top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Hvílík fegurð ! Lágafell og Lágafellshamrar í fallegri snjókomu.

Updated: Dec 22, 2023

Æfing nr. 783 þriðjudaginn 12. desember 2023



Okkar árlega ganga milli jóla og nýárs var farin að þessu sinni um miðjan desember þar sem frídagur ber upp á þriðjdaginn þann... og vorum við ljónheppin með veður og færð þar sem ferskur snjór lá yfir öllu og bætti svolítið í í byrjun göngunnar, en svo var tært skyggni og einstaklega fallegt allt umlykjandi á gönguleiðinni...


Alls mættu 19 manns, þar af nýliðarnir Alex og Írunn og gekk gangan mjög vel eitt árið í röð og nú er svo komið að við ætlum að hætta að tala um þessa grjótskriðu niður af Lágafellshömrum sem "bratta"... hún er orðin furðu sakleysisleg og frekar heimilisleg sem gerist þegar endalaust er verið að brölta í brekkum eða eins og Fanney orðaði það... þessi brekka er nú ekkert miðað við þær sem við erum oft að klöngrast um...


Örn fór nær brúnunum á Lágafellshömrunum í Úlfarsfellinu en áður og því settum við inn gps-slóðin af þessari leið, sjá neðar, og munum fara þessa leið hér með... á hverju ári í desember meðan klúbburinn er starfandi...


Alls 5,4 km á 2:51 klst. upp í 232 m hæð með alls 302 m hækkun úr 78 m upphafshæð.


Gps-slóðin úr þessari göngu hér:


Ljósmyndir úr göngunni hér með nafnalista undir hópmyndinni:













Mættir voru 19 manns:


Agnar, Aníta, Alex nýliði, Bára, Björg, Fanney, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Írunn nýliði, Linda, Katrín Kj., Kolbeinn, Magga Páls., Siggi, Sjöfn Kr., Steingrímur, Þorleifur, Þórkatla og Örn.







Gerður Jens höfðingi en þau mættu öll fjögur, Guðmundur Jón, Katrín Kj. og Magga Máls.





Með brekkuna okkar góðu á bak við hópinn.








Hvílík fegurð þetta kvöld ! Svo jólalegt ! Takk fyrir dýrðina saman elsku félagar !

19 views0 comments

Comments


bottom of page