Vinafjallsganga til að fagna 52 - 100 ferðum á #vinafjalliðmittx52 á árindu 2021
Við vorum hátt í 40 manns sem byrjuðum árið 2021 á að einsetja okkur að ganga að lágmarki 52 ferðir á fjallið sem okkur þykir vænt um og hefur verið okkar algengasta fjall til æfinga almennt... og var ljóst frá upphafi að Úlfarsfellið yrði vinsælasta fjallið... en í lok árs náðu alls 12 manns að ljúka við þessa áskorun með því að ganga allt frá 52 upp í 100 ferðir á árinu en sumir gengu jafnmargar ferðir og aldurinn þeirra sagði til um sem þó nokkrir hafa gert í klúbbnum í gegnum árin...
Þennan Gamlársdag var frost og ískaldur vindur... en við létum okkur hafa það og mættum alls 16 manns þrátt fyrir napurleikann... og það var ein regla í göngunni... ganga utan stíga og óhefðbundna leið á fjallið... enda þrír hundar með sem langar ekkert að vera í bandi á fjalli þegar þeir eru vanirn að ganga með hópnum sínum alein á fjalli...
Til að forðast fjöldann lögðum við því af stað frá Sólbakka þar sem við áttum ein bílastæðið og gátum haft hundana frjálsa alla leið upp á tindinn... og fundum þessar líka fínu grjótbrekkur um allt upp á bæði Litla og Stóra hnúk...
Uppi á Stóra hnúk var skála fyrir þessum magnaða áfanga, það er virkilega vel gert að ná að klára 52 ferðir eða fleiri á sama fjallið á einu ári... það þýðir ein ferð að meðaltali á viku... sem reynir á staðfestu og elju... því flestar ferðirnar að baki okkar sem kláruðu þetta voru ein á ferð... oft í erfiðu veðri eða jafnvel myrkri... því með vinnu og öðru annríki þá er reynir á að finna tíma til að fara á fjall...
Það dugði ekkert minna en freyðivín af bestu gerð , ha, ha... freyðivínið hans Björgólfs og hennar Grétu var uppselt í ÁTVR... en við höfum stundum keypt þessa flösku því hún er svo falleg... og Kolbeinn kom með aukaflösku á borðið takk fyrir... öðlingurinn sá mikli...
SKÁL ! fyrir að ganga 52 - 100 ferðir á #vinafjalliðmitt á árinu í öllum veðrum og færi... stundum í myrkri... oftast ein á ferð og stundum með herkjum að hafa tíma til þess arna...
... árið 2022 ætlum við að ganga maraþonvegalengdina á fjalli í hverjum mánuði... 42,4 km á fjalli x12... og þannig náum við að fara á önnur fjöll en vinafjallið okkar... en við ætlum samt ótrúlega mörg að endurtaka þennan leik... og ganga 52 sinnum eða oftar á vinafjallið okkar á árinu 2022...
Alls luku þessu eftirtaldir 12 manns: Bára, Beta, Fanney, Gréta, Halldóra Þ., Jaana, Kolbeinn, Linda, Ragnheiður, Siggi, Sigríður Lísabet, Þórkatla -allir á Úlfarsfellið nema Beta og Jaana sem tóku Esjuna og Sigríður Lísabet sem fór á Helgafell Hafnfirðinga.
Sjá samantekt á árangrinum á sérsíðu hér:
Auðvitað gáfum við ekkert eftir og gengum á Hákinn af Stóra hnúk... og það var smá mál að sniðganga stígana þar á milli... enda kannski ekki sniðugt... en við fórum samt eins og við gátum...
Og þarna dró Kolbeinn fram stjörnuljós sem við kveiktum öll á og fögnuðum nýju ári sem verður án efa betra en tvö þau síðustu... ekkert annað í boði !
Niður af Hákinn var svo farið um norðurhlíðarnar í Stóra hnúk sem er mjög falleg leið....
... og alveg nýjar slóðir fyrir marga því við erum alltaf að fara slóðana á fjallinu þó Úlfarsfell bjóði uppi á alls kyns brekkur, króka og kima sem fáir fara og skoða...
Alls var síðasta ganga ársins 4,9 km á 1:45 klst. upp í 302 m hæð með alls 288 m hækkun úr 118 m upphafshæð. Lögðum af stað rúmlega 11:00 og komin niður rétt fyrir klukkan eitt... passaði fínt fyrir alla sem voru á leið heim að elda eða jafnvel ferðast út úr borginni fyrir Gamlárskvöldið sjálft...
Gleðilegt nýtt ár elsku bestu Toppfarar !
Takk fyrir kyngimagnað liðið ár þar sem frábær mæting, aðdáunarverð staðfesta og glimrandi gleði einkenndi árið... í mörgum stórkostlegum ferðum á glæsilega fjallstinda sem margir hverjir eru sjaldfarnir og lítt þekktir...
Höldum ótrauð áfram og bætum fleiri einstökum fjallstindum í safnið... göngum 42,2 km á fjall í hverjum mánuði... göngum á alla 53 tinda Esjunnar á árinu... sigrum sjaldfarna tinda á hálendinu og skemmtum okkur konunglega í leiðinni...
Þið eruð best... svo langbest...
Comments