöngum... þetta er ástæðan...


Friðurinn... hlýjan... morgunbirtan... forréttindi... það var ráð að vera þakklátur.... og fanga þessa fegurð með hjartanu...




Komnir 35 kílómetrar á tæpum 14 klukkustundum... og klukkan er korter yfir fjögur... DJ. SNILLINGAR !









Brekkan okkar góða fyrr um nóttina...



Gamla síldarverksmiðjan á Eyri í Ingólfsfirði... stórmerkilegur staður... sem gaman er að skoða í rólegheitunum... víð kíktum aðeins inn um glugga... og á einhverjum stað var merkt að þetta væri í einkaeigu og gestum vísað frá....







Inn um einn gluggann...




Þreyta og... bugun... eða bros og gleði... við börðumst öll sem eitt... þettta er krefjandi... maður er farinn að ganga umfram það vanalega... og þá reynir á hugarfarið... allir farnir að finna til einhvers lags óþæginda, verkja eða eymsla... og þá er merkilegt að finna... að maður getur samt haldið áfram... og merkilegaast af öllu var stemningin í hópnum sem var alveg einstök... allir jákvæðir og einbeittir... við skyldum klára þetta með reisn og þori og dug... þetta "afrek" okkar var ekkert... í samanburði við lífsbaráttu fólksins sem hérna bjó áður fyrr... við þurftum ekkert að vorkenna okkur...


Blómleg og vel við haldin byggðin í Ingólfsfirði... mjög gaman að sjá falleg húsin og alla endurreisnina eða góða viðhaldið...


Takk fyrir okkur... þessi verksmiðja verður ekki söm í okkar huga eftir þessa göngu... það er allt annað að keyra hingað og fara út úr bílnum... en koma hér við á þrítugasta og sjöunda kílómetra dauðþreyttur um miðja nótt í miðri ofurgöngu... þar sem efasemdir um hvort maður gæti klárað gönguna voru farnar á láta kræla á sér... eða að lágmarki óþolinmæði í að klára þessa bévítans ofurgöngu... :-) :-)





Síðasti kafli leiðarinnar... þjálfarar ákváðu eftir könnunarleiðangurinn sinn í júní að taka þennan kafla... um Geitahlíð út með fjörunni að Krossnesfjalli... frekar en að ganga einhæfan malarveginn úr Ingólfsfirði inn í Norðurfjörð... og var mikill munur á þessum tveimur leiðum hvað varðar undirlag... annars vegnar hólóttur og grýttur kindaslóði eða sléttur malarvegur...


Langtum flottari leið og "Strandalegri" en vegurinn yfir heiðina milli fjarða... en krefjandi var hún...





Hér sást aftur til Drangaskarða... jahérna hér... þarna vorum við kvöldið á undan... enn að ganga... síðan þá...



Fjórða og síðasta nestipsásan... nema sú fimmta hafi verið efst á heiðinni hjá fremri hópnum... hér var risið mishátt hjá fólki eins og eðlilegt er... en allir einbeittir... þetta var eins og síðustu kílómetrarnir í maraþoni... allir búnir á því... en ekkert annað í svipnum að ráða en að komast í mark...









Hópurinn þéttur reglulega þar sem leiðin var krefjandi og krafðist einbeitingar við að fóta sig og velja hvar skyldi stíga niður fæti...



Þessi Geitahlíð... er eftir á að hyggja erfiðasti kafli í sögu Ofurgangnanna... hún tæmdi okkur öll alveg gjörsamlega... og varð merkilegt nokk... mest umtalaði kaflinn á þessari göngu... ennþá nokkrum mánuðum síðar... jú, og sólarlagið rauða... og jú, Drangaskörðiðn sjálf... þessi ganga var rosaleg !





Þetta ætlaði engan endi að taka... við gengum og gengum... og sífellt lengdist í þessari hlíð... man ekki eftir því að hafa verið svona óþreyjufull nokkurn tíma í göngu...


Sólin farin að skína inn firðina...


