top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Esjan öðruvísi um Gljúfurdal Esju upp Búa og Langahrygg að Steini og til baka um Grundará

Æfing nr. 845 þriðjudaginn 1. apríl 2025


Við fórum nýja leið á þriðjudagskvöldi hið fyrsta í apríl á þessu herrans ári 2025... upp Búa og með Langahrygg inn að Steini og frá honum eftir góða nestispásu niður í dalinn að Grundará sem var rakin til baka niður eftir þar til gljúfrið ýtti okkur upp brekkurnar aftur að öxlinni á Búahömrunum...


Einstaklega ljúf ganga í algeru logni og friðsæld... í auðri jörð niðri en ferskum snjó ofar og var leiðin sérlega falleg. Við ætlum að endurtaka hana eftir nokkur á og fara þá öfuga leið og byrja á Grundará þar sem í henni eru nokkrir ægifagrir fossar og ef við förum að hausti til þá verður upplifunin allt önnur en þetta kvöld...


Blóðrautt sólarlagið skreytti niðurleiðina og rökkrið tók við í lokin síðasta kaflann en engin þörf á höfuðljósum... vor í lofti... og skal þess getið hér að níunda gosið á Reykjanesi hófst og stöðvaðist þennan dag... í annað sinn sem við leggjum bílunum til göngu á þessum stað að morgni fyrsta dags goss... en þetta sama gerðist í janúar 2024 þegar gaus enn eitt skiptið á Reykjanesi en þann dag var það nánast við Grindavík og hraunið lak inn í bæinn og kveikti í nyrstu húsunum... en þennan dag gekk hópurinn hringleið kringum Gljúfurdal og fylgist með fréttum í gegnum símann á göngunni... hrikalegur dagur sem gleymist ekki...


En ganga kvöldsins hljóðaði upp á 6,5 km á 3:26 klst. upp í 604 m hæð með alls 566 m hækkun úr 55 m upphafshæð...


Ljósmyndir úr göngunni hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:




































Mættir voru alls 19 manns:


Efri: Örn, Helgi, Siggi, Hjörtur, Maggi, Guðjón, Áslaug B., Berta, Silla, Kristrún, Steinar A., Dina og Hafrún.


Neðri: Baltasar, Aníta, Þorleifur, Þórhildur, Linda, Halldóra Þ. og Bára tók mynd og Batman lét eins og vanalega ekki svo auðveldlega taka af sér mynd... en Hjörtur var að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum og smellpassaði inn í hópinn :-)


































Magnað kvöld og svo fallegt og friðsælt... vorið er komið og ekkert nema ævintýri í dagsbirtu og ljúfu veðri framundan... hvað annað ! :-)

Comments


bottom of page