top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Gegnum steinbogann í krunkandi hrafnaþingi á Helgafell Hf og niður öxlina

Þriðjudagsæfing 22. febrúar 2022. Æfing nr. 692.


Þriðja illviðrið á mánudegi í röð átti að ljúka smám saman þegar liði fram á seinnipart þriðjudagsins 22. febrúar... en þar sem óvíst var með akstursmöguleika alla leið á suðurstrandaveg ákváðum við að fresta þeirri æfingu um viku og ganga óhefðbundna leið á Helgafell Hafnfirðinga...


Veðrinu slotaði meðan á æfingunni stóð... vindur keyrandi á æfingu... gola þegar við lögðum af stað... en svo kom bara logn og blíða þegar á leið... nema reyndar það blés á tindinum... eins og vanalega... sjá hér Keili í sólstöfunum sem einkenna Reykjanesið.. ótrúlega fallegt...


Alls mættu 19 manns... jebb... það þýðir lítið að láta veður og færð hamla manni við að fara út og hreyfa sig... þá færum við ekkert út þennan erfiða veturinn... frábær frammistaða... ekkert gefið eftir...


Einstök birta var þetta kvöld... sólin enn á lofti og allt svo fallegt.. hér að koma upp í skarðið milli norðurskotts Helgafells og Valahnúka... við áttum stefnumót við steinbogann eða hraungatið bak við Helgafellið... boginn er suðaustan megin í fjallinu... öndvert við hefðbundna leið upp gilið norðvestan megin...


Sólin skein á okkur alla leið að skarðinu... það var gulls ígildi... þessi gula er svo kærkomin á þessum árstíma...


Sjá tjörnina framan við Valahnúka... hvílík fegurð...


Skjól hér og gott veður... mikið spjallað... heilandi...


Færið var mjög erfitt á þessari æfingu um láglendið... eins og fyrir viku síðan á Litla Meitli... snjóþungi þessa vetrar er með mesta móti...


Sjá hryðjurnar sem ganga yfir höfuðborgina í fjarska...


Bak við Helgafellið beið okkar þykkur snjór með þunnri frosinni skel ofan á... sem pompaði stundum undan manni og stundum ekki... sem þýddi að maður vissi aldrei hvað beið manns í hverju skrefi... þetta reyndi verulega á... sérstaklega fyrir fremstu menn...


En við hörkuðum þetta af okkur... og gleymdum okkur á spjalli þegar best lét...


Komin að hraungatinu sem er efst í fjallinu... allar áhyggjur þjálfara af snjóflóðahættu á þessum stað reyndust óþarfar... hér var allt skafið og fokið burt...


Vilhjálmur og Björgólfur mættir á æfingu... ekki auðvelt að koma aðeins og seint og þurfa að elta hópinn á meiri hraða... þetta var svo erfitt færi !


Húsfellið þarna í fjær...


Upp þessa brekku krunkuðu margir tugir hrafna yfir okkur... mjög sérstakt andrúmsloft... þeir röðuð sér þétt yfir allan steinbogann og höfðu skoðun á því að þessi hjörð manna skyldi troða sér inn á þeirra svæði...


Litið til baka... þetta er krefjandi brekka í sumarfæri... hún var betri í frosnu vetrarfæri á keðjubroddunum sem eru hið mesta þarfaþing í einmitt þessu færi...


Allir í góðum málum hér upp og hópurinn þéttur... nýliðar hópsins falla vel inn í hópinn og eiga sannarlega erindi... hafa fengið erfiðar kvöldgöngur en eru jákvæðir og einbeittir...


Hér söfnuðumst hrafnarnir smám saman eftir því sem við fórum ofar... þeir gáfu steinbogann smám saman eftir þessu fólki sem réðst inn í þeirra heim... krunkið var allsumlykjandi...


Sjá hrafnaþingið hér ofan okkar... magnað alveg !


Fínasta færi með smá lausasnjó ofan á glerjuðu grjóti eða mosa...


Steinboginn... sjá hrafnana ennþá raða sér ofan á hann allan... takandi á móti okkur fagnandi auðvitað... ha, nei, þetta voru sko ekki mótmæli af þeirra hálfu... þeir voru bara gestrisnir og glaðir að fá smá innlit...


Efstu menn komnir neðan við gatið...


Hrafnarnir ennþá á steinboganum...


Frábær leið og betra færi hér upp en við áttum von á... áætlun tvö var að snúa við og fara upp og niður öxlina... sem betur fer þurftum við ekki að grípa til þess...


Saklaus snjórinn...


Komin upp í hraungatið... hvergi snjóflóðahætta né langar svellaðar brekkur...


Mynd frá Stefáni Braga Bjarnasyni, Hafnfirðingi og Helgafells manni... takk :-)

Fremstu menn...


Mynd frá Stefáni Braga Bjarnasyni, Hafnfirðingi og Helgafells manni... takk :-)

Litið til baka...


Bára öftust að taka þessa...


Örn sporaði góða leið upp úr boganum vinstra megin í góðum skafli... Stefán Bragi freistaðist til að fara beint upp hengjuna til að ná góðum myndum á leið upp... og Hjördís og Bára sem voru aftastar gleymdu sér líka í myndatökum og fóru bara beint upp hengjuna líka... en hún var ekki góð leið í þessu færi... glerhart færi neðar og óstöðu hengjan... en þetta slapp með bros á vör og gleði í hjarta...


Mynd frá Stefáni Braga Bjarnasyni, Hafnfirðingi og Helgafells manni... takk :-)

Litið til baka efst í brekkunni...


Mynd frá Stefáni Braga Bjarnasyni, Hafnfirðingi og Helgafells manni... takk :-)

Leið Arnarins upp úr hraungatinu... fínasta leið og öruggari en beint upp hengjuna :-) :-)


Allir komnir upp... mögnuð leið með meiru !


Þegar upp var komið tók rökkrið við...


Þessi kafli að efsta tindi er sorfinn móbergsklöppum á fallegan máta sem njóta sín einstaklega vel í þessum frosna vetrarham...


Komið baksviðsmegin á efsta tind Helgafells Hafnfirðinga... svo falleg aðkoma !


Stöpullinn snjóbarinn eftir veðrið síðasta sólarhring...


Niður var farið í gullfallegri birtu ljósaskiptanna um öxlina...


Húsfellið og Valahnúkar hér neðar...


Hér var logn og blíða...


Keðjubroddarnir gera göngu eins og þessa kleifa... áður fyrr hefðum við þurft að vera á jöklabroddum sem eru í raun óþarfi í þessu færi á þessari leið...


Einstaklega fallegt...


Komin niður og þá varð færið aftur krefjandi og þungt... eftir vindsorfið fjallið...


Litið til baka á sléttunni... hvílíkir töfrar...


Ennþá smá birta á himni... það styttist óðum í að við náum að klára þriðjudagsgöngu án þess að þurfa að ná í höfuðljósin...


Alls 8,3 km á 2:27 klst. upp í 343 m hæð með alls 378 m hækkun úr 86 m upphafshæð.


Gullfallegt kvöld á kyngimagnaðri leið í erfiðu færi sem gaf okkur dúndurþjálfun og góða reynslu... að maður tali nú ekki um innihaldsríkar samræður og dásamleg samskipti með bestu félögum í heimi !

48 views0 comments

Comments


bottom of page