Við fylgdumst alltaf með konunni sem var ein á ferð fyrir aftan okkur.... það var mjög gott að sjá hana og að hún skyldi halda sama hraða og við...




Loksins hækkuðum við okkur frá fjöruborðinu...




Hér hafði Bára veifað fremri hópnum og síðustu menn voru á eigin vegum síðasta kaflann með henni... Örn og félagar voru samt ekki langt undan... og konan á eftir fór fyrr upp sem var ekki síður góður kostur en þaðan var flóknara að þræða sig í gegnum blandbúnaðarlandið niður að tjaldstæðinu...




Við tókum veginn á þetta niður í Norðurfjörð og það var ólýsanlegt að komast á hann eftir "helvítisbrekkuna" eins og hún var kölluð eftir þetta... en fyrir aðra var hliðarhallinn verri en þessi síðasta brekka upp... í huga ritara þá var brekkan léttir eftir þessar kindagötur í Geitahlíðinni ámeðan aðrir upplifðu öfugt...


Sólin að taka að skína á allt...


Töfrarnir í fyrri ofurgöngum þeir sömu hvað þessa einstöku birtu varðar og þennan breytileika frá kvöldhúmi, sólarlagi, næturhúmi, sólarupprás og loks dagrenningu...




Ógleymanlegt með öllu... lent við tjaldstæðið í sól og sumaryl...





Við vorum búin á því...





Tölurnar í gps-tæki kvenþjálfara... klukkan hálf átta að morgni... en fremri menn gengu alla leið í höfnina í Norðurfirði auðvitað... og gangan taldist 49,2 km á 16:52 klst.... með 1.452 m hækkun og eins lækkun með 268 m mesta hæð...


Þá var að tjalda... eftir að búið var að keyra bílunum frá höfninni að tjaldstæðinu... svefnlaus með öllu en veðrið með besta móti... en það var talsverður vindur samt í Norðurfirði...


Ekki það léttasta verk beint eftir ofurgöngu... en við höfðum gert þetta áður...


Við vesenuðumst með hvar við skyldum setja niður teppi og skála fyrir göngunni og viðra hana áður en við færum að sofa... morgun partý... stórkostleg stund... en lendingin va að vera bara við tjöldin þar sem sjórinn og fjörðurinn blöstu við... frekar en inni í húsi... eða við húrin í Urðartindi...






Allir komu með eitthvað á hlaðborðið... og nóg var til að nasla og skála...


Skál fyrir magnaðri göngu ! Þessi morgunpartý eru einstök... ef menn hafa vit á að njóta þeirra og gefa sig í þau... en það mættu ekki allir sem var synd þó skiljanlegt væri eftir alla gönguna og líklega vanlíðan og þreytu... en vá... þetta er geggjað partý og einstakt að skála og spjalla í klukkutíma eða svo áður en lagst er til svefns... þessu sleppum við aldrei...



Eftirpartý myndin... við grenjuðum úr hlátri... og tókum myndir... ógleymanlegt...


Fórum að sofa um kl. 10 til kl. 14 en lexían eftir á var sú að við sváfum öll til kl. 13 og biðum flest eftir því að klukkan yrði 14...


Þá var það Krossneslaugin... þjálfurum fannst þetta bratt ferðaplan... ofurganga, partý, sofa í nokkra klukkutíma, sund og svo keyra heim alla leið í bæinn... en þetta gekk fullkomlega...




Dásamlegt eftir gönguna.. og allir sprækir... líkaminn þáði þetta með þökkum... og þreytan var ekki farin að segja til sín í raun... og syfjan svæfð eftir lúrinn...


Alltaf gaman... ekkert annað í boði... við leyfum okkur einfaldlega ekkert síðra en að vera glöð og þakklát og fanga augnablikin öll... hvort sem þau eru erfið eða létt... annars er bara einfaldlega ekki skemmtilegt að lifa...


