top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Hafnarfjallið í töfrandi vetrarham

Tindferð nr. 287 laugardaginn 11. nóvember 2023.


Hafnarfjallið fékk ekki bestu veðurspána í tilraun tvö til að ná því í nóvember en Örninn ákvað að láta slag standa þar sem vindur var ekki mikill og þó það væri snjókoma í kortunum... ja, þá getum við líklega tekist á við hana eftir aldeilis gott veður vikum saman í haust... og fleiri voru sammála og mættu galvaskir og til í smá fjallaævintýri sem varð þó mun flottara en menn áttu von á...


Gengið var á stígnum upp með vesturöxlinni upp á Gildalshnúk þar sem snjórinn tók við í efri hlíðum en færið var mjúkt og hentaði vel keðjubroddunum enda þunn snjóföl eingöngu ennþá í fjöllunum...


Ekkert skyggni var uppi því miður en töfrarnir til staðan og smávegis snjóbyls stemning á kafla... en það tók ekki af okkur Suðurhnúkinn sem var genginn eftir góða nestispásu á Gildalshnúk hinum hæsta en Suðurhnúkur er okkar nafngist á glæsilegum tindi sunnan við þann hæsta... og á niðurleiðinni var komið við á Vesturhnúki sem einnig er okkar nafngift... synd að ekki sé nafn á þessari öxl... en sá tindur á líka skilið nafn enda ómögulegt fyrir okkur að skrásetja allar okkar göngur á alla níu fjallstinda Hafnarfjalls nema auðkenna þá með nöfnum...


Allar myndir úr göngunni hér og nafnalisti við hópmyndirnar:
























Mættir voru: Njóla, Þorleifur, Siggi, Sighvatur, Sigríður Lísabet, Magga Páls., Jaana, Linda, Sjöfn Kr. og Björg en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn...





Suðurhnúkur...





Uppi á Vesturhnúki...

















Kærar þakkir fyrir alveg glimrandi flottan dag á fjöllum í lygilega flottu landslagi þó ekki væri skyggni niður eftir... magnað alveg !


31 views0 comments

Comments


bottom of page