Æfing nr. 812 þriðjudaginn 16. júlí 2024
Þjálfarar mættu aftur til leiks á þriðjudegi eftir svakalegar göngur í Frakklandi og Sviss í byrjun júní, sumarfrí eftir það og ólýsanlega fagra ofurgöngu um Drangaskörð í byrjun júlí... og buðu upp á nýja leið um fjallsásana við Nesjavelli... þar sem ætlunin var að skoða aftur og betur Svartahrygg og Hvanngil sem við uppgötvuðum í þverunarleggnum yfir Ísland frá Sleggjubeinsskarði í Hagavík í nóvember árið 2022... og sveik landslagið okkur sannarlega ekki...
Hvanngil er þess virði að ganga allt frá upphafi til enda... og er komið á dagskrá sem l´juf dagsganga á næsta ári 2025...
Alls reyndist þessi ganga x km á x klst. upp í x m hæð með alls x m hækkun úr x m upphafshæð.
Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalisti undir hópmyndinni:
Mættir voru alls 13 manns: Halldóra Þ., Berta, Birgir, Siggi, Ása, Björg, Aníta, örn, Kolbeinn, hundurinn Batman, Sjöfn Kr., Þorleifur og Ingunn en Bára tók mynd...
Inn að fossinum...
Nokkur klöngruðust eða óðu inn að fossunum tveimur...
Ævintýrafólkið: Aníta, Örn, Kolbeinn, Þorleidur og Sjöfn Kr.
Magnað kvöld ! Takk fyrir alveg yndislega samveru og skemmtun ! Þjálfarar verða á Laugaveginum með Toppfara í næstu viku og svo í viku sumarfríi í lok júlí og mæta aftur til leiks á Blákolli í byrjun ágúst eftir verslunarmannahelgina !
Comentarios