Blíðskaparveður áfram... en þetta sumar var veðrið erfitt, kalt, vindasamt og úrkomusamt... norður á Ströndum eins og reyndar um allt landið... og fáir góðir dagar komu... við vorum sannarlega lánsöm með meiru...



Hvílíkur sólarhringur að baki...


Aksturinn heim gekk vel... við skiptumst á að keyra í okkar bíl... emn þeir sem voru einir á ferð sváfu á leiðinni í bílnum í nokkra klukkutíma... en allir glaðir með ferðatilhögun þar sem hver og einn gat haft þetta eins og honum hentaði...



Við fengum okkur súpu eða mat í Kaffi Norðurfirði áður en lagt var í aksturinn í bæinn...






Skemmtiferðaskip í Djúpuvík...







Stórkostleg ferð... mergjaður félagsskapur... undurfalleg leið... afreksganga !


Hjartansþakkir fá leiðangursmenn allir sem einn fyrir frábæran félagsskap, einurð, gleði, jákvæðni og áræðni... því það er meira en að segja það að leggja í svona langa og erfiða göngu og halda hana út með bros á vör og jákvætt viðmót allan tímannn...


Haf þökk fyrir alveg einstaklega góða og alúðlega þjónustu:


  • Strandferðir fyrir fagmannlegu bátssiglinguna út að Dröngum.

  • Urðartindur fyirr frábært viðmót og þjónustu á tjaldstæðinu og gistihúsinu.

  • Kaffi Norðurfjörður fyrir dásamlegar máltíðir fyrir og eftir gönguna.

  • Páll Ásgeir Ásgeirsson fyrir bókina um Hornstrandir sem gaf okkur mjög góðar upplýsingar.

  • Reynir Traustason fyrir fallegar og haldgóðar upplýsingar á veraldarvefnum.

  • Vonandi er ég ekki að gleyma einhverjum... látið mig vita !


Þetta var fjórða ofurgangan... sú fimmta verður Strútsstígur frá Hólaskjóli í Hvanngil um Fjallabak syðra milli Mýrdalsjökuls og Torfajökuls... við getum ekki beðið... og undirbúningur og þjálfun er nú þegar hafin... margir hafa lýst yfir áhuga á að koma með... en á það skal minnt að í svona ofurgöngu fara eingöngu þeir sem fa mjög vel og far aí langar göngur mánðina á undan... og þeir sem hafa jákvætt og yfirvegað hugarfar... þetta er einfaldlega ekki gerlegt öðruvísi...




Sjá hér magnað myndband Aníru af ferðinni: Drangaskörð / Ofurganga Toppfara (youtube.com)


Lexíur leiðangursmanna:


Anna:


Aníta:


Ása:


Bára:


1.Mín upplifunn af göngunni var stórkostleg, þessi slæst við Langasjó sem sú flottasta af fjórum ofurgöngunum og um leið er þessi sú erfiðasta þar sem síðasti kaflinn var mjög krefjandi og þa var maður svo þreyttur.

2.Var með allt allan réttan búnað en hélt á mörgu þar sem veðrið var svo gott, en hefði ekki viljað sleppa neinu því berskjöldunin er mikil ef veðrið hefði verið erfitt eins og sáin sagði til um hvað varðaði vind.

3.Var með kjúkling og grænmeti + samloku + tvö soðin egg + smurt brauð í nesti. Allt gott nema brauðið sem ég er orðin svolítið leið á (gróft kornbrauð með smjöri og osti) sem var samt kjarnmikið og gaf fitu, prótein og kolvetni. Tvær kókómjólkur og ein sykurlaus kók og allt var þetta mjög gott með vatninu. Borðaði samt lítið af smurða brauðinu, tek næst með tvær keyptar samlokur, ætla að leyfa mér af því það er ofurganga.

