top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Hafnarfjallsaxlir bakdyramegin á Gildalshnúk 3ja tinda leið

Tindferð nr. 327 laugardaginn 8. mars 2025


Eftir fleiri en eina afboðun á þessari ferð vegna veðurs og áhuga... blés Örn loksins til brottfarar á vinnuhelgi Báru... þar sem veðurspáin var heiðskírt og logn...


Bílar skildir eftir um morguninn við endastað göngu... á hefðbundnum upphafsstað á Hafnarfjall... og keyrt að upphafsstað við rætur Hróarstinda, Blákolls, Giljatunguhnúks og Hafnarfjallsaxlar syðri... þar sem gangan hófst kl. 9:12...


Fyrsti áfangi leiðarinnar... Hafnarfjallsöxl syðri... mögnuð leið !






Grátlega fáir mættir... eingöngu 8 manns á ferð...


Fyrsti tindurinn að koma í ljós...


Hróarstindar... þeir hafa oft gefið okkur magnaðan dag... það er komi tími til að kanna með öðruvísi leiðir þarna upp...



Blákollur.... hann hefur sömuleiðis gefið okkur bæði ógleymanlegar þriðjudagsæfingar... sem og verið hluti af lengri leið um fjöllin í kring...











Brúnirnar sem blasa við þjóðvegi eitt... á leið í Borgarnes...



Giljatunguhnúkur að koma í ljós vinstra megin... og efst vinstra megin eru Suðurhnúkur (okkar nafngift) og Gildalshnúkur sem er hæsti tindur Hafnarfjalls... hægra megin eru Hróarstindar... og lengst til hægri sést hluti af Skarðsheiði...


Hróarstindar og Skessukambur, Heiðarhorn og Skarðshyrna í Skarðsheiði...


Hafnardalur...



Siggi, Silla, Steinar R., Sjöfn Kr., Birgir, Aníta og Guðný Ester...




Hafnarfjallsöxlin áfram hér og svo skarðiðá milli áður en komið er í brekkurnar upp á Vesturhnúk (okkar nafngist á nyrðri Hafnarfjallsöxlinni...


Vesturhnúkur, Suðurhnúkur og Gildalshnúkur á bak við rétt aðeins ofar... og loks Giljatunguhnúkur... sem kominn er tími á að ganga einn daginn...



Brúnó og Baltasar voru hundar dagsins ásamt Batman...







Seinni tindur Hafnarfjallsaxlar... hann er lítið eitt hærri enda innar í landi... 595 m hár...









Síðustu metrarnir upp á Hafnarfjallsöxlina...





Skarðið á milli... neðar er örnefnið "Milli bungna" og þá má spyrja sig hvort axlirnar eigi að heita Ytri Bunga og Innri Bunga eins og örnefnin eru neðst á kortinu (í mun minni hæð en axlirnar eru)... við erum mjög óviss með þetta...


Vesturhnúkur vinstra megin... Suðurhnúkur fyrir miðri mynd og Gildalshnúkur aftar í hvarfi að hluta... og Giljatunguhnúkur hægra megin... hann bíður eftir okkur síðar á árinu...















Rúmlega 300 m hækkun hér beint upp úr skarðinu... þessi ganga var geggjuð !



Gildalur... Blákollur tekur svo við...















Hvílíkur dagur !






Komin upp á annan tind af fjórum þennan dag... Vesturhnúk sem er okkar nafngift... fjölfarnasti tindurinn í Hafnarfjalli líklegast... stígurinn nær hingað vel mótaður... það er örlítið flóknara að skjótast upp á Gildalshnúk sem er hæstur í þessim fjallgarði en hann gæti vel verið sá fjölfarnasti líka...




Ofurmennin okkar... þær geta allt... þetta er fyrst og fremst hugarfar... en líka elja og samfella í þjálfun... æfa vel og hreyfa sig alla daga... mæta í fjallgöngurnar allt árið... hugsa jákvætt... hafa gaman... og þá getur maður allt...




Úr skarðinu upp á Gildalshnúk og Suðurhnúk var brekkan góða harðfennt og því þurfti að fara í jöklabrodda... en það þýddi að fjögur sneru við og héldu niður í rólegheitunum en eingöngu Aníta, Birgir, Sjöfn og Örn fóru á hæsta tind dagsins og á Suðurhnúk... sem var mjög miður...





Gildalshnúkur í baksýn...



Giljatunguhnúkur og Suðurhnúkur og Hafnarfjallsöxlin í baksýn hægra megin...




Hæsti tindur dagsins... Gildalshnúkur... í 858 m hæð ! Snillingar !





Komin upp á Suðurhnúk... í 832 m hæð...


Aðeins öðruvísi leið niður af Suðurhnújk í skarðið góða...



Betra færi hér en á uppleið...


Guðný, Siggi, Silla og Steinar farin á undan niður stíginn...


En það var harðfenni á efsta kafla og aftur þurfti jöklabrodda... svo aftari menn töfðust hér en fremstu menn voru fljótir niður...





Mögnuð leið... ellefta skiptið sem hópurinn fer þessa brekku... upp eða niður eða bæði í sömu göngu... í alls kyns útfærslum á leiðum um Hafnarfjallið flotta:



Klausturstunguhóll og Miðhnúkur...


Niðurgönguleiðin af Hafnarfjalli er löng og ströng... en óskaplega falleg... tindarnir að baki blöstu við... þegar litið var til baka upp eftir...


Komin niður... eftir 13,6 km göngu á 6:45 klst. upp í 858 m hæð hæst (595 á Hafnarfjallsöxl, 803 á Vesturhnúki, 858 á Gildalshnúki og loks 832 m á Suðurhnúki) með als 1.192 m hæð úr 48 m upphafshæð...


Bílarnir biðu frá því um moguninn og þrír hundar fóru í 2 bíla ásamt 8 göngumönnum...og á leið heim voru hinir bílarnir tveir sóttir við Ölver... enga stund gert...


Algerlega kyngimagnaður dagur og enn ein útfærslan á göngu um þennan fjallgarð sem er einn af okkar uppáhalds.. og enn einu sinni hér í blíðskaparveðri...



Myndbandið hér:



Comments


bottom of page