top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Fyrsti snjórinn á Illaklifi kringum Leirvogsvatn í buslandi vöðun

Updated: Oct 29, 2023

Æfing nr. 774 þriðjudaginn 10. október 2023.


Fyrsti snjór vetrarins skreytti saklausa göngu sem ætlunin var að ná í október kringum Leirvogsvatn en þennan dag var gul veðurviðvörun vegna vinds um allt land en það stoppaði ekki 21 manns í að mæta sem var alveg frábært...


Þjálfara grunaði að það yrði vatnsmikið í ánni Bugðu sem rennur í Leirvogsvatn að austanverðu en fyrr mátti nú aldeilis fyrr vera... við stikluðum og stukkum og stigum á köflum eitt skref í læk eftir læk... og enduðum á að vaða upp að hné eða yfir á aðalvatnsfallinu sem gaf okkur náttúrulega ekkert nema skemmtilegheit og góða æfingu í að "láta bara vaða"...


Illaklif kom á óvart... stutt og létt ganga þar upp en heilmikið útsýni... frábær æfing sem endaði í myrkri vestan megin og þar hættu lækjarsprænurnar ekki að halda okkur við efnið... ótrúlegt alveg þar sem við fórum þetta fyrir nokkrum árum með börnum og þá þurfti rétt svo að stikla yfir mestu vatnsföllin...


Stórskemmtileg æfing þar sem mikið var hlegið og vel reynt á við vöðun og stiklun :-)


Alls 6,4 km á 1:56 klst. upp í 276 m hæð með alls 206 m hækkun úr 214 m upphafshæð.



Hér eru myndir úr göngunni:



Mættir voru 21 manns:


Þorleifur, Guðmundur Jón, Siggi, Inga, Sjöfn Kr., Ingunn, Aníta, Brynjar, Kristjana, Elsa, Ása, Þórkatla, Þóra, Gerða Fr., Linda, Sigurbjörg, Magga Páls., Katrín Kj., Kolbeinn og Örn en Bára tók mynd og Batman og Myrra voru hundar kvöldsins og unnu fallega saman þegar vaðið var yfir ána.





































25 views0 comments

Comentarios


bottom of page