4.Erfiðast var hliðarhallinn í Geitahlíð. Fyrir mig var Helvítisbrekkan kærkomin hvíld frá hliðarhallanum af því í honum fann ég svo skelfilega mikið til í iljunum og hælunum, man ekki eftir öðru eins, hvert skref var mjög sárt og ég var farin að kveinka mér í hljóði og gleymdi mér stundum svo maður var stynjandi á köflum og þá í kór því við vorum fleiri að stynja... haha, þetta minnti sannarlega á síðustu kílómetrana í maraþoni þegar allir eru á síðustu svitadropunum og sumir líða út af.

5.Forvaðið við Signýjargötuskarð var léttir fyrir mig þar sem við höfðum miklar áhyggjur af því og vissum að við kæmumst ekki áfram nema á fjöru og vorum búin að reikna okkur á góðan tíma þar og fengum það staðfest frá bátsmanninum, en ég var ekki rórri fyrr en þessum kafla var lokið.

6.Drangaskörðin komu á óvart, klettarnir eða tindarnir voru stærri og fallegri og miklu grónari en ég átti von á. Ótrúlegt að komast svona nálægt þeim og ganga um þau beggja vegna og á milli tinda. Veðurblíðan kom líka á óvart, allt var svo létt og þægilegt í svona góðu veðri.

7.Drangaskörðin stóðu upp úr og eins sólarlagið í Ófeigsfirði, gleymi aldrei þessari litadýrð, yfirnáttúruleg upplifun og engin leið að lýsa þessu. Sístur var kaflinn um Geitahlíðina og eins atvikið við Húsá og í raun alla leiðina frá Hvalá og Húsá sem varpaði því miður miklum skugga á þessa töfrastund sem þarna var.

8.Þetta er mitt uppáhalds, þetta er ávanabindandi, hlakka alltaf mest til ofurgöngunnar hvert sumar nú orðið. Þessar ofurgöngur gefur annað og meira en hefðbundnar göngur og er líklega eins og maraþon eða ofurhlaup fyrir hlaupara af því þær reyna svo mikið á mann, gefa svo sterka og mikla upplifun, tæma mann alveg og kjarna mann niður í frumeindir. Ein á ári og ég er góð allt árið að æfa mig, halda mér við og hlakka til  næstu ofurgöngu.

9.Þessar göngur eru eingöngu fyrir þá sem hafa úthald ekki síður andlegt en líkamlegt þar sem hæfni til að halda yfirvegun og jákvæðni allan tímann, sérstaklega síðari hlutann þegar þreytan segir til sín og eins þegar eitthvað bjátar á eða kemur fyrir. Ef menn hafa ekki þessa yfirvegun og þetta jákvæða hugarfar, þá er betra að velja sér öðruvísi göngur sem tæma mann ekki svona alveg. Jú, og svo þarf að æfa mjög vel fyrir þetta líkamlega, ganga rösklega á fjall lágmark tvisvar í viku og hreyfa sig alla daga eitthvað, ekki bara rólega hreyfingu, heldur röska þar sem öndun og hjarta erfiða ágætlega. Maður þarf að vera mjög vanur því að ganga langar vegalengdir og taka nokkrar slíkar veturinn og vorið á undan. Æfa helst með hópnum mánuðina á undan því þannig skapast tenglst og samkennd sem skiptir máli í svona ferð. Þetta er ekki ganga sem hægt er að mæta í óæfður eða með nokkur Úlfarsfell og einn Fimmvörðuháls að baki, menn þurfa að ganga nokkrar dagleiðir vikurnar og mánuðina á undan sama hvernig formið þeirra er. Og hugarfarið þarf að vera jafn vel æft, það er nákvæmlega ekkert pláss fyrir úrtölur og neikvæðni í svona ofurgöngu, hún er einfaldlega allt of erfið til þess. Og hananú, ha, ha, það er greinilega þjálfarinn sem talar 😊


Doddi og Njóla:


1. Upplifun okkar úr ofurgöngunni góðu er heilt yfir mjög góð þótt frekar hafi hún verið erfið.


2. Allur búnaður fannst okkur nauðsynlegur, þó maður þyrfti ekki að nota allt.


3. Við borðum cirka 3/4 af nestinu okkar og lystin hjá mér allavega lítil þegar leið á ferðina.

4. Erfiðast :Klárlega gangan um skriðurnar í Ingólfsfirði.

5. Að ganga yfir nóttina fannst okkur léttara en við bjuggumst við.


6. Það sem kom mest á óvart hvað maður getur komist áfram þótt maður sé aumur í liðum og hnjám ef maður hugsar jákvætt og gleðin yfir stórkostlegri náttúru er með í liði.


