top of page

Katlagil og vestari Hjálmur í Grímmannsfelli í dúnmjúkri friðsælli snjókomu

Æfing nr. 799 þriðjudaginn 9. apríl 2024



Hún var dásamleg æfingin sem við fengum um syðri fjallsbunguna á Grímmannsfelli þar sem Katlagil leiddi okkur upp fjallið og vestari tindur Hjálms dró okkur svo aftur til baka og niður... dúnmjúk snjókoma og lygnt veður sem var svo kærkomið eftir skelfilega norðaustanáttina vikum saman þetta misserið...


Mjög falleg leið sem við verðum að endurtaka aftur síðar að sumri til... eins og við gerðum árið 2019...


Alls 6,6 km á 2:33 klst. upp í 460 m hæð með alls 406 m hækkun úr 107 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalisti undir hópmyndinni á miðri uppleið:





Árið 2019 slasaði Guðmundur Jón sig á þessum gaddavír og skarst það illa að hann varð að snúa við og láta sauma sig á slysadeildinni... Jóhanna Fríða setti hvíta tusku á vírinn til að hann sæist betur... og nú er komin girðing þarna yfir sem fær alla til að stöðva för og síður reka sig upp undir þennan gaddavír...

























Dásamleg kvöldganga hreint út sagt... vorið er að koma... !

17 views0 comments

Comments


bottom of page