Tindferð nr. 309 laugardaginn 6. júlí 2024
Örn bauð upp á aukagöngu einn af fáu dögunum sem loksins kom gott veður sumarið 2024... og þá var farið á hina bröttu Háusúlu í Botnssúlum... sem fáir fara á en hún ásamt Miðsúlu eru brattastar og mun sjaldnar gengnar en Syðsta súla og hinar greiðfæru Vestur- og Norðursúla...
Heiðskírt veður og hlýtt... og leiðin var lengd með óhefðbundinni upp- og niðurleið...
Alls 22,6 km á 8:31 klst. upp í 1.029 m hæð með alls 1.287 m hækkun úr 175 m upphafshæð.
Ljósmyndir Arnarins úr ferðinni hér og nafnalisti undir hópmyndinni á tindinum:
Efri: Birgir, Sighvatur, Ólafur, Steinar, Þorleifur, Áslaug og Inga.
Neðri. Batman, Oddný T., Berta, Gulla og Sjöfn Kr. en Örn tók mynd.
Takk elskur fyrir flotta göngu og dásamlega útiveru í góða veðrinu sem reyndist kærkomið þegar á reyndi þetta sumarið :-)
Gps-ferill er á wikiloc reikningi Toppfara.
Comments