top of page

Geithóll og "Geitabak" í Esju í kvöldsólarlagi

Æfing nr. 818 þriðjudaginn 10. september 2024.


Mergjuð æfing var á Esjunni upp á Geithól og "Geitabak" bak við hann í veðurspá sem var mjög hvöss svo við færðum Skyrhlíðina fram um viku... og fengum við skínandi gott veður en þó ágætis vindhviður á Geithól... en sólarlagið gerði allt svo fallegt og ekki klikkaði félagsskapurinn...


Alls 7,7 km á 2:47 klst. upp í 569 m hæð með alls 565 m hækkun úr 32 m upphafshæð.


Gullfalleg ganga... myndir glötuðust því miður en ég notaði myndir af opnu fb-síðu klúbbsins (mínar eigin myndir sem ég setti þar) og því eru þær fáar en þær bestu og alveg nóg...


Mættir voru eftir mynd hér að ofan: Sigga Lár., Sighvatur, Björg, Siggi, Kolbeinn, Örn, Aníta, Ólafur, Þorleifur, Sjöf Kr., Inga og Guðmundur en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...





Ótrúlega fallegt kvöld... takk fyrir spjallið og yndissamveruna :-)

3 views0 comments

Comentários


bottom of page