7. Skemmtilegt að ganga sjálf skörðin og siglingin að sjálfsögðu. Síst var síðasti kaflinn upp helv brekkurnar.

8. Já ég er alveg til í að ganga aftur svo langa leið en kannski ekki alveg eins erfiða á fótinn þ. e hlíðarfjalli og grjót og skriður.

9. Bara kýla á þetta eins og við Doddi og láta vaða, við sjáum allavega ekki eftir að hafa drifið okkur og að sjálfsögðu æfa extra vel. Þessi ofur ferð með ykkur Toppförum fer sko klárlega ofarlega á topp tíu listann okkar í ferðum. TAKK TAKK :-).


Elín:


Skemmtileg ganga í góðum félagsskap sem var vel stýrt.


Nestið mitt dugði mjög vel og ekki var mikið afgangs. Ég fór eftir leiðbeiningum frá Báru. Bar ekki með aukadrykki, heldur fyllti bara á brúsa eftir þörfum. Kom ekki að sök að hafa ekki neitt heitt þar sem veðrið lék við okkur.


Var orðin svöng fyrir fyrstu nestis pásu þar sem ég hafði ekki borðað nóg áður en við lögðum af stað.


Fólk vel þjálfað í þessum hópi og ég hélt ekki alveg í við þau allra sprækustu.

Fannst svolítið erfitt að fara niður brattan í Ingólfsfirði hugsanlega þar sem langt var liðið á gönguna en ekkert sem ég réði ekki við.


Náttúrufegurðin og allt sem leiðin hafði upp á að bjóða var alveg stórkostlegt.

 

Mjög skemmtilegt að setjast niður eftir göngu og borða og spjalla saman.

Passa upp á að hafa hælsærisplástur, fleiri en einn.


Ég græddi „bláa tánögl“ sem minnir mig á þessa skemmtilegu göngu. Það er tvennt ólíkt að ganga svona vegalengd í einum rykk eða þar sem gengið er í nokkra daga og fengin hvíld frá skónum hluta sólarhringsins. Bjóst sem sagt hvorki við hælsæri né blárri nögl í þessum skóm.


Ég væri sko alveg til í aðra svona göngu. Myndi þá hafa með mér Crocs skó til að vaða í.


Kærar þakkir fyrir mig,

kveðja, Elín.


Guðjón:


1. Hver var upplifun þín af ferðinni almennt ?

Frábær ferð sem fór fram úr mínum væntingum.  Þessi gönguleið er mjög flott og við vorum heppin með veður.  Ég hélt að ég yrði fyrr þreyttur og bjóst jafnvel við að fá einhverja verki í fætur eða bak en ég slapp alveg við það.  Þreytan kom eiginlega ekki fyrr en síðustu 2 tímana eða svo.  Ég er hrifinn af því að taka svona langa göngu með lítinn farangur og það eru einhverjir töfrar við það að ganga á nóttunni þegar dagur er sem lengstur.   Félagsskapurinn var náttúrulega geggjaður líka og almennt góð stemmning í hópnum sem gerði gönguna þeim mun skemmtilegri.

2. Hvaða búnaður var hárréttur og hvaða búnaður var ekki í lagi/óþarfi í göngunni?

Ég held að ég hafi verið með alveg hárréttan búnað með mér, engu ofaukið og ekkert vantaði.  Auðvitað notaði ég ekki allan fatnaðinn sem ég var með en það er ekki á vísan að róa með veðrið þannig að ég hefði ekki vilja skilja neitt af fatnaðinum eftir heima.

