top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Gamlárs að hætti Kolla og Sigga

Gamlársdagsganga þriðjudaginn 31. desember 2024


Frábær mæting var í árlegu göngu Kolbeins og Sigga á Úlfarsfellið á Gamlárdag og að þessu sinni var farið frá neðra bílastæðinu kl. 10 sem munaði miklu því við vorum á undan allri umferðinni um fjallið á þessum degi...


Veðrið var alveg dásamlegt og alvöru vetrarfæri en slóðin enda ríkir flott vetrarveður þennan veturinn yfir jólahátíðina.


Skálað var í freyðivíni og kveikt á stjörnuljósum við jólatrén og þar áttum við yndislega stund með veitingum og spjalli. Þjálfarar þurftu reyndar að snúa við af Litla hnúk og sækja Batman sem ruglaðist eitthvað enda ekki vanur að ganga á fjölfarin fjöll á tíma þegar aðrir eru að þvælast fyrir, hahaha... en þetta kom ekki að sök.


Dásamlegt að knúsa alla og óska gleðilegs nýr árs og þakka fyrir það gamla.


Þetta er nú meiri dásemdarhópurinn, mikið var þetta yndislegt :-)


Myndir úr göngunni hér og nafnalisti undir hópmyndinni.


Við þökkum Kolla og Sigga alveg innilega fyrir að standa fyrir þessari göngu um hver áramót, alger snilld og orðinn mikilvægur þáttur í lífi Toppfara :-)










Kolbeinn, Siggi, Björg, ?, Egill ?, Ingólfur, Ása, Berta?, Biggir, Jóhanna Fríða, Áslaug, Guðný Ester, Halldóra Þórarins og mágkona hennar (eiginkona Jóhanns, man ekki nafnið) og Bára tók mynd og Örn er hér fremstur og Baltasar, Batman og Myrra voru með :-)



Tók ekki fleiri myndir... við spjölluðum svo mikið, hahaha...


Gleðilegt nýtt ár elsku félagar og takk fyrir algert afreksár 2024 !

2 views0 comments

Comments


bottom of page