top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Helgrindur óhefðbundið í snjó og fallegri birtu

Tindferð nr. 319 laugardaginn 12. október 2024


Helgrindur voru gengnar í fimmta sinn í sögu klúbbsins (sjötta sinn ef austari hlutinn er tekinn með á Tröllbarn og Tröllkerllingu árið 2022) - um miðjan október þar sem ætlunin var að ganga á Rauða gíginn og á Kamb sem eru svipmiklu fjallseggjarnar austan megin við hefðbundna gönguleið á Helgrindur sunnan megin frá... sem stela svo sannarlega senunni þegar lagt er af stað á Helgrindur.... en þar sem snjórinn var mættur og landslagið ekki lengur í sínum rauða og græna búningi haustsins (gígurinn er mjög formfagur og litríkur)... þá ákváðu þjálfarar að fara á hæstu tinda Helgrinda þar sem flestir sem á annað borð greiddu atkvæði um hvort þeir vildu á fjall þessa helgi eður ei... höfðu ekki farið á megin Helgrindurnar... og í kjölfarið ákvað Bára þjálfari að sinna barnabörnunum svo Örn fór einn í þennan leiðangur sem heppnaðist svona vel og gaf einstaka birtu og fjallasýn í fyrsta snjó vetrarins...


Farið var upp meðfram ánum sem renna niður suðurhlíðarnar að slæðufossinum sem við þefuðum uppi hér um árið... en hann er nafnlaus en orðinn nauðsynlegur viðkomustaður ef gengið er hér á annað borð...


Við tókum smávegis áhættu með skyggni þar sem spáð var lygnu veðri en köldu og það gat brugðið til beggja vona með úrkomu þar sem spáin breyttist stöðugt og var annað hvort betri á laugardegi eða á sunnudegi... og hún hélt áfram að breytast sólarhringinn fram að brottför þannig að laugardagurinn versnaði stöðugt og sunnudagurinn batnaði... og endaði þetta í snjókomu hluta úr degi á göngunni... og alveg heiðskíru veðri á sunnudeginum þegar leiðangursmenn hvíldu lúin bein og skoðuðu ljósmyndirnar úr ferðinni... en það hafði og áhrif þegar þjálfarar völdu laugardaginn hversu margir fleiri sögðust komast á laugardag en ekki sunnudag en hvað varðar Örn, þá hefði sunnudagur hentað betur svo það sé sagt... það var því ekki einbeittur brotavilji að velja laugardaginn og fá þannig á sig snjókomu en ekki heiðskírt veður eins og endaði á sunnudeginum... okkur til afsökunar... hahaha, nei ég segi svona :-)


En gangan var hin fallegasta... snjókoman kom á rétta tímanum... á miðri leið þar sem langslagið er grýtt og ekki þörf á að sjá vítt til hvorki suðurs né norðurs þar sem grjótið hefði skyggt sýn hvort eð er...


Þegar komið var að brúnum Helgrinda blasti Kirkjufellið við og sólin skein akkúrat á það sem gaf einstaklega fallega birtu og ljósmyndir... og eins náðist að njóta útsýnisins til norðurs yfir fjöllin sem skreyta Snæfellsnesið að norðan meðan rakið var eftir brúnunum sem var það mikilvægasta...


Eitt kom á óþyrmilega á óvart en það voru sprungur sem voru huldar snjó og Aníta fór ofan í eina þeirra en botn hennar sást ekki og var þetta sérlega óþægilegt að upplifa og minnti á sprungurnar sem við sáum í fyrsta sinn á þessari leið í síðustu Helgrindaferð árið 2021 - sjá ferðasöguna hér:



Keðjubroddarnir slitnuðu hver á fætur öðrum í þessari ferð svo það er ráð að vera alltaf með einn brodda meðferðis til vara í bakpokanum þar sem þetta getur verið ansi óheppilegt ef jöklabroddarnir eru ekki með í för og framundan er hálka og brekka sem þarf að fara og broddarnir virka ekki sem skyldi... svo einsetjum okkur að kaupa annað eintak af keðjubroddunum og vera með eitt stykki eða bæði meðferðis sem aukapar (eitt stykki ætti að nægja þar sem þetta er frekar þungt og ólíklegt að báðir broddarnir slitni í sömu ferð).


Mögnuð ferð í einstakri birtu, fersku snjófæri og glæsilegu landslagi sem heldur áfram að vera á heimsmælikvarða í okkar huga...


Alls 14,7 km á 7:33 klst. upp í 991 m hæð með alls 1.147 m hækkun úr 39 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr ferðinni hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndunum:
























Mættir voru 14 manns sem er það fjölmennasta síðan í ágúst í Landmannalaugum:


Björg, Sighvatur, Pétur Magnússon gestur, Inga, Sigga Lár., Áslaug B., Berta, Ólafur E., Sjöfn Kr., Birgir, Aníta, Fanney og Skarphéðinn en Örn tók mynd og hundarnir Baltasar og Batman skoppuðust með og var þetta önnur tindferð Baltasars og sú erfiðasta fyrir hann til þessa... en hann stóð sig með prýði...






































Sigga Lár., Pétur Guðmundsson gestur, Fanney, Björg, Aníta, Sjöfn Kr., Sighvatur, Inga, Birgir, Berta, Áslaug B., Ólafur E. og Skarphéðinn... með Batman fremstan... og Örn tók mynd...



































Gps-slóðin frá 2011: Wikiloc | Helgrindur Snæfellsnesi frá Kálfárvöllum í sumarfæri 270811 Trail (settum ekki inn slóðinar frá 2021 né 2024).


Myndband úr ferðinni hér:


Ferðasögur Helgrinda frá upphafi:


2009 - tvær ferðir í febrúar: Toppfarar.is - Tindur 20 - Helgrindur





26 views0 comments

Comentarios


bottom of page