3. Hvernig var nestið þitt og hversu mikið borðaðirðu af því ?Lexían um nestið.

Ég fór alveg eftir leiðbeiningum frá þjálfurum með nesti og það passaði 100%.  Tók með mér samloku til að borða í fyrsta stoppi.  Kom við á KFC á leiðinni vestur og keypti 2 kjúklingabita sem ég borðaði svo í stoppi 2.  Í þriðja stoppi voru það svo flatkökur og súkkulaði.  Ég var svo með hnetur og annað maul sem ég gat gripið í á leiðinni.  Var svo með 2 Poweraid brúsa.

4. Hvað var erfiðast í göngunni ?

Síðasti kaflinn var erfiðastur 😊en það var líka svolítið lýjandi að labba í stórgrýtinu undir Drangaskörðunum.

5. Hvar léttara en þú áttir von á ?

Ég hélt að ég yrði fyrr þreyttur og var búinn að undirbúa mig undir að þurfa að taka jafnvel síðustu 8 tímana á seiglunni en það voru bara síðustu 2 sem voru erfiðir.

6. Kom eitthvað á óvart í göngunni ?

Kannski helst gönguleiðin sjálf, hvað þetta er fallegt svæði og hvað það er mikil kyrrð þarna.  Hittum varla sálu á leiðinni.

7. Hvaða kafli var skemmtilegastur og hvaða kafli var sístur í göngunni ?

Mér fannst skemmtilegast að fara yfir árnar, annað hvort á brúm eða vaðandi.   Það var líka skemmtilegt að labba meðfram drangaskörðunum.

8. Langar þig aftur í svona ofurgöngu og myndir þú þá gera eitthvað öðruvísi ?

Ég mun 100% koma aftur í svona göngu.  Myndi ekki breyta mörgu en mögulega gefa mér meiri tíma í kringum gönguna sjálfa til að njóta svæðisins, mæta mögulega fyrr á upphafsstað eða vera lengur ef aðstæður leyfa.

9. Ertu með ráð til þeirra sem langar að prófa svona ofurgöngu ?

Ég veit ekki hvort það séu allir hrifnir af svona löngum göngum en við þá sem eru spenntir að prófa vil ég bara segja: skelltu þér í næstu ofurgöngu.  Ef þú passar uppá að fara í undirbúningsgöngur og mætir jákvætt hugarfar þá færðu að upplifa eitthvað ævintýri!


Júlía Rós:


Sighvatur:


Sigurður:


Sjöfn Kr:


1. Upplifun: Almennt og heilt yfir dásamleg upplifun. Aðeins einn skugga bar á, það var atvikið við Húsá og eftirköst þess.


2. Búnaður: Nú hafði ég farið áður, þ.e. árið áður kringum Langasjó, og lært eitthvað af því.  Mér fannst ég eiginlega bara vera meðððetta allt saman ! Passlegt af fötum, passlegt af nesti...er þá ekki allt bara næs ?


3. Nestið. Ég var með blöndu af matarmiklu kjötsallati, samlokum, sætmeti og nasli.  Það var bara nokkuð passlega skammtað, eitthvað smávegis eftir eins og á að vera.  Minnug ofurgöngunnar í fyrra, þá var lystin betri og öðruvísi nú en þá. Nú var lystin stöðugri allan tímann, miðað við að í fyrra þá borðaði maður vel í fyrstu pásu en svo var hálfgert ströggl að nærast vel. Vil skrifa þetta soldið á hitastigið, manni var kalt í nestispásunum í fyrra en nú var bara notó.


4.  Erfiðast: Sennilega var Helvítisbrekkan erfiðust, en þar var ég reyndar vísvitandi að sprengja mig smá, var næst Erni og vildi taka þetta á sama hraða og hann – og hann virðist jú hafa ótæmandi orku maðurinn sá !


