Tindferð nr. 271 föstudaginn 30. júní 2023
Loksins gafst veður til að halda áfram með föstudagsfjöllin... en föstudagsfjallgöngurnar hafa gengið brösulega á þessu fyrsta starfsári vegna veðurs... og áhugaleysis... en þjálfarar láta engan bilbug á sér finna... og ætla ekki að gefa eftir... það er svo mikill ósigur...
Því var gripinn góður dagur í lok júní og blásið til brottfarar óháð þátttökufjölda... og alls mættu sjö manns... dásamlegur hópur sem virkilega naut dagsins og gerði hann geggjað skemmtilegan...
Þetta var önnur ferð okkar á þetta fjall... sú fyrri var farin að hausti með snjóföl yfir öllu og því var áhugavert að vera hér að sumri... Tindferð 161 Fanntófell laugarda (toppfarar.is)
Dásamlegir félagar mættir og einstakir gleðigjafar... Njóla hér og Fanney...
Leiðin upp á Fanntófellið er frekar brött og mjög klettótt á köflum... eða grýtt... lítið um gróður...
Batman var áhægður með hópinn sinn... annað hvort er hangið sofandi allan daginn á skrifstofunni með Erninum á föstudögum... eða farið í föstudagsfjallgöngu... hann er aðdáandi föstudagsfjallgangna númer eitt :-)
Þessi elskulegi fjallahundur hefur líklegast farið á flest fjöll allra hunda á Íslandi... af því við erum sífellt að fara nýjar slóðir og hann kemur alltaf með nema í jöklaferðir og flóknari ferðir... ómetanlegur félagi á fjöllum...
Upp og niður klettaása að fjallinu...
Upp hér... ekkert mál... það var nú einu sinni sumar...
Útsýnið strax magnað úr fjallshlíðunum... Skjaldbreið hér og félagar sunnan Langjökuls og norðan Þingvalla...
Þverfell við Reyðarvatn og Kvígindisfell o.fl... búin með þau fjöll... ótrúlegt hversu mikið er að baki...
Klettaraninn sem farið var upp um...
Klöngur og meira klöngur... það er veisla...
Klifurkettirnir í essinu sínu... þetta er ástæðan fyrir öllu klöngrinu á þriðjudögum... til að rúlla svona brekkum upp í lengri ferðum...
Mikil sandbreiða sunnan Fanntófells...
Ólöf Ósk í sinni fyrstu dagsferð með hópnum og alveg með þetta...
Áfram upp bergið hér...
Berggangar mjög flottir á leiðinni...
Magnað !
Saklausara ofar í sandi og smágrjóti...
Svona brekkur taka vel í... eins gott að halda sér alltaf í formi fyrir þær með því að fara sem oftast á fjöll og helst rösklega stundum... en ekki bara í láglendisgöngur... og alls ekki alltaf rólega ef maður gengur þær... nauðsynlegt að æfa þolið með því að ganga rösklega öðru hvoru eða alltaf einhverja kafla í hverri göngu... róleg ganga gerir mjög lítið fyrir þolið...
Njóla, Sigrún Bjarna og Fanney... manni hlýnar innilega fyrir hjartarótum þegar maður er með þessum...
Tindurinn í augsýn uppi...
Komin í 917 m mælda hæð... þessi myndarlega varða er á tindi Fanntófells... skemmtilegur tindur...
Lyklafellið... við eigum það eftir... ættum kannski að ná því á þriðjudagskveldi að hásumri ?. ... já er það ekki bara ?
Nesti og njóta á tindinum...
Mættir voru Njóla, Aníta, Fanneu, Ólöf Ósk, Sigrún Bjarna og Sjöfn Kr. með hundinn hennar Ólafar sem hét x og Batman en aldrei þessu vant kom Batman ekki saman við hundinn sem mætti í göngu og setja þurfti þá í band á tímabili þar sem illindin milli þeirra hjöðnuðu ekki... óskiljanlegt... vonandi ná þeir sáttum í næstu göngu !
Örn fór niður aðra leið en upp... eins og síðast... tilraunakennt og aðeins vestar en síðast... fínasta leið og gaman að skoða fjallið betur...
Hvílík sandauðn...
Tvíburabjörgin...
Sjá stærðarhlutfallið...
Löng grýtt brekka... hollt og gott...
Neðar tók við skemmtilegur kafli...
... með þessari rennu...
Mergjuð mynd... besta fólk í heimi ! Við erum svo lánsöm með göngufélaga...
Komin niður... þessir klettar voru virkilega flottir...
Straujið til baka í bílana um sléttuna var létt og löðurmannleg eftir snarpar brekkurnar upp og niður...
Alls 12,4 km á 4:47 klst. upp í 917 m hæð með alls 649 m hækkun úr 533 m upphafshæð...
Frábær föstudagsfjallganga og einmitt eins og við vildum hafa þær... kjarnaðar í stutta en innihaldsríka göngu og komin í bæinn fyrir fjögur...
Næst er það Hattfellið í júlí... Löðmundur í ágúst... Hlöðufell í september... Hekla í október... Brimlárhöfði í nóvember... og Strútur í desember... en líklegast munum við taka Hekluna fyrr í haust ef föstudagur gefst...
Comentários