5. Létt: Gangan í heild fannst mér frekar létt. Vissulega var þessi ögn styttri en í fyrra, en ég held að hitastigið hafi mikið að segja – kuldinn tekur heilmikla orku og erfiðara að nærast.  Nú var hlýrra og mér fannst ég hafa næga orku, varð vissulega vel lúin en ekki örþreytt.


6.  Kom á óvart: Eins og svo oft áður – hin ólýsanlega náttúrufegurð og fjölbreytileiki hennar.  Aftur og aftur og aftur skal maður missa kjálkana niðrá bringu því það er svooooo fallegt ! En svona göngulega séð, nei.


7.  Besti kaflinn.: Það var jú gangan í kringum Drangaskörðin í bongóblíðunni sem við fengum. Gróðursældin, friðsældin, að stikla á fjörusteinunum, og skynja að allir voru í sömu vímunni – það var algjört yndis.

Sísti kaflinn: Yfir heiðina með smáhnút í maganum yfir því að vita að að einhversstaðar á leiðinni myndi maður taka fram úr ferðafélaganum sem var ósáttur – og ég sjálf ósátt og skilningsvana á hegðun viðkomandi.


8. Langar aftur? Já, já, meira, meira, aftur, aftur, - Nei, myndi ekki breyta neinu.


9.Ráð til annarra: Í grunninn þetta, vertu í formi og vertu jákvæður svo bæði þú og aðrir getið notið. Kynntu þér hvað þarf til – þetta eru  X margir kílómetrar sem þarf að fara á innan X margra klst. Ræðurðu við það ? Og sem meira er, muntu njóta þess ? Þú þarft að vita nokkkurn veginn um getuna, ekki líta á ofurgöngu sem einhverja tilraunastarfsemi á eigin getu.  Muna samt að jákvætt hugarfar hefur ótrúlega mikið að segja og getur bætt líkamlegt form að einhverju leyti.


Skarphéðinn:


Steinar R:


Þórkatla:


Örn:


1.Jákvæð upplifun, alltaf gaman að svona áskorunum þar sem maður fer út fyrir þægindarammann og kemst að því að maður getur þetta.

2.Var rétt búinn, búinn að fara í nokkrar ofurgöngur og aðlagað búnaðinn. Það sem ég mæli með við alla er að vera í gönguskóm með ökklastuðningi, mér finnst það nauðsynlegast af öllu, t.d. í hliðarhalla.

3.Var með passlega mikið af nesti, átti ekki mikið eftir. Var með samloku, soðin egg x3, harðfisk, tvær kók, vatn með magnesíumi, kókómjólk og eftir því sem líður á gönguna minnkar matarlystin.

4.Erfiðastur var síðasti kaflinn í Norðurfjörð en dagsformið mitt var gott, mér leið vel allan tímann og ég lenti ekki í neinu mótlæti né erfiðleikum.

5.Það er auðveldara að ganga svona langar göngur yfir nótt en maður reiknaði með þegar við byrjuðum á þessum ofurgöngum.

6.Ekkert kom á óvart.

7.Öll gönguleiðin var mjög áhugaverð, Drangaskörðin mjög flott og kraftmiklu fossarnir mjög tilkomumiklir.

8.Já, mig langar tvímælalaust aftur í svona ofurgöngu.

9.Æfa vel allt sem reynir á í svona löngum göngum, þ.e. ganga langar vegalengdir, æfa búnaðinn sem þú ætlar að nota í svona göngu og æfa næringarinntöku. Og muna að þetta mun örugglega verða erfitt einhvern tíma á svona langri göngu og þá er mikilvægt að vera jákvæður. Þetta er allt í hausnum á manni, þetta er spurning um hugarfar. Við getum meira en við höldum.


------------------------------------------------------


Hjartansþakkir elskurnar... þetta var stórkostlegt... og þið voruð mögnuð öll sem eitt !


Strútsstígur síðustu helgina í júní 2025 er næsta Ofurganga... byrjum að æfa í janúar og mætum með bros á vör og njótum allan tímannn...


Comments